Krónan eða kúgildið 30. mars 2012 06:00 Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins? Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins? Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun