Vinkonan í ESB Valborg Ösp Á. Warén skrifar 15. maí 2012 06:00 Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en „kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona „kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum. Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég! En eina af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána. Fyrir nokkrum árum kom út skýrsla á vegum Neytendasamtakanna og í henni var farið yfir muninn á húsnæðislánum hér á landi og svo í tíu öðrum Evrópuríkjum. Í þessari skýrslu kom fram að það er mun hagstæðara að taka lán í öðrum ríkjum þar sem vextir hér á landi eru allt að sjö prósentum hærri, sem þýðir að meðalfjölskyldan er að greiða mörg hundruð þúsund krónur í vexti á hverju ári. Það er endalaust hægt að tala um sértækt úrræði fyrir heimilin en ég vil lausnir til frambúðar, ég vil geta keypt mér eign og borgað af mínum lánum við hver mánaðamót án þess að lánin hækki um nokkra tugi þúsundkalla mánaðarlega. Með upptöku evrunnar munum við sjá eignarhlut okkar stækka í takt við það sem greitt er af húsnæðislánum. Við munum geta haldið frábær matarboð í íbúðinni sem við eigum eitthvað í og skálað í ódýrara áfengi í fínu, nýju fötunum okkar. Já, eða svona nokkurn veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en „kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona „kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum. Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég! En eina af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána. Fyrir nokkrum árum kom út skýrsla á vegum Neytendasamtakanna og í henni var farið yfir muninn á húsnæðislánum hér á landi og svo í tíu öðrum Evrópuríkjum. Í þessari skýrslu kom fram að það er mun hagstæðara að taka lán í öðrum ríkjum þar sem vextir hér á landi eru allt að sjö prósentum hærri, sem þýðir að meðalfjölskyldan er að greiða mörg hundruð þúsund krónur í vexti á hverju ári. Það er endalaust hægt að tala um sértækt úrræði fyrir heimilin en ég vil lausnir til frambúðar, ég vil geta keypt mér eign og borgað af mínum lánum við hver mánaðamót án þess að lánin hækki um nokkra tugi þúsundkalla mánaðarlega. Með upptöku evrunnar munum við sjá eignarhlut okkar stækka í takt við það sem greitt er af húsnæðislánum. Við munum geta haldið frábær matarboð í íbúðinni sem við eigum eitthvað í og skálað í ódýrara áfengi í fínu, nýju fötunum okkar. Já, eða svona nokkurn veginn.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar