Yfirlýsingar fyrir Landsdómi rangar Haukur Haraldsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Yfirlýsingar Andra Árnasonar lögmanns fyrir Landsdómi sem fullyrðir að hvorki færustu sérfræðingar né nokkur annar hafi séð fyrir efnahagshrunið eiga ekki við ekki við rök að styðjast því Ástþór Magnússon sá fyrir yfirvofandi efnahagshrun og reyndi ítrekað að benda á hætturnar í fjölmiðlum allt frá árinu 1996. Umfjöllun við forsetaframboð Ástþórs árið 1996 var m.a. á þessa leið: Ástþór Magnússon sendi stjórnvöldum og forsetaframbjóðendum kaldar kveðjur á Þingvöllum: „Talaði um heim valdapots, svika og pretta… Ég fæ ekki betur séð en að íslensku þjóðfélagi sé haldið í heljargreipum einhverra huldumanna… Ef það reynist rétt er full þörf á verulegri endurskoðun og uppstokkun." Í útvarpi, sjónvarpi og á fundum fjallaði Ástþór um yfirvofandi þjóðargjaldþrot. Árið 1998 sendi Ástþór greinagerð til Finns Ingólfssonar, þáverandi ráðherra bankamála, um hættulega stöðu íslenskra banka en því var svarað í fjölmiðlum með þessum orðum: „ámælisvert að settar séu fram opinberlega órökstuddar fullyrðingar um starfsemi og veika fjárhagsstöðu nafngreindra lánastofnana." Þá reyndi Ástþór að kaupa Landsbankann áður en bankinn var afhentur glæpaklíku frá Rússlandi. Tilboðinu var hafnað af Finni Ingólfssyni sem svo keypti annan ríkisbanka í félagi við menn sem nú hafa verið ákærðir fyrir fjársvik. Forkólfar útrásarinnar, m.a. ritstjóri útbreiddasta dagblaðs landsins, kepptust við að draga mannorð og trúverðugleika Ástþórs í ræsið og var hann afgreiddur í leiðurum, blaðagreinum og ljósvakamiðlum með ýmsum frumlegum uppnefnum svo sem „Ófriður tvöþúsund, Friðþór tvöþúsundkall, Landskunnur vitleysingur, athyglissjúklingur, ruglukollur, þorpsfífl". Þegar Ástþór síðan mótmælti þátttöku Íslands í Íraksstríðinu og fyrirætlunum um að senda Icelandair-flugvélar með vopn og hermenn til Mið-Austurlanda notuðu stjórnvöld tækifærið, stungu honum í fangelsi og í einangrunarvist á Litla-Hrauni undir hótunum lögreglu um 16 ára fangelsi drægi hann ekki ummæli sín til baka. Hæstiréttur fyrirskipaði lögreglunni að láta Ástþór lausan. Þjóðin lét ráðamenn og fjölmiðla spila með sig og afgreiddi Ástþór með 4.422 atkvæðum árið 1996 og 2.000 atkvæðum árið 2004. Óhætt er að fullyrða og öllum ljóst sem hafa kynnt sér baráttumál Ástþórs Magnússonar að íslenska þjóðarbúið væri nú í annarri stöðu í dag ef hlustað hefði verið á Ástþór og honum veitt tækifæri til að spyrna á móti spillingunni og fjármálamisferlinu frá Bessastöðum. Þess í stað valdi þjóðin forseta sem kostaður var í embætti af forkólfum útrásarinnar. Í kjölfarið var forsetaembættið ítrekað misnotað í þágu alþjóðlegrar fjársvikamyllu. Nú stendur þjóðinni til boða val um að kjósa hálfan forseta eða heilsteyptan og þrautseigan mann eins og Ástþór sem er tilbúinn að gegna embættinu út kjörtímabilið og sem hefur ekkert annað að leiðarljósi en hagsmuni þjóðarinnar eins og fólk getur kynnt sér á vefnum forsetakosningar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar Andra Árnasonar lögmanns fyrir Landsdómi sem fullyrðir að hvorki færustu sérfræðingar né nokkur annar hafi séð fyrir efnahagshrunið eiga ekki við ekki við rök að styðjast því Ástþór Magnússon sá fyrir yfirvofandi efnahagshrun og reyndi ítrekað að benda á hætturnar í fjölmiðlum allt frá árinu 1996. Umfjöllun við forsetaframboð Ástþórs árið 1996 var m.a. á þessa leið: Ástþór Magnússon sendi stjórnvöldum og forsetaframbjóðendum kaldar kveðjur á Þingvöllum: „Talaði um heim valdapots, svika og pretta… Ég fæ ekki betur séð en að íslensku þjóðfélagi sé haldið í heljargreipum einhverra huldumanna… Ef það reynist rétt er full þörf á verulegri endurskoðun og uppstokkun." Í útvarpi, sjónvarpi og á fundum fjallaði Ástþór um yfirvofandi þjóðargjaldþrot. Árið 1998 sendi Ástþór greinagerð til Finns Ingólfssonar, þáverandi ráðherra bankamála, um hættulega stöðu íslenskra banka en því var svarað í fjölmiðlum með þessum orðum: „ámælisvert að settar séu fram opinberlega órökstuddar fullyrðingar um starfsemi og veika fjárhagsstöðu nafngreindra lánastofnana." Þá reyndi Ástþór að kaupa Landsbankann áður en bankinn var afhentur glæpaklíku frá Rússlandi. Tilboðinu var hafnað af Finni Ingólfssyni sem svo keypti annan ríkisbanka í félagi við menn sem nú hafa verið ákærðir fyrir fjársvik. Forkólfar útrásarinnar, m.a. ritstjóri útbreiddasta dagblaðs landsins, kepptust við að draga mannorð og trúverðugleika Ástþórs í ræsið og var hann afgreiddur í leiðurum, blaðagreinum og ljósvakamiðlum með ýmsum frumlegum uppnefnum svo sem „Ófriður tvöþúsund, Friðþór tvöþúsundkall, Landskunnur vitleysingur, athyglissjúklingur, ruglukollur, þorpsfífl". Þegar Ástþór síðan mótmælti þátttöku Íslands í Íraksstríðinu og fyrirætlunum um að senda Icelandair-flugvélar með vopn og hermenn til Mið-Austurlanda notuðu stjórnvöld tækifærið, stungu honum í fangelsi og í einangrunarvist á Litla-Hrauni undir hótunum lögreglu um 16 ára fangelsi drægi hann ekki ummæli sín til baka. Hæstiréttur fyrirskipaði lögreglunni að láta Ástþór lausan. Þjóðin lét ráðamenn og fjölmiðla spila með sig og afgreiddi Ástþór með 4.422 atkvæðum árið 1996 og 2.000 atkvæðum árið 2004. Óhætt er að fullyrða og öllum ljóst sem hafa kynnt sér baráttumál Ástþórs Magnússonar að íslenska þjóðarbúið væri nú í annarri stöðu í dag ef hlustað hefði verið á Ástþór og honum veitt tækifæri til að spyrna á móti spillingunni og fjármálamisferlinu frá Bessastöðum. Þess í stað valdi þjóðin forseta sem kostaður var í embætti af forkólfum útrásarinnar. Í kjölfarið var forsetaembættið ítrekað misnotað í þágu alþjóðlegrar fjársvikamyllu. Nú stendur þjóðinni til boða val um að kjósa hálfan forseta eða heilsteyptan og þrautseigan mann eins og Ástþór sem er tilbúinn að gegna embættinu út kjörtímabilið og sem hefur ekkert annað að leiðarljósi en hagsmuni þjóðarinnar eins og fólk getur kynnt sér á vefnum forsetakosningar.is