"Ég er bara 5 ára…“ 31. maí 2012 06:00 Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ," söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. Sveitarfélög standa í einhverjum tilfellum frammi fyrir því að framboð á leikskólarými annar ekki eftirspurn á meðan grunnskólabörnum fækkar og húsnæði stendur ónýtt. Þá kemur upp spurningin hvort byggja á nýjan leikskóla, stækka þá sem fyrir hendi eru eða nýta það húsnæði sem fyrir hendi er. Í ljósi efnahagsástandsins virðist það borðleggjandi að nýta tómt grunnskólahúsnæði fyrir leikskóladeildir. Það má hins vegar spyrja sig hvort hagkvæmasta lausnin sé alltaf sú besta til lengri tíma litið. Hlutirnir ganga ekki endilega best upp þar sem ákvarðanir eru teknar eingöngu út frá einum sjónarhóli, þ.e. hagsmunum pyngjunnar, þar sem markmiðið er að þétta í rifur og stoppa í göt. Þá ræður skammtímahugsun og þekkingarleysi ríkjum en ekki hugmyndafræði menntunar og skólaþróunar. Dæmi um slíkt er að taka 5 ára börn úr leikskólanum og færa inn í tóma kennslustofu í grunnskólanum án þess að hafa fengið svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru það hagsmunir barnanna sem eru hafðir að leiðarljósi? Leikskólagangan er 4-5 ár, grunnskólagangan er 10 ár. Í leikskólanum er lagður grunnur að öryggi og tengslum í umhverfi sem er hannað með það í huga að þétt utanumhald sé um hvert barn. Færri börn eru á forsjá hvers kennara og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins á forsendum barnanna. 2. Hver á að kenna börnunum? Grunnskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna leikskólabörnum og leikskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna í grunnskóla. Félag leikskólakennara semur ekki fyrir leiðbeinendur í grunnskóla og öfugt. Kjarasamningar eru auk þess afar ólíkir hvað varðar vinnutíma og ýmsar starfsaðstæður. Hvað með undirbúning og skipulagsdaga í viðkomandi deild? Er 5 ára deildin opin í jólafríinu og yfir sumartímann? Er ekki ýmislegt sem þarf að samræma til að 5 ára deild geti verið „eðlilegur" hluti af starfsemi grunnskólans og þarf sú samræming ekki að eiga sér stað fyrst? 3. Hvað og hvernig á að kenna börnunum? Á starfsemin að vera skv. aðalnámskrá, skipulagi og hugmyndafræði leikskóla eða grunnskóla? Þegar börn fara úr leikskólanum yfir í grunnskólann verða mikil umskipti í lífi þeirra. Þau tilheyra stærri hópum í grunnskólanum og kennsluaðferðirnar eru um margt ólíkar. Leik- og grunnskólar byggja að mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og kennslufræðilegri hefð. Leikskólastarf byggir á barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski og þarfir barnsins eru í fyrirrúmi. Leikurinn er meginnámsleið barnsins og kennslutæki leikskólakennarans. Grunnskólinn byggir á kennslumiðaðri hugmyndafræði þar sem formlegt nám barnsins er í brennidepli. Fimm ára börnin í leikskólanum eru, ásamt sex ára börnunum í grunnskólanum, á mörkum skólastiga. Þroski þeirra og þekkingaröflun beinist að því að undirbúa þau undir lífið. Á síðasta ári leikskólans finna börnin fyrir sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist í þeirri ábyrgð og þeim réttindum sem felast í því að vera elstur. Börnin upplifa sig sem fyrirmyndir og mikilvæg fyrir skólastarfið og yngri börnin. Þessi tilfinning byggir upp sjálfstyrk og ábyrgðarkennd sem er eitt besta veganesti út í lífið sem til er. Það gefur auga leið að þessarar sérstöðu njóta þau ekki innan veggja grunnskólans. Ákvarðanir um menntun þurfa um fram annað að byggjast á faglegum sjónarmiðum um hvernig börn/fólk lærir best og mest á viðkomandi aldursskeiði. Undirrituð hvetja yfirvöld skólamála til að leita svara við þeim spurningum sem reifaðar eru hér að ofan, áður en ákvarðanir eru teknar sem geta verið fordæmisgefandi. Skammtímahugsun má ekki ráða þegar nám barnanna á í hlut heldur verður skýr stefna, fagmennska og framtíðarsýn að ráða ferðinni.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskólaBjörk Óttarsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskólaHaraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraFjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ," söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. Sveitarfélög standa í einhverjum tilfellum frammi fyrir því að framboð á leikskólarými annar ekki eftirspurn á meðan grunnskólabörnum fækkar og húsnæði stendur ónýtt. Þá kemur upp spurningin hvort byggja á nýjan leikskóla, stækka þá sem fyrir hendi eru eða nýta það húsnæði sem fyrir hendi er. Í ljósi efnahagsástandsins virðist það borðleggjandi að nýta tómt grunnskólahúsnæði fyrir leikskóladeildir. Það má hins vegar spyrja sig hvort hagkvæmasta lausnin sé alltaf sú besta til lengri tíma litið. Hlutirnir ganga ekki endilega best upp þar sem ákvarðanir eru teknar eingöngu út frá einum sjónarhóli, þ.e. hagsmunum pyngjunnar, þar sem markmiðið er að þétta í rifur og stoppa í göt. Þá ræður skammtímahugsun og þekkingarleysi ríkjum en ekki hugmyndafræði menntunar og skólaþróunar. Dæmi um slíkt er að taka 5 ára börn úr leikskólanum og færa inn í tóma kennslustofu í grunnskólanum án þess að hafa fengið svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru það hagsmunir barnanna sem eru hafðir að leiðarljósi? Leikskólagangan er 4-5 ár, grunnskólagangan er 10 ár. Í leikskólanum er lagður grunnur að öryggi og tengslum í umhverfi sem er hannað með það í huga að þétt utanumhald sé um hvert barn. Færri börn eru á forsjá hvers kennara og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins á forsendum barnanna. 2. Hver á að kenna börnunum? Grunnskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna leikskólabörnum og leikskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna í grunnskóla. Félag leikskólakennara semur ekki fyrir leiðbeinendur í grunnskóla og öfugt. Kjarasamningar eru auk þess afar ólíkir hvað varðar vinnutíma og ýmsar starfsaðstæður. Hvað með undirbúning og skipulagsdaga í viðkomandi deild? Er 5 ára deildin opin í jólafríinu og yfir sumartímann? Er ekki ýmislegt sem þarf að samræma til að 5 ára deild geti verið „eðlilegur" hluti af starfsemi grunnskólans og þarf sú samræming ekki að eiga sér stað fyrst? 3. Hvað og hvernig á að kenna börnunum? Á starfsemin að vera skv. aðalnámskrá, skipulagi og hugmyndafræði leikskóla eða grunnskóla? Þegar börn fara úr leikskólanum yfir í grunnskólann verða mikil umskipti í lífi þeirra. Þau tilheyra stærri hópum í grunnskólanum og kennsluaðferðirnar eru um margt ólíkar. Leik- og grunnskólar byggja að mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og kennslufræðilegri hefð. Leikskólastarf byggir á barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski og þarfir barnsins eru í fyrirrúmi. Leikurinn er meginnámsleið barnsins og kennslutæki leikskólakennarans. Grunnskólinn byggir á kennslumiðaðri hugmyndafræði þar sem formlegt nám barnsins er í brennidepli. Fimm ára börnin í leikskólanum eru, ásamt sex ára börnunum í grunnskólanum, á mörkum skólastiga. Þroski þeirra og þekkingaröflun beinist að því að undirbúa þau undir lífið. Á síðasta ári leikskólans finna börnin fyrir sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist í þeirri ábyrgð og þeim réttindum sem felast í því að vera elstur. Börnin upplifa sig sem fyrirmyndir og mikilvæg fyrir skólastarfið og yngri börnin. Þessi tilfinning byggir upp sjálfstyrk og ábyrgðarkennd sem er eitt besta veganesti út í lífið sem til er. Það gefur auga leið að þessarar sérstöðu njóta þau ekki innan veggja grunnskólans. Ákvarðanir um menntun þurfa um fram annað að byggjast á faglegum sjónarmiðum um hvernig börn/fólk lærir best og mest á viðkomandi aldursskeiði. Undirrituð hvetja yfirvöld skólamála til að leita svara við þeim spurningum sem reifaðar eru hér að ofan, áður en ákvarðanir eru teknar sem geta verið fordæmisgefandi. Skammtímahugsun má ekki ráða þegar nám barnanna á í hlut heldur verður skýr stefna, fagmennska og framtíðarsýn að ráða ferðinni.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskólaBjörk Óttarsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskólaHaraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraFjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar