Hinar snjóhengjurnar Gauti Kristmannsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna" óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja" íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í innlendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráðbeint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir vanvitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyrissjóðir gera líka og græða þannig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggðum krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur" mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun" með afnámi hafta og „taka skellinn" er ekki aðeins vanhugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyrisvaraforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitendur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutninga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjárfestingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öngstrætinu virðist vera að gera samkomulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðingarnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Gauti Kristmannsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna" óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja" íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í innlendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráðbeint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir vanvitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyrissjóðir gera líka og græða þannig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggðum krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur" mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun" með afnámi hafta og „taka skellinn" er ekki aðeins vanhugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyrisvaraforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitendur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutninga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjárfestingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öngstrætinu virðist vera að gera samkomulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðingarnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun