Mannréttindi heima og heiman Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Samkvæmt Íslenskri orðabók eru mannréttindi „tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum". Mannréttindahugtakið hefur þróast í margar aldir. Fyrst um sinn náði það einkum utan um borgaraleg réttindi hins frjálsa manns, en ekki hinna sem voru ófrjálsir eða ófrjálsar. Í dag þætti fjarstæðukennt hér á landi að ætla aðeins sumum að njóta kosningaréttar, en ekki þarf að líta nema hundrað ár aftur í tímann til að sjá allt annan veruleika.En hvernig er staða mannréttindahugtaksins á Íslandi í dag? Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina aðkomu íslenskra stjórnvalda að mannréttindamálum hér innanlands og utan og gera hana markvissari í framkvæmd. Mannréttindi skipa nú sérstakan sess í innanríkisráðuneytinu en snerta engu að síður starfsemi allra ráðuneyta, beint og óbeint. Velferðarráðuneytið fer þar með sérlega mikilvægt hlutverk, enda er aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu samofið mannréttindahugtakinu eins og það hefur þróast. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti eru einnig þýðingarmikil í þessu sambandi og eiga þessi ráðuneyti öll ómetanlegt samstarf um mannréttindamál. Á þetta ekki síst við um mótun landsáætlunar í mannréttindamálum sem nú stendur yfir en markmiðið með henni er að mannréttindasjónarmið eigi að vera undirstaða allrar stefnumörkunar í samfélaginu og í verkum stjórnvalda.Alþjóðlegt samstarf nauðyn Mannréttindi eru bæði innlent og alþjóðlegt viðfangsefni. Frá stofnun hafa Sameinuðu þjóðirnar sett mannréttindi í öndvegi, enda var ljóst eftir seinni heimstyrjöld að alþjóðleg samstaða yrði að ríkja um virðingu fyrir mannréttindum. Með Mannréttindasáttmála Evrópu, sem samþykktur var um miðja síðustu öld, tóku ríki álfunnar höndum saman í von um að tryggja frið, frelsi og mannréttindi. Starf Evrópuráðsins er hornsteinn mannréttindamála í Evrópu og hefur Ísland tekið þátt í starfi ráðsins frá árinu 1950. Mannréttindasáttmálar Evrópuráðsins hafi haft veigamikla þýðingu fyrir þróun mannréttinda á Íslandi og er nýlegasta dæmið samningur Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Fullgilding hans stendur nú fyrir dyrum hér á landi og í undirbúningi er átak til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Eftir hrun hefur dregið úr formlegri aðkomu Íslands að starfi Evrópuráðsins en það er álitamál hve lengi skuli svo búið um hnúta. Mannréttindastarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins er mikilvægasta alþjóðlega samstarf sem Ísland tekur þátt í, enda hefur það bein áhrif hér heima sem og utan landsteinanna.Athugasemdir mannréttindaráðs Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sátu íslensk stjórnvöld nýverið fyrir svörum í svonefndu Universal Periodic Review (UPR). Þetta er ný tilhögun á vettvangi mannréttindaráðs SÞ sem er ætlað að varpa ljósi á það sem vel er gert í framkvæmd mannréttindamála en einnig að vekja athygli á því sem betur mætti fara. Eins og heitið gefur til kynna er áhersla á að skoðunin fari fram á jafningjagrundvelli ríkja. Ríkin beina tilmælum hvert til annars en umfjöllunarefnið hverju sinni er ástand mannréttindamála í því ríki sem situr fyrir svörum, ekki þeirra ríkja sem leggja fram tillögur. Fyrirspurnir og tillögur annarra ríkja, sem settar voru fram í fyrirtöku Íslands, hafa verið aðgengilegar á vefsíðu mannréttindaráðsins um nokkurt skeið, auk þess sem gerð var grein fyrir þeim á vef innanríkisráðuneytisins og á opnum fundi í Hörpu þann 9. desember sl. Lokaskýrsla fyrirtektarinnar var tekin til samþykktar á fundi mannréttindaráðsins 15. mars sl. Íslensk stjórnvöld fengu fjölmargar jákvæðar athugasemdir í UPR-ferlinu og er litið til Íslands sem fyrirmyndar á sumum sviðum. Fulltrúar í mannréttindaráðinu veittu meðal annars athygli aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að vinna að jafnrétti kynjanna, aðgerðum gegn mansali og vændi, bættri löggjöf um hælisleitendur, auk þess sem Barnahúsinu var hrósað sérstaklega og stjórnvöld hvött til þess að vinna að útbreiðslu þess á alþjóðavettvangi svo eitthvað sé nefnt. Eftir skoðun sérfræðinga stjórnsýslunnar samþykktu íslensk stjórnvöld ríflega 67 af þeim 84 athugasemdum sem settar voru fram eða lýstu því yfir að þær væru þegar komnar til framkvæmda. Um 12 athugasemdir verða teknar til skoðunar og kannað hvort ástæða sé til að verða við þeim. Flestar athugasemdanna lutu að áhyggjum af stöðu útlendinga, kynbundnu ofbeldi og meðferð kynferðisbrota og heimilisofbeldismála, kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, jafnrétti kynjanna og fangelsismálum. Einnig voru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á laggirnar innlendri mannréttindastofnun í samræmi við alþjóðleg viðmið og undirgangast ýmsar mannréttindaskuldbindingar.Verk að vinna Það er okkar mat að Íslendingar hafi verk að vinna í mannréttindamálum, bæði heima og heiman. Í því skyni þarf að efla framlag Íslands á því sviði. Ábendingar erlendis frá tökum við alvarlega, útskýrum okkar málstað ef með þarf og færum hlutina til betri vegar eftir því sem við á. Ísland á í engu að vera eftirbátur annarra þjóða í mannréttindamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Ögmundur Jónasson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri orðabók eru mannréttindi „tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum". Mannréttindahugtakið hefur þróast í margar aldir. Fyrst um sinn náði það einkum utan um borgaraleg réttindi hins frjálsa manns, en ekki hinna sem voru ófrjálsir eða ófrjálsar. Í dag þætti fjarstæðukennt hér á landi að ætla aðeins sumum að njóta kosningaréttar, en ekki þarf að líta nema hundrað ár aftur í tímann til að sjá allt annan veruleika.En hvernig er staða mannréttindahugtaksins á Íslandi í dag? Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina aðkomu íslenskra stjórnvalda að mannréttindamálum hér innanlands og utan og gera hana markvissari í framkvæmd. Mannréttindi skipa nú sérstakan sess í innanríkisráðuneytinu en snerta engu að síður starfsemi allra ráðuneyta, beint og óbeint. Velferðarráðuneytið fer þar með sérlega mikilvægt hlutverk, enda er aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu samofið mannréttindahugtakinu eins og það hefur þróast. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti eru einnig þýðingarmikil í þessu sambandi og eiga þessi ráðuneyti öll ómetanlegt samstarf um mannréttindamál. Á þetta ekki síst við um mótun landsáætlunar í mannréttindamálum sem nú stendur yfir en markmiðið með henni er að mannréttindasjónarmið eigi að vera undirstaða allrar stefnumörkunar í samfélaginu og í verkum stjórnvalda.Alþjóðlegt samstarf nauðyn Mannréttindi eru bæði innlent og alþjóðlegt viðfangsefni. Frá stofnun hafa Sameinuðu þjóðirnar sett mannréttindi í öndvegi, enda var ljóst eftir seinni heimstyrjöld að alþjóðleg samstaða yrði að ríkja um virðingu fyrir mannréttindum. Með Mannréttindasáttmála Evrópu, sem samþykktur var um miðja síðustu öld, tóku ríki álfunnar höndum saman í von um að tryggja frið, frelsi og mannréttindi. Starf Evrópuráðsins er hornsteinn mannréttindamála í Evrópu og hefur Ísland tekið þátt í starfi ráðsins frá árinu 1950. Mannréttindasáttmálar Evrópuráðsins hafi haft veigamikla þýðingu fyrir þróun mannréttinda á Íslandi og er nýlegasta dæmið samningur Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Fullgilding hans stendur nú fyrir dyrum hér á landi og í undirbúningi er átak til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Eftir hrun hefur dregið úr formlegri aðkomu Íslands að starfi Evrópuráðsins en það er álitamál hve lengi skuli svo búið um hnúta. Mannréttindastarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins er mikilvægasta alþjóðlega samstarf sem Ísland tekur þátt í, enda hefur það bein áhrif hér heima sem og utan landsteinanna.Athugasemdir mannréttindaráðs Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sátu íslensk stjórnvöld nýverið fyrir svörum í svonefndu Universal Periodic Review (UPR). Þetta er ný tilhögun á vettvangi mannréttindaráðs SÞ sem er ætlað að varpa ljósi á það sem vel er gert í framkvæmd mannréttindamála en einnig að vekja athygli á því sem betur mætti fara. Eins og heitið gefur til kynna er áhersla á að skoðunin fari fram á jafningjagrundvelli ríkja. Ríkin beina tilmælum hvert til annars en umfjöllunarefnið hverju sinni er ástand mannréttindamála í því ríki sem situr fyrir svörum, ekki þeirra ríkja sem leggja fram tillögur. Fyrirspurnir og tillögur annarra ríkja, sem settar voru fram í fyrirtöku Íslands, hafa verið aðgengilegar á vefsíðu mannréttindaráðsins um nokkurt skeið, auk þess sem gerð var grein fyrir þeim á vef innanríkisráðuneytisins og á opnum fundi í Hörpu þann 9. desember sl. Lokaskýrsla fyrirtektarinnar var tekin til samþykktar á fundi mannréttindaráðsins 15. mars sl. Íslensk stjórnvöld fengu fjölmargar jákvæðar athugasemdir í UPR-ferlinu og er litið til Íslands sem fyrirmyndar á sumum sviðum. Fulltrúar í mannréttindaráðinu veittu meðal annars athygli aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að vinna að jafnrétti kynjanna, aðgerðum gegn mansali og vændi, bættri löggjöf um hælisleitendur, auk þess sem Barnahúsinu var hrósað sérstaklega og stjórnvöld hvött til þess að vinna að útbreiðslu þess á alþjóðavettvangi svo eitthvað sé nefnt. Eftir skoðun sérfræðinga stjórnsýslunnar samþykktu íslensk stjórnvöld ríflega 67 af þeim 84 athugasemdum sem settar voru fram eða lýstu því yfir að þær væru þegar komnar til framkvæmda. Um 12 athugasemdir verða teknar til skoðunar og kannað hvort ástæða sé til að verða við þeim. Flestar athugasemdanna lutu að áhyggjum af stöðu útlendinga, kynbundnu ofbeldi og meðferð kynferðisbrota og heimilisofbeldismála, kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, jafnrétti kynjanna og fangelsismálum. Einnig voru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á laggirnar innlendri mannréttindastofnun í samræmi við alþjóðleg viðmið og undirgangast ýmsar mannréttindaskuldbindingar.Verk að vinna Það er okkar mat að Íslendingar hafi verk að vinna í mannréttindamálum, bæði heima og heiman. Í því skyni þarf að efla framlag Íslands á því sviði. Ábendingar erlendis frá tökum við alvarlega, útskýrum okkar málstað ef með þarf og færum hlutina til betri vegar eftir því sem við á. Ísland á í engu að vera eftirbátur annarra þjóða í mannréttindamálum.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun