Mennska í takt við nýja tíma Andrea Róberts skrifar 30. mars 2012 06:00 Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Kynjamótunin hefst strax á fæðingardeildinni og félagsmótun á sér stað í gegnum allt lífið með gamaldags hugmyndum um eðli kynjanna. Bræðingur af ósýnilegum reglum, gildum og viðmiðum sem eru einungis skrifuð í lífið sjálft. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun, bakslag og eftirlit með aðgerðum er af skornum skammti. Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð í æðstu stjórnunarstöður. Launamunur kynjanna er enn til staðar og flest heimilisstörf halda áfram að erfast milli kynslóða kvenna. Í ljósi alls þessa vil ég meina að konur sitji ekki við sama borð og karlar þegar kemur að því að nýta sér jafnréttið. Úff hvað þetta er niðurdrepandi. En margir óttast breytingar, fólk veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær. Ég persónulega hélt á tímabili að enginn gæti komið í stað Simons Cowell í American Idol en raunin var önnur. Það er enginn ómissandi. Það er mikilvægt að hugsa og stíga út fyrir rammann. Femínistar„Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Er það ekki elegant og getum við ekki öll verið sammála um að við viljum jöfn tækifæri fyrir syni okkar og dætur? Þess vegna er alveg óskiljanlegt hversu eldfim umræða um jafnréttismál eru. Því er ekki að neita að kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti kynjanna í þágu lýðræðis. Það er þó umhugsunarvert að kvennabaráttan virðist ekki hafa skilað konum sérstöku brautargengi eins og áður segir. Það skiptir máli að konur fari nú að fá raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir. Það var því söguleg stund og heimsviðburður þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Stóð þessi einstæða móðir sig með svo mikilli prýði að eftir var tekið af heimsbyggðinni allri. Enn í dag. Með ælu á öxlinniSamkvæmt nýjustu stöðlum tískunnar eiga konur að fullkomna sig með móðurhlutverkinu, án þess þó að vera með ælu á öxlinni. Jafnframt er ætlast til að móðirin setji sjálfa sig og þarfir sínar ávallt í annað sæti. Auðvitað er eðlilegt að börn og barneignir gefi draumum, löngunum og væntingum stefnu tímabundið. Ekkert er betra en sú skilyrðislausa ást á börnunum okkar. Markmið femínismans er einmitt ekki að frelsa konuna frá móðurhlutverkinu sem slíku heldur frá ástandi móðurhlutverksins sem kúgunartæki. Mikilvægt er að reyna að grafa undan þessum gömlu hugmyndum sem eru orðnar viðtekinn sannleikur sem mótar möguleika kynjanna, konum í óhag. Hverja langar á "ballið“ á Bessastöðum?Laugardaginn 29. júní 1996, daginn sem Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands, var hægt að ferðast með Akraborginni, Baywatch var á dagskrá Sjónvarpsins kl. 19 og kvikmyndin Trainspotting var í bíó. Myndin er orðin klassík. Sama hvað ég reyni þá finn ég fátt ferskt og brakandi við Nýja Ísland. Hvað varðar forsetaembættið þá má lengi fjalla um tilverurétt og uppbyggingu þess embættis. Lego er ekki að fara að framleiða embættisbústaðinn á Álftanesi og Ísland er ekki nafli alheimsins ef út í það er farið. Það er ekki til umræðu hér heldur mikilvægi þess að skapa hressandi fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir hér heima og erlendis. Að fá konu á Bessastaði væri fyrirmynd fyrir syni okkar og dætur til að máta sig við og læra að lesa kyn sitt upp á nýtt. Deila má um hversu valdamikið forsetaembættið er en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að um er að ræða embætti sem er sýnilegt og í augum margra sjarmerandi. Að hafa konu í embætti forseta Íslands mun minna á sigrana í jafnréttisbaráttunni. Að við vitum að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og að við viljum gera eitthvað í því. Það myndi klárlega bæta ímynd og ásýnd landsins. Það er kominn tími á nýtt og enn betra Ísland. Þetta mega kjósendur í forsetakosningunum og hugsanlegir frambjóðendur hafa í huga – sama hvernig þeir líta út fyrir neðan nafla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Kynjamótunin hefst strax á fæðingardeildinni og félagsmótun á sér stað í gegnum allt lífið með gamaldags hugmyndum um eðli kynjanna. Bræðingur af ósýnilegum reglum, gildum og viðmiðum sem eru einungis skrifuð í lífið sjálft. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun, bakslag og eftirlit með aðgerðum er af skornum skammti. Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð í æðstu stjórnunarstöður. Launamunur kynjanna er enn til staðar og flest heimilisstörf halda áfram að erfast milli kynslóða kvenna. Í ljósi alls þessa vil ég meina að konur sitji ekki við sama borð og karlar þegar kemur að því að nýta sér jafnréttið. Úff hvað þetta er niðurdrepandi. En margir óttast breytingar, fólk veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær. Ég persónulega hélt á tímabili að enginn gæti komið í stað Simons Cowell í American Idol en raunin var önnur. Það er enginn ómissandi. Það er mikilvægt að hugsa og stíga út fyrir rammann. Femínistar„Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Er það ekki elegant og getum við ekki öll verið sammála um að við viljum jöfn tækifæri fyrir syni okkar og dætur? Þess vegna er alveg óskiljanlegt hversu eldfim umræða um jafnréttismál eru. Því er ekki að neita að kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti kynjanna í þágu lýðræðis. Það er þó umhugsunarvert að kvennabaráttan virðist ekki hafa skilað konum sérstöku brautargengi eins og áður segir. Það skiptir máli að konur fari nú að fá raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir. Það var því söguleg stund og heimsviðburður þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Stóð þessi einstæða móðir sig með svo mikilli prýði að eftir var tekið af heimsbyggðinni allri. Enn í dag. Með ælu á öxlinniSamkvæmt nýjustu stöðlum tískunnar eiga konur að fullkomna sig með móðurhlutverkinu, án þess þó að vera með ælu á öxlinni. Jafnframt er ætlast til að móðirin setji sjálfa sig og þarfir sínar ávallt í annað sæti. Auðvitað er eðlilegt að börn og barneignir gefi draumum, löngunum og væntingum stefnu tímabundið. Ekkert er betra en sú skilyrðislausa ást á börnunum okkar. Markmið femínismans er einmitt ekki að frelsa konuna frá móðurhlutverkinu sem slíku heldur frá ástandi móðurhlutverksins sem kúgunartæki. Mikilvægt er að reyna að grafa undan þessum gömlu hugmyndum sem eru orðnar viðtekinn sannleikur sem mótar möguleika kynjanna, konum í óhag. Hverja langar á "ballið“ á Bessastöðum?Laugardaginn 29. júní 1996, daginn sem Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands, var hægt að ferðast með Akraborginni, Baywatch var á dagskrá Sjónvarpsins kl. 19 og kvikmyndin Trainspotting var í bíó. Myndin er orðin klassík. Sama hvað ég reyni þá finn ég fátt ferskt og brakandi við Nýja Ísland. Hvað varðar forsetaembættið þá má lengi fjalla um tilverurétt og uppbyggingu þess embættis. Lego er ekki að fara að framleiða embættisbústaðinn á Álftanesi og Ísland er ekki nafli alheimsins ef út í það er farið. Það er ekki til umræðu hér heldur mikilvægi þess að skapa hressandi fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir hér heima og erlendis. Að fá konu á Bessastaði væri fyrirmynd fyrir syni okkar og dætur til að máta sig við og læra að lesa kyn sitt upp á nýtt. Deila má um hversu valdamikið forsetaembættið er en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að um er að ræða embætti sem er sýnilegt og í augum margra sjarmerandi. Að hafa konu í embætti forseta Íslands mun minna á sigrana í jafnréttisbaráttunni. Að við vitum að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og að við viljum gera eitthvað í því. Það myndi klárlega bæta ímynd og ásýnd landsins. Það er kominn tími á nýtt og enn betra Ísland. Þetta mega kjósendur í forsetakosningunum og hugsanlegir frambjóðendur hafa í huga – sama hvernig þeir líta út fyrir neðan nafla.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar