Ungt fólk í fókus hjá Samfylkingunni Jóhanna Sigurðardóttir, Dagur B. Eggertsson og Guðrún Jóna Jónsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson skrifa 10. mars 2012 12:15 Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar