Hamingjan og Íslendingar Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2012 06:00 Það er oft dregin upp sú mynd að það séu pálmatré, hengirúm og sólarströnd sem séu lykillinn að hamingjunni, en ekki hrímkaldur myrkvaður vetrarmorgunn á hjara veraldar eins og við þekkjum. Rannsóknir styðja þó hins vegar að hamingjuna virðist frekar vera að finna á norðlægum stöðum heldur en þegar nær dregur miðbaug. Tæplega er það eingöngu vegna veðursins heldur gæti ég trúað að svarið liggi frekar í menningu þeirra landa sem mælast hamingjusömust. Happ í hugtakinu happiness kemur úr íslensku. Happ merkir reyndar lukka en hugtakið hamingja þykir hafa dýpri merkingu. Hamingjuna er erfitt að skilgreina, helst hefur hún verið skilgreind sem ákveðið hugarástand s.s. sátt, þakklæti, sæla, farsæld eða einhverskonar afleiðing af réttri breytni. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að við Íslendingar mælumst með hamingjusömustu þjóðum í heimi. Dæmi um slíkar rannsóknir finnast víða, t.d. hjá Ruut Veenhoven, University of Rotterdam (sjá http://worlddatabaseofhappiness.eur.nl), Gallup rannsóknir og Eurobarometer, og rannsóknir hjá Landlæknisembættinu (sjá hjá Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og http://www2.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/2827). Ruut Veenhoven hefur verið ötull mælingarmaður á hamingjuna og hefur einfaldlega beðið fólk með jafnvel einni spurningu að meta líf sitt á bilinu 1 – 10, því hærri tala, eftir því sem þú telur þig, því hamingjusamari. Hann telur sig vera að mæla hamingjutilfinningu sem er djúpstæðari en hér og nú, því er mikil fylgni milli tölunnar sem við nefnum viku eftir viku. Það er athyglisvert að hann fær aldrei það viðkvæði að svarandi skilji ekki spurninguna, en hann hefur spurt fólk um nánast allan heim í hinum ólíklegustu menningarsamfélögum. Við mældumst hæst í hamingjunni sem þjóð árið 2003, eða með 8,3. Mældumst 7,8 árið 2008 og 2009. Í dag er meðalhamingja þjóða 6,0 skv. Ruut Veenhoven (2011). Danir mældust í nýjustu könnuninni 8,5 sem er ein hæsta mæling þjóðar sem sést hefur. Nú getur hver sem er velt því fyrir sér, hvaða einkunn hann gefur sjálfum sér á þessum mælingarkvarða, einnig er áhugavert að bæta þá við spurningunni „hvað er það sem þú getur sjálf/ur gert til að talan hækki um 0,5?". Það er spennandi að skoða hvað einkennir samfélög þar sem mikil almenn hamingja mælist. Traust er afar mikilvægt og sú tilfinning að tilheyra samfélagi. Því hefur hingað til verið tekið af kaldhæðni hversu hamingjusöm við hér á landi mældumst. Hér er talsverð lyfjataka og þunglyndi mælist víða svo ekki sé nefnt efnahagslega hrunið og hvað stjórnsýslan er götótt. En ef við rýnum í aðstæður okkar má kannski segja að við höfum hingað til haft fulla ástæðu til að mælast hamingjusöm. Atvinnuleysi hefur ekki verið ríkjandi vandamál sl. áratugi þar til nú og mælist atvinnuleysið hjá okkur þó lægra en víða í Evrópu. Hér eru sterk fjölskyldu- og félagstengsl. Gott aðgengi að menntun og góð heilbrigðisþjónusta hefur fylgt okkur lengi. Vissulega er breytt landslag eftir hrun, en við höfum þó ennþá grundvöll til að hér ríki almenn farsæld og hamingja. Hamingja Íslendinga virðist hafa minnkað til muna við nýjustu mælinguna og ekki kæmi á óvart að það væri ekki síður vegna trausts í samfélaginu og trú á réttlátt samfélag fyrir alla heldur en að það sé skortur á peningum. Fylgni við peninga er klárlega til staðar ef við höfum ekki í okkur og á, en þegar við höfum „nóg", eru það klárlega aðrir þættir sem mælast í meiri fylgni við hamingjuna heldur en peningar. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt litla fylgni, stundum neikvæða og stundum enga milli peninga og hamingju. Það eru mannleg samskipti, virkni, þátttaka, jákvætt viðhorf, þakklæti og það að láta gott af sér leiða sem gerir okkur hamingjusöm. Kyrrseta og aðgerðarleysi eykur óhamingju. Vertu lítið einn með sjálfum þér, taktu þátt í félagsstörfum eða sjálfboðaliðastörfum viljir þú vera hamingjusamur. Bretar og fleiri þjóðir hafa sett á laggirnar sérstakar stofnanir til að mæla almenna hamingju og til að þróa hamingjuvísitölu, sem beri að nota samhliða hagvaxtarvísitölunni, þ.e. er gengið til góðs fram á veg. Þetta er eitthvað sem væri skemmtilegt viðfangsefni hér á landi. Í lokin vil ég segja frá því að það er til félag um jákvæða sálfræði og upplýsingar um félagið má m.a. finna á fésbókinni. Heimasíða félagsins mun birtast með haustinu, en til bráðabirgða má finna upplýsingar á: http://jasalar.wikispaces.com/home. Félagsmenn eru áhugafólk og fagfólk sem hefur áhuga á heilbrigði og farsæld og vill fræðast um jákvæða sálfræði og hamingjufræði, nýir félagar eru velkomnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er oft dregin upp sú mynd að það séu pálmatré, hengirúm og sólarströnd sem séu lykillinn að hamingjunni, en ekki hrímkaldur myrkvaður vetrarmorgunn á hjara veraldar eins og við þekkjum. Rannsóknir styðja þó hins vegar að hamingjuna virðist frekar vera að finna á norðlægum stöðum heldur en þegar nær dregur miðbaug. Tæplega er það eingöngu vegna veðursins heldur gæti ég trúað að svarið liggi frekar í menningu þeirra landa sem mælast hamingjusömust. Happ í hugtakinu happiness kemur úr íslensku. Happ merkir reyndar lukka en hugtakið hamingja þykir hafa dýpri merkingu. Hamingjuna er erfitt að skilgreina, helst hefur hún verið skilgreind sem ákveðið hugarástand s.s. sátt, þakklæti, sæla, farsæld eða einhverskonar afleiðing af réttri breytni. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að við Íslendingar mælumst með hamingjusömustu þjóðum í heimi. Dæmi um slíkar rannsóknir finnast víða, t.d. hjá Ruut Veenhoven, University of Rotterdam (sjá http://worlddatabaseofhappiness.eur.nl), Gallup rannsóknir og Eurobarometer, og rannsóknir hjá Landlæknisembættinu (sjá hjá Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og http://www2.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/2827). Ruut Veenhoven hefur verið ötull mælingarmaður á hamingjuna og hefur einfaldlega beðið fólk með jafnvel einni spurningu að meta líf sitt á bilinu 1 – 10, því hærri tala, eftir því sem þú telur þig, því hamingjusamari. Hann telur sig vera að mæla hamingjutilfinningu sem er djúpstæðari en hér og nú, því er mikil fylgni milli tölunnar sem við nefnum viku eftir viku. Það er athyglisvert að hann fær aldrei það viðkvæði að svarandi skilji ekki spurninguna, en hann hefur spurt fólk um nánast allan heim í hinum ólíklegustu menningarsamfélögum. Við mældumst hæst í hamingjunni sem þjóð árið 2003, eða með 8,3. Mældumst 7,8 árið 2008 og 2009. Í dag er meðalhamingja þjóða 6,0 skv. Ruut Veenhoven (2011). Danir mældust í nýjustu könnuninni 8,5 sem er ein hæsta mæling þjóðar sem sést hefur. Nú getur hver sem er velt því fyrir sér, hvaða einkunn hann gefur sjálfum sér á þessum mælingarkvarða, einnig er áhugavert að bæta þá við spurningunni „hvað er það sem þú getur sjálf/ur gert til að talan hækki um 0,5?". Það er spennandi að skoða hvað einkennir samfélög þar sem mikil almenn hamingja mælist. Traust er afar mikilvægt og sú tilfinning að tilheyra samfélagi. Því hefur hingað til verið tekið af kaldhæðni hversu hamingjusöm við hér á landi mældumst. Hér er talsverð lyfjataka og þunglyndi mælist víða svo ekki sé nefnt efnahagslega hrunið og hvað stjórnsýslan er götótt. En ef við rýnum í aðstæður okkar má kannski segja að við höfum hingað til haft fulla ástæðu til að mælast hamingjusöm. Atvinnuleysi hefur ekki verið ríkjandi vandamál sl. áratugi þar til nú og mælist atvinnuleysið hjá okkur þó lægra en víða í Evrópu. Hér eru sterk fjölskyldu- og félagstengsl. Gott aðgengi að menntun og góð heilbrigðisþjónusta hefur fylgt okkur lengi. Vissulega er breytt landslag eftir hrun, en við höfum þó ennþá grundvöll til að hér ríki almenn farsæld og hamingja. Hamingja Íslendinga virðist hafa minnkað til muna við nýjustu mælinguna og ekki kæmi á óvart að það væri ekki síður vegna trausts í samfélaginu og trú á réttlátt samfélag fyrir alla heldur en að það sé skortur á peningum. Fylgni við peninga er klárlega til staðar ef við höfum ekki í okkur og á, en þegar við höfum „nóg", eru það klárlega aðrir þættir sem mælast í meiri fylgni við hamingjuna heldur en peningar. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt litla fylgni, stundum neikvæða og stundum enga milli peninga og hamingju. Það eru mannleg samskipti, virkni, þátttaka, jákvætt viðhorf, þakklæti og það að láta gott af sér leiða sem gerir okkur hamingjusöm. Kyrrseta og aðgerðarleysi eykur óhamingju. Vertu lítið einn með sjálfum þér, taktu þátt í félagsstörfum eða sjálfboðaliðastörfum viljir þú vera hamingjusamur. Bretar og fleiri þjóðir hafa sett á laggirnar sérstakar stofnanir til að mæla almenna hamingju og til að þróa hamingjuvísitölu, sem beri að nota samhliða hagvaxtarvísitölunni, þ.e. er gengið til góðs fram á veg. Þetta er eitthvað sem væri skemmtilegt viðfangsefni hér á landi. Í lokin vil ég segja frá því að það er til félag um jákvæða sálfræði og upplýsingar um félagið má m.a. finna á fésbókinni. Heimasíða félagsins mun birtast með haustinu, en til bráðabirgða má finna upplýsingar á: http://jasalar.wikispaces.com/home. Félagsmenn eru áhugafólk og fagfólk sem hefur áhuga á heilbrigði og farsæld og vill fræðast um jákvæða sálfræði og hamingjufræði, nýir félagar eru velkomnir.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun