Það er töff að nota hjálm Aðalheiður Dögg Finnsdóttir skrifar 5. maí 2012 06:00 Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstaklinga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitthvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugsaði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á andlega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleyðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmis konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einungis áhrif á hana heldur einnig fjölskyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru forréttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstaklinga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitthvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugsaði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á andlega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleyðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmis konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einungis áhrif á hana heldur einnig fjölskyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru forréttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun