Mamma ég er ólétt! 24. mars 2012 06:00 Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar Skoðun Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar Skoðun Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar Skoðun Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þegar bráðamóttakan drepur þig hraðar Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar Skoðun Samkeppnin tryggir hag neytenda Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Stóðhryssur ekki moldvörpur Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Valur Elli Valsson skrifar Skoðun Ábyrg stefna í útlendingamálum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Týndu hermennirnir okkar Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Gerist þetta aftur á morgun? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið.
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar
Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar
Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar
Skoðun Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar
Skoðun Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar
Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir skrifar