Samráð heilbrigðisstarfsfólks við foreldra 21. mars 2012 06:00 Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun