Kjósum Betri hverfi Jón Gnarr borgarstjóri skrifar 29. mars 2012 06:00 Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun