Hvað er góð nýting á hval? Sigursteinn Másson skrifar 22. mars 2012 06:00 Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun