Landsnet greiðir fyrir risa- stjóriðju á kostnað almennings 28. mars 2012 08:00 Í svargrein sinni við gagnrýni undirritaðs velur Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, að misnota aðstöðu sína í tilraun til þess afvegaleiða lesendur. Enginn misskilningur er til staðar af hálfu undirritaðs og ágæt þekking á hlutverki Landsnets fyrir hendi, þótt eflaust sé hún meiri hjá forstjóra fyrirtækisins, eðli málsins samkvæmt. Eftir frekari skoðun er þó ljóst að staðan er verri en ég upphaflega ætlaði. Landsnet hefur skv. lögum skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu öllu en sinnir þeim ekki með samfélagslega hagsmuni að leiðarljósi. Stóriðjuvæðing af gamla skólanum er leiðarljósið. Fyrirtækið getur ekki eingöngu séð til þess að almenningur borgi fyrir raforkuflutningskerfi stóriðjuvera – í stað þess að arðsemi stóriðjurekstursins geri það – heldur eru kostnaðarútreikningar beintengdir stórri kostnaðarbreytu sem fyrirtækið skilgreinir sjálft á forsendum sérhagsmuna, í samráði við ráðgjafana sem forstjórinn treystir svo vel (raforkulög 65/2003, sbr. breytingu á 12. gr. með lögum 19/2011). Þótt kveðið sé á um þjóðhagslega hagkvæmni og umhverfissjónarmið virðist enga skilgreinda hvata að finna í þá veru. Þvert á útúrsnúninga forstjóra fyrirtækisins þá getur Landsnet einmitt hámarkað hagnað sinn á kostnað samfélagsins, innan ramma laganna. Undirritaður hefur ekki misskilið skoðun sína, þrátt fyrir tilraunir forstjóra Landsnets til þess að halda öðru fram. Táknmynd liðinna tíma endurspeglast ekki síst í aðferðafræði Landsnets sem vinnur ötullega að því að fá sífellt fleiri í samfélaginu upp á móti sér. Sú aðferðafræði við greiningu á gæðum gegn hagkvæmni – svo ekki sé talað um sjónræn áhrif – er sömuleiðis endurspeglun úreltra forsendna og einkennist af skammtímasjónarmiðum um arðsemi en ekki samfélagslegri hagkvæmni til langs tíma. Ef Landsnet vill fræðast um þróun nýrra lausna verður fyrirtækið að opna vettvang fyrir það en ekki loka sig af með ráðgjöfum sínum. Það er e.t.v. mat forstjóra Landsnets að möstrin sem ráðgert er að reisa hafi lítil umhverfisáhrif. Í matsskýrslu kemur hinsvegar fram að þessi nýju möstur eru helmingi hærri en þau sem þar eru fyrir og þau munu standa í tvöfaldri til þrefaldri röð í þeirri hæð og þekja 110m til 140m breitt svæði yfir marga tugi kílómetra. Nýr háspennuskógur á Reykjanesskaga verður að veruleika! Þá liggja engar upplýsingar fyrir um sjónræn áhrif tengivirkis á Njarðvíkurheiði með tilheyrandi víravirki ásamt stórri 18m hárri 4.000m2 byggingu – beint við bæjardyr Reykjanesbæjar. E.t.v. er það mat forstjórans að allt þetta hafi engin áhrif á umhverfið. Í reynd er um alvarleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða (matsskýrsla bls.28 og 60). Myndir á vefsvæðinu www.sudvesturlinur.is eru ósannfærandi og sjónarhornin virðast valin með það í huga að gera sem minnst úr sjónrænum áhrifum nýju mastranna. Þar eru t.a.m. nokkrar myndir þar sem ekkert sést – hvorki fyrir né eftir breytingu. Eru þetta þá ósýnileg möstur? Er það nútímaverkfræðin sem forstjóri Landsnets vísar til? Reynt er að því er virðist að fela þá neikvæðu birtingarmynd sem mun blasa við Suðurnesjafólki sem og öllum ferðamönnum sem sækja Ísland heim um flugstöðina. Sérhagsmunagæsla Landsnets felst m.a. í skilgreiningunni á hagkvæmni. Neikvæðu afleiðingarnar sem felast í hönnunarvinnu Landsnets og ráðgjafanna traustu eru hreinlega af allt annarri stærðargráðu en mögulega afleiddar breytingar á hinu skilgreinda „flutningsgjaldi“ sem vísað er í. Um er að ræða neikvæða ímynd svæðisins í heild í marga áratugi, lækkun fasteignaverðs, verri skilyrði til uppbyggingar ferðamennsku og minnkun gæða rýmisins sem íbúar svæðisins búa við. Víðtæk efnahagsleg neikvæð áhrif eru það sem hlýst af sérhagsmunagæslunni, sem og slæm fyrstu kynni erlendra gesta af landinu. Það sorglega er auðvitað að til eru umhverfisvænni sem og hagkvæmari lausnir – um það eru dæmi víða sem ekki er rými fyrir hér. Landsnet hefur þær ekki. Vill fyrirtækið fá nýjar lausnir í hendur í gegnum fjölmiðla? Málið er flóknara en svo. E.t.v. er háspennulínan sem liggur niður í Reyðarfjörð dæmi um nýsköpunina sem forstjórinn er að tala um. Eða vinningstillagan í arkitektasamkeppninni 2008 – hreinræktað stálgrindarmastur. Er ástandið á Hellisheiði að mati forstjórans merki um framsýnina sem hann telur Landsnet framfylgja? Ryðguð stálgrindarmöstur í umvörpum – bæði ný og gömul. Þetta er það sem Landsnet getur státað sig af – í reynd afrakstur fákeppni og hvergi merki um framsýni að finna. Suðvesturlínur er enn eitt dæmið um úrelda hugsun og fullkominn skort á framsýni. Hvernig getur forstjóri Landsnets fullyrt svona stoltur að hann sé með hagkvæmustu lausnina? Á hverju byggir það? Útreikningar undirritaðs sýna allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í svargrein sinni við gagnrýni undirritaðs velur Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, að misnota aðstöðu sína í tilraun til þess afvegaleiða lesendur. Enginn misskilningur er til staðar af hálfu undirritaðs og ágæt þekking á hlutverki Landsnets fyrir hendi, þótt eflaust sé hún meiri hjá forstjóra fyrirtækisins, eðli málsins samkvæmt. Eftir frekari skoðun er þó ljóst að staðan er verri en ég upphaflega ætlaði. Landsnet hefur skv. lögum skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu öllu en sinnir þeim ekki með samfélagslega hagsmuni að leiðarljósi. Stóriðjuvæðing af gamla skólanum er leiðarljósið. Fyrirtækið getur ekki eingöngu séð til þess að almenningur borgi fyrir raforkuflutningskerfi stóriðjuvera – í stað þess að arðsemi stóriðjurekstursins geri það – heldur eru kostnaðarútreikningar beintengdir stórri kostnaðarbreytu sem fyrirtækið skilgreinir sjálft á forsendum sérhagsmuna, í samráði við ráðgjafana sem forstjórinn treystir svo vel (raforkulög 65/2003, sbr. breytingu á 12. gr. með lögum 19/2011). Þótt kveðið sé á um þjóðhagslega hagkvæmni og umhverfissjónarmið virðist enga skilgreinda hvata að finna í þá veru. Þvert á útúrsnúninga forstjóra fyrirtækisins þá getur Landsnet einmitt hámarkað hagnað sinn á kostnað samfélagsins, innan ramma laganna. Undirritaður hefur ekki misskilið skoðun sína, þrátt fyrir tilraunir forstjóra Landsnets til þess að halda öðru fram. Táknmynd liðinna tíma endurspeglast ekki síst í aðferðafræði Landsnets sem vinnur ötullega að því að fá sífellt fleiri í samfélaginu upp á móti sér. Sú aðferðafræði við greiningu á gæðum gegn hagkvæmni – svo ekki sé talað um sjónræn áhrif – er sömuleiðis endurspeglun úreltra forsendna og einkennist af skammtímasjónarmiðum um arðsemi en ekki samfélagslegri hagkvæmni til langs tíma. Ef Landsnet vill fræðast um þróun nýrra lausna verður fyrirtækið að opna vettvang fyrir það en ekki loka sig af með ráðgjöfum sínum. Það er e.t.v. mat forstjóra Landsnets að möstrin sem ráðgert er að reisa hafi lítil umhverfisáhrif. Í matsskýrslu kemur hinsvegar fram að þessi nýju möstur eru helmingi hærri en þau sem þar eru fyrir og þau munu standa í tvöfaldri til þrefaldri röð í þeirri hæð og þekja 110m til 140m breitt svæði yfir marga tugi kílómetra. Nýr háspennuskógur á Reykjanesskaga verður að veruleika! Þá liggja engar upplýsingar fyrir um sjónræn áhrif tengivirkis á Njarðvíkurheiði með tilheyrandi víravirki ásamt stórri 18m hárri 4.000m2 byggingu – beint við bæjardyr Reykjanesbæjar. E.t.v. er það mat forstjórans að allt þetta hafi engin áhrif á umhverfið. Í reynd er um alvarleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða (matsskýrsla bls.28 og 60). Myndir á vefsvæðinu www.sudvesturlinur.is eru ósannfærandi og sjónarhornin virðast valin með það í huga að gera sem minnst úr sjónrænum áhrifum nýju mastranna. Þar eru t.a.m. nokkrar myndir þar sem ekkert sést – hvorki fyrir né eftir breytingu. Eru þetta þá ósýnileg möstur? Er það nútímaverkfræðin sem forstjóri Landsnets vísar til? Reynt er að því er virðist að fela þá neikvæðu birtingarmynd sem mun blasa við Suðurnesjafólki sem og öllum ferðamönnum sem sækja Ísland heim um flugstöðina. Sérhagsmunagæsla Landsnets felst m.a. í skilgreiningunni á hagkvæmni. Neikvæðu afleiðingarnar sem felast í hönnunarvinnu Landsnets og ráðgjafanna traustu eru hreinlega af allt annarri stærðargráðu en mögulega afleiddar breytingar á hinu skilgreinda „flutningsgjaldi“ sem vísað er í. Um er að ræða neikvæða ímynd svæðisins í heild í marga áratugi, lækkun fasteignaverðs, verri skilyrði til uppbyggingar ferðamennsku og minnkun gæða rýmisins sem íbúar svæðisins búa við. Víðtæk efnahagsleg neikvæð áhrif eru það sem hlýst af sérhagsmunagæslunni, sem og slæm fyrstu kynni erlendra gesta af landinu. Það sorglega er auðvitað að til eru umhverfisvænni sem og hagkvæmari lausnir – um það eru dæmi víða sem ekki er rými fyrir hér. Landsnet hefur þær ekki. Vill fyrirtækið fá nýjar lausnir í hendur í gegnum fjölmiðla? Málið er flóknara en svo. E.t.v. er háspennulínan sem liggur niður í Reyðarfjörð dæmi um nýsköpunina sem forstjórinn er að tala um. Eða vinningstillagan í arkitektasamkeppninni 2008 – hreinræktað stálgrindarmastur. Er ástandið á Hellisheiði að mati forstjórans merki um framsýnina sem hann telur Landsnet framfylgja? Ryðguð stálgrindarmöstur í umvörpum – bæði ný og gömul. Þetta er það sem Landsnet getur státað sig af – í reynd afrakstur fákeppni og hvergi merki um framsýni að finna. Suðvesturlínur er enn eitt dæmið um úrelda hugsun og fullkominn skort á framsýni. Hvernig getur forstjóri Landsnets fullyrt svona stoltur að hann sé með hagkvæmustu lausnina? Á hverju byggir það? Útreikningar undirritaðs sýna allt annað.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun