Að varðveita sögu allra Svanhildur Bogadóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands. Því miður hefur ekki mikið varðveist í skjölum af heimildum um fólk sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum, fortíð þeirra, líðan eftir að þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að aðlagast íslenskum aðstæðum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt taka við skjalasöfnum einstaklinga og hafa einungis örfá skjalasöfn Íslendinga af erlendum uppruna ratað inn til þeirra. Mikilvægt er að saga þeirra sé skráð og varðveitt til þess að við skiljum betur aðstæður þeirra og fortíð en ekki síður að varðveittar séu heimildir um líf þeirra eftir komuna til Íslands. Við þurfum að hafa heimildir fyrir framtíðina til að geta kafað dýpra en einungis að hafa svör við spurningunni sígildu „How do you like Iceland?" Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl fólks af erlendum uppruna til varðveislu. Bæði getur verið um að ræða skjöl einstaklinga, fjölskyldna þeirra og ekki síður félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi eða ljósmynd til stærri safna og bæði frá árunum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum eftir komu til landsins. Þau verða skráð og varðveitt í skjalageymslu safnsins gefanda að kostnaðarlausu. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyfis viðkomandi. Þjóðerni, atvinna eða aldur skiptir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungumáli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis handskrifuð bréf, útprentun á tölvubréfum, dagbækur, póstkort, tækifæriskort, heimilisbókhald, ljósmyndir og aðrar heimildir um líf einstaklinga. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá sendar frásagnir, á hvaða formi sem er, af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bakgrunni innflytjenda. Hægt er að senda þær merktar eða nafnlaust til safnsins. Skjöl Reykvíkinga af erlendum uppruna eru mikilvæg til að hægt sé að skrá og varðveita sögu þeirra, sem einstaklinga og hóps, fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Skjölin verða varðveitt fyrir komandi kynslóðir til fræðslu, rannsókna og upplýsingar. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Utan Reykjavíkur taka héraðsskjalasöfn á hverju svæði skjöl til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband í síma 4116060, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkaþjónustu ef þess er óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands. Því miður hefur ekki mikið varðveist í skjölum af heimildum um fólk sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum, fortíð þeirra, líðan eftir að þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að aðlagast íslenskum aðstæðum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt taka við skjalasöfnum einstaklinga og hafa einungis örfá skjalasöfn Íslendinga af erlendum uppruna ratað inn til þeirra. Mikilvægt er að saga þeirra sé skráð og varðveitt til þess að við skiljum betur aðstæður þeirra og fortíð en ekki síður að varðveittar séu heimildir um líf þeirra eftir komuna til Íslands. Við þurfum að hafa heimildir fyrir framtíðina til að geta kafað dýpra en einungis að hafa svör við spurningunni sígildu „How do you like Iceland?" Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl fólks af erlendum uppruna til varðveislu. Bæði getur verið um að ræða skjöl einstaklinga, fjölskyldna þeirra og ekki síður félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi eða ljósmynd til stærri safna og bæði frá árunum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum eftir komu til landsins. Þau verða skráð og varðveitt í skjalageymslu safnsins gefanda að kostnaðarlausu. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyfis viðkomandi. Þjóðerni, atvinna eða aldur skiptir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungumáli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis handskrifuð bréf, útprentun á tölvubréfum, dagbækur, póstkort, tækifæriskort, heimilisbókhald, ljósmyndir og aðrar heimildir um líf einstaklinga. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá sendar frásagnir, á hvaða formi sem er, af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bakgrunni innflytjenda. Hægt er að senda þær merktar eða nafnlaust til safnsins. Skjöl Reykvíkinga af erlendum uppruna eru mikilvæg til að hægt sé að skrá og varðveita sögu þeirra, sem einstaklinga og hóps, fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Skjölin verða varðveitt fyrir komandi kynslóðir til fræðslu, rannsókna og upplýsingar. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Utan Reykjavíkur taka héraðsskjalasöfn á hverju svæði skjöl til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband í síma 4116060, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkaþjónustu ef þess er óskað.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun