Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Gunnlaugur Sigurðsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um „kynjuð ummæli" sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti „skrautdúkku". „Puntudúkka" væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa „skrautdúkku" í forsetastóli. Nú eru þetta ákaflega málefnaleg sjónarmið, svona út af fyrir sig. Þau eru það reyndar svo rækilega út af fyrir sig að þau koma málefninu ekki við. Enginn hefur haldið því fram að helsti starfi forsetans skuli vera bóklestur þótt einhverjir hafi kannski ekki vitað að forseti ætti helst ekki að vera læs. Þaðan af síður hefur því verið hreyft að forsetinn skuli vera „skrautdúkka". Enginn frambjóðendanna hefur gert það að stefnumáli sínu, þótt ótrúlegt sé, að vera „skrautdúkka". Þess vegna byrjuðu einhverjir að skima eftir því hvað frambjóðandinn gæti hafa átt við með þessum orðum. Tilvísunin í bóklestur er talin svo torræð að enginn hefur reynt að ráða þá launsögn en stjórnmálafræðingur tók sig til og reyndi að fá einhverja glætu í varnaðarorð frambjóðandans um „skrautdúkkuna". Niðurstaða stjórnmálafræðingsins er sú, að með „skrautdúkku" sé frambjóðandinn að vísa til tiltekins annars frambjóðanda, konu, og lýsa með þessu vel valda hugtaki skoðun sinni á persónu hennar. Stjórnmálafræðingurinn hefur gert að aðalatriði þessa máls að í orðum frambjóðandans felist „kynjuð" afstaða til persónu hins frambjóðandans. Lætur sem sagt ekki nægja að upplýsa það sem augljóst er að með orðum sínum lýsir frambjóðandinn einfaldlega fyrirlitningu sinni á persónu mótframbjóðanda síns heldur sé sú fyrirlitning „kynjuð". Það þýðir að frambjóðandinn hafi með „skrautdúkkunni" dregið upp afskræmda mynd af persónu keppinautar síns sem rímaði sérstaklega við kyn hennar. „Skrautdúkka" sé afskræming í orðum á persónu manneskju og sú afskræming sé sérstaklega bundin við konur. Ekki er auðvelt að hafna þessari niðurstöðu því varla félli það að málvitund okkar að karlmaður sé kallaður „skautdúkka" í embætti. Ekki bara vegna kyns þessa orðs, „skrautdúkka", heldur vegna þess að upptök sjálfrar samlíkingarinnar er að finna í þeim landlæga óhróðri um konur að þær gegni því hlutverki best í framvindu mannkynssögunnar að vera til skrauts. Frambjóðandinn bregst við þessari niðurstöðu stjórnmálafræðingsins eftir eðli sínu, hefði hann líklega sjálfur sagt við annað tækifæri. Hann er staðinn að niðrandi dylgjum um persónu keppinautar síns. Hann segir ekki beinum orðum við hvern hann á né hvað hann meinar nákvæmlega, lesandans er að geta sér til um það. Þetta er listin að dylgja eins og hún gerist best af langri æfingu í leðjuslag stjórnmála og valdabrölts. En í stað þess að gangast við athæfi sínu ber frambjóðandinn stjórnmálafræðinginn sökum um að vera sjálf að „dylgja" um það sem hún þó fullyrti berum orðum. Eftirleikurinn kemur svo af sjálfu sér hjá vönum manni. Skinhelgi, heitir það. Að vísu nýlega aflögð aðferðafræði hjá biskupsembættinu en gæti dugað eitthvað enn í forsetaembættinu, ef svo fer fram sem horfir. Skýrt orðaðar ásakanir séu „dylgjur", því varla er hægt að hugsa sér að hans heilagleiki sé borinn sökum beinum orðum. Eftir fylgir svo löng lofræða um eigin verðleika sem gera höfund hennar hafinn yfir minnsta grun um „kynjuð" sjónarmið, hvað þá annað. Hann hafi þvert á móti sýnt keppinaut sínum „virðingu með því að ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem hún hefur sett fram um forsetaembættið". Maður er auðvitað snortinn af slíkri göfgi, að frambjóðandinn skuli náðarsamlegast ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem „skrautdúkka" hefur sett fram um forsetaembættið. En göfugt hugarfar frambjóðandans á sér eðlilegar skýringar í „viðhorfum" hans og „sjónarmiðum" sem hann segir hóp nafngreindra „sjálfstæðra og sterkra kvenna" hafa átt stærstan þátt í að móta. Það er sannarlega þakkarvert að slíkar konur hafi forðað frambjóðandanum frá yfirvofandi ranghugmyndum um konur. Nú er bara að vona að hann standist þá freistingu að hafa þær í þakklætisskyni til skrauts í kosningabaráttunni. Í algeru framhjáhlaupi tekst svo frambjóðandanum að upplýsa okkur um það hver stjórnmálafræðingurinn sé sem hafi vogað sér að „dylgja" um hann. Nafngreinir hana, en minnist hvorki á starf hennar né háskólagráðu: „Rósa Guðrún Erlingsdóttir, ræðumaður á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar". Hvernig væri: „Ólafur Ragnar Grímsson, farþegi í einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar"? Var einhver að tala um eðli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um „kynjuð ummæli" sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti „skrautdúkku". „Puntudúkka" væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa „skrautdúkku" í forsetastóli. Nú eru þetta ákaflega málefnaleg sjónarmið, svona út af fyrir sig. Þau eru það reyndar svo rækilega út af fyrir sig að þau koma málefninu ekki við. Enginn hefur haldið því fram að helsti starfi forsetans skuli vera bóklestur þótt einhverjir hafi kannski ekki vitað að forseti ætti helst ekki að vera læs. Þaðan af síður hefur því verið hreyft að forsetinn skuli vera „skrautdúkka". Enginn frambjóðendanna hefur gert það að stefnumáli sínu, þótt ótrúlegt sé, að vera „skrautdúkka". Þess vegna byrjuðu einhverjir að skima eftir því hvað frambjóðandinn gæti hafa átt við með þessum orðum. Tilvísunin í bóklestur er talin svo torræð að enginn hefur reynt að ráða þá launsögn en stjórnmálafræðingur tók sig til og reyndi að fá einhverja glætu í varnaðarorð frambjóðandans um „skrautdúkkuna". Niðurstaða stjórnmálafræðingsins er sú, að með „skrautdúkku" sé frambjóðandinn að vísa til tiltekins annars frambjóðanda, konu, og lýsa með þessu vel valda hugtaki skoðun sinni á persónu hennar. Stjórnmálafræðingurinn hefur gert að aðalatriði þessa máls að í orðum frambjóðandans felist „kynjuð" afstaða til persónu hins frambjóðandans. Lætur sem sagt ekki nægja að upplýsa það sem augljóst er að með orðum sínum lýsir frambjóðandinn einfaldlega fyrirlitningu sinni á persónu mótframbjóðanda síns heldur sé sú fyrirlitning „kynjuð". Það þýðir að frambjóðandinn hafi með „skrautdúkkunni" dregið upp afskræmda mynd af persónu keppinautar síns sem rímaði sérstaklega við kyn hennar. „Skrautdúkka" sé afskræming í orðum á persónu manneskju og sú afskræming sé sérstaklega bundin við konur. Ekki er auðvelt að hafna þessari niðurstöðu því varla félli það að málvitund okkar að karlmaður sé kallaður „skautdúkka" í embætti. Ekki bara vegna kyns þessa orðs, „skrautdúkka", heldur vegna þess að upptök sjálfrar samlíkingarinnar er að finna í þeim landlæga óhróðri um konur að þær gegni því hlutverki best í framvindu mannkynssögunnar að vera til skrauts. Frambjóðandinn bregst við þessari niðurstöðu stjórnmálafræðingsins eftir eðli sínu, hefði hann líklega sjálfur sagt við annað tækifæri. Hann er staðinn að niðrandi dylgjum um persónu keppinautar síns. Hann segir ekki beinum orðum við hvern hann á né hvað hann meinar nákvæmlega, lesandans er að geta sér til um það. Þetta er listin að dylgja eins og hún gerist best af langri æfingu í leðjuslag stjórnmála og valdabrölts. En í stað þess að gangast við athæfi sínu ber frambjóðandinn stjórnmálafræðinginn sökum um að vera sjálf að „dylgja" um það sem hún þó fullyrti berum orðum. Eftirleikurinn kemur svo af sjálfu sér hjá vönum manni. Skinhelgi, heitir það. Að vísu nýlega aflögð aðferðafræði hjá biskupsembættinu en gæti dugað eitthvað enn í forsetaembættinu, ef svo fer fram sem horfir. Skýrt orðaðar ásakanir séu „dylgjur", því varla er hægt að hugsa sér að hans heilagleiki sé borinn sökum beinum orðum. Eftir fylgir svo löng lofræða um eigin verðleika sem gera höfund hennar hafinn yfir minnsta grun um „kynjuð" sjónarmið, hvað þá annað. Hann hafi þvert á móti sýnt keppinaut sínum „virðingu með því að ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem hún hefur sett fram um forsetaembættið". Maður er auðvitað snortinn af slíkri göfgi, að frambjóðandinn skuli náðarsamlegast ræða á málefnalegum grundvelli þau sjónarmið sem „skrautdúkka" hefur sett fram um forsetaembættið. En göfugt hugarfar frambjóðandans á sér eðlilegar skýringar í „viðhorfum" hans og „sjónarmiðum" sem hann segir hóp nafngreindra „sjálfstæðra og sterkra kvenna" hafa átt stærstan þátt í að móta. Það er sannarlega þakkarvert að slíkar konur hafi forðað frambjóðandanum frá yfirvofandi ranghugmyndum um konur. Nú er bara að vona að hann standist þá freistingu að hafa þær í þakklætisskyni til skrauts í kosningabaráttunni. Í algeru framhjáhlaupi tekst svo frambjóðandanum að upplýsa okkur um það hver stjórnmálafræðingurinn sé sem hafi vogað sér að „dylgja" um hann. Nafngreinir hana, en minnist hvorki á starf hennar né háskólagráðu: „Rósa Guðrún Erlingsdóttir, ræðumaður á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar". Hvernig væri: „Ólafur Ragnar Grímsson, farþegi í einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar"? Var einhver að tala um eðli?