Rammaáætlun markar sátt um nýtingu og verndun Oddný Harðardóttir skrifar 12. apríl 2012 06:00 Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í lögunum er kveðið á um að flokka beri virkjunarkosti í verndarflokk, orkunýtingarflokk eða þá biðflokk ef „fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa ekki nægilega afgerandi til kynna í hvorn flokkinn virkjunarkostirnir ættu að falla". Ákveðin varúðarsjónarmið liggja að baki þessari hugsun laganna varðandi biðflokkinn. Ferlið við gerð rammáætlunar er skýrt afmarkað í lögum og var því að öllu leyti fylgt við gerð þeirrar þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir. Þingsályktunartillagan byggir á tillögum verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar sem skilaði lokaskýrslu sinni til ráðherra þann 5. júlí 2011. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar. Var því farið í þá vegferð með formanni verkefnisstjórnar, formönnum þeirra faghópa sem stóðu að skýrslunni og fulltrúum iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis að koma tillögum verkefnisstjórnar í þingtækan búning. Þeirri vinnu lauk í ágúst 2011 og þann 19. ágúst voru drög að þingsályktunartillögunni send í hið lögbundna 12 vikna umsagnarferli. Yfir 200 umsagnir bárust og er þingsályktunartillagan sem nú er lögð fram að mestu samhljóða drögunum sem send voru í umsagnarferlið og tóku alls til 69 virkjanakosta. Gerðar eru þó breytingar í þá veru að virkjunarkostir á tveimur svæðum eru færðir úr nýtingarflokk í biðflokk, í ljósi nýrra upplýsinga sem borist höfðu í umsagnarferlinu. Allt er þetta ferli í samræmi við Árósarsamninginn sem innleiddur var í íslensk lög í lok síðasta árs og kveður m.a. á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Það kemur ekki á óvart að nokkurs óþols gæti hjá sumum vegna þeirrar ákvörðunar að færa umrædda virkjunarkosti í biðflokk. En rétt skal vera rétt – og það er mikilvægt að við freistumst ekki til að stytta okkur leið í jafn viðamiklu máli og rammaáætlun er. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að biðflokkur er ekki geymsla fyrir umdeilda virkjunarkosti og ný verkefnisstjórn rammaáætlunar skal skila áfangaskýrslu til ráðherra fyrir 1. september 2013 um þær sértæku rannsóknir um áhrif virkjana á laxfiska sem lagt er til að verði gerðar í Þjórsá, hafi hún ekki þá þegar lagt fram nýja tillögu að flokkun. Í framhaldi af því mun ráðherra kynna Alþingi skýrsluna og, eftir atvikum, leggja fram nýja tillögu um flokkun viðkomandi virkjunarkosta. Í kjölfar samþykktar rammaáætlunar verður öll stefnumótun hvað varðar orkunýtingu og landvernd skýrari. Við vitum hvar skal virkja og leyfisferlið fyrir kosti í virkjunarflokki verður einfaldara en áður þar sem sveitarfélög skulu gera ráð fyrir virkjuninni í skipulagsáætlunum sínum. Og um þá kosti sem falla í verndarflokk skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra gagnvart orkuvinnslu. Eftir að ég hef mælt fyrir þingsályktunartillögunni tekur við vinna með hana í þingnefndum og endanlegt ákvörðunarvald um rammaáætlun liggur að sjálfsögðu hjá Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í lögunum er kveðið á um að flokka beri virkjunarkosti í verndarflokk, orkunýtingarflokk eða þá biðflokk ef „fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa ekki nægilega afgerandi til kynna í hvorn flokkinn virkjunarkostirnir ættu að falla". Ákveðin varúðarsjónarmið liggja að baki þessari hugsun laganna varðandi biðflokkinn. Ferlið við gerð rammáætlunar er skýrt afmarkað í lögum og var því að öllu leyti fylgt við gerð þeirrar þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir. Þingsályktunartillagan byggir á tillögum verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar sem skilaði lokaskýrslu sinni til ráðherra þann 5. júlí 2011. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar. Var því farið í þá vegferð með formanni verkefnisstjórnar, formönnum þeirra faghópa sem stóðu að skýrslunni og fulltrúum iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis að koma tillögum verkefnisstjórnar í þingtækan búning. Þeirri vinnu lauk í ágúst 2011 og þann 19. ágúst voru drög að þingsályktunartillögunni send í hið lögbundna 12 vikna umsagnarferli. Yfir 200 umsagnir bárust og er þingsályktunartillagan sem nú er lögð fram að mestu samhljóða drögunum sem send voru í umsagnarferlið og tóku alls til 69 virkjanakosta. Gerðar eru þó breytingar í þá veru að virkjunarkostir á tveimur svæðum eru færðir úr nýtingarflokk í biðflokk, í ljósi nýrra upplýsinga sem borist höfðu í umsagnarferlinu. Allt er þetta ferli í samræmi við Árósarsamninginn sem innleiddur var í íslensk lög í lok síðasta árs og kveður m.a. á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Það kemur ekki á óvart að nokkurs óþols gæti hjá sumum vegna þeirrar ákvörðunar að færa umrædda virkjunarkosti í biðflokk. En rétt skal vera rétt – og það er mikilvægt að við freistumst ekki til að stytta okkur leið í jafn viðamiklu máli og rammaáætlun er. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að biðflokkur er ekki geymsla fyrir umdeilda virkjunarkosti og ný verkefnisstjórn rammaáætlunar skal skila áfangaskýrslu til ráðherra fyrir 1. september 2013 um þær sértæku rannsóknir um áhrif virkjana á laxfiska sem lagt er til að verði gerðar í Þjórsá, hafi hún ekki þá þegar lagt fram nýja tillögu að flokkun. Í framhaldi af því mun ráðherra kynna Alþingi skýrsluna og, eftir atvikum, leggja fram nýja tillögu um flokkun viðkomandi virkjunarkosta. Í kjölfar samþykktar rammaáætlunar verður öll stefnumótun hvað varðar orkunýtingu og landvernd skýrari. Við vitum hvar skal virkja og leyfisferlið fyrir kosti í virkjunarflokki verður einfaldara en áður þar sem sveitarfélög skulu gera ráð fyrir virkjuninni í skipulagsáætlunum sínum. Og um þá kosti sem falla í verndarflokk skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra gagnvart orkuvinnslu. Eftir að ég hef mælt fyrir þingsályktunartillögunni tekur við vinna með hana í þingnefndum og endanlegt ákvörðunarvald um rammaáætlun liggur að sjálfsögðu hjá Alþingi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun