Brandarinn um Boot Camp Sóley Tómasdóttir og Torfi Hjartarson skrifar 10. maí 2012 06:00 Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupplifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verðmæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hagsmunum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipulagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúðasniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgir mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssamgöngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Bandaríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafnvel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliðaárnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupplifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verðmæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hagsmunum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipulagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúðasniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgir mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssamgöngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Bandaríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafnvel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliðaárnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar