Nýi Landspítalinn: "Heldur þann versta…“ 25. febrúar 2012 06:00 Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð. Eftirfarandi tafla sem fengin er frá Umferðar- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sýnir sniðtalningar sl. 10 ára þ.e. umferðarmagn (metin sólarhringsumferð, allir straumar í gatnamótum) á stærstu umferðarljósagatnamótum borgarinnar: Af töflunni má ráða að umferðarþungi á götum Reykjavíkur er þyngstur einmitt næst þeim stað sem valinn hefur verið fyrir hinn Nýja Landspítala við Hringbraut. Þessar tölur koma samt ekki á óvart þar sem öllum sem leið eiga um Miklubraut/Hringbraut og Bústaðaveg er kunnugt um hvernig umferðin mjakast áfram um þessar götur á flestum tímum dagsins. Aðkoman að Nýjum Landspítala við Hringbraut (sem vonandi mun aldrei verða byggður þar) er þannig skelfileg jafnt fyrir sjúklinga, heimsóknargesti, starfsfólk og síðast en ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Ástandið á eftir að versna, bílafjöldi eykst og umferð mun aukast t.d. með tilkomu Háskólans í Reykjavík, nýrra stúdentagarða, Hörpunnar og fjölgun ferðamanna. Fyrirhugað er að reisa 250 rúma hótel við hlið Hörpunnar, sótt hefur verið um leyfi til byggingar 300 rúma hótels við rætur Öskjuhlíðar, við Keiluhöllina. Þrengslin á götunum umhverfis Vatnsmýrina munu aukast ár frá ári. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að meiri háttar gatnagerð sé ekki á framkvæmdaáætlun næstu 10-15 árin. Var þeim sem tóku ákvörðun um staðarval hins Nýja Landspítala við Hringbraut kunnugt um umferðarþungann sem ofangreind tafla sýnir? Það verður að draga í efa. Var leitað álits sjúkraflutningamanna? Það eru jú þeir sem betur en aðrir þekkja þessa mestu farartálma Reykjavíkur og hve sjúkraflutningar um ofangreindar umferðaræðar geta verið tímafrekir og erfiðir á öllum tímum sólarhrings. Flutningstími bráðveikra eða slasaðra sjúklinga frá heimili eða slysstað að bráðamóttöku sjúkrahúss getur oft skipt höfuðmáli varðandi það hvernig sjúklingnum reiðir af. Flestum er kunnugt um að hver mínúta sem líður áður en sjúklingur með bráðan kransæðasjúkdóm kemst á sjúkrahús getur verið afdrifarík. Mestu máli skiptir að flutningstíminn sé sem allra stystur. Verði Landspítalinn byggður við Hringbraut er hverjum manni ljóst að sjúkraflutningar munu verða tímafrekari innan þessa þrengsta og umferðarþyngsta hluta höfuðborgarinnar, heldur en þar sem umferðaræðar eru greiðari og aðgengi betra eins og t.d. að Vífilsstöðum eða Keldnaholti eða þess vegna í Fossvoginum. Í þessu samhengi er höfð í huga áætluð framtíðarsýn á íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu sem og umferðarþungi eftir stofnbrautum. Tökum dæmi: Bráðveikan sjúkling eða illa slasaðan þarf að flytja frá vettvangi í Grafarvogi, Breiðholti, Mosfellsbæ, Akranesi eða Selfossi. Það tekur tímann X að flytja sjúklinginn að Vífilsstöðum, en að minnsta kosti 10 mínútum lengur, eða tímann X+10 mínútur að Hringbrautinni, vegna meiri vegalengdar og hins mikla umferðarþunga á leiðinni eftir Miklubraut/Hringbraut. Þessi viðbótartími, 10 mínútur, getur skipt sköpum varðandi lífslíkur eða batahorfur sjúklingsins í sjúkrabílnum. Hver vill taka ábyrgð á mannslífi eða heilsutjóni sem af slíkri töf á sjúkraflutningi getur leitt? Stjórnendur Landspítalans? Velferðarráðherra? Alþingi? Greinarhöfundar hafa fyrr fært ítarlegar og vel rökstuddar ástæður fyrir því hvers vegna nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Það er versta staðsetningin af öllum þeim sem nefndar hafa verið. En svo virðist sem þeir sem tóku ákvörðun um staðarvalið hafi verið með svipað hugarfar og Snæfríður Íslandssól þegar velja skyldi henni mannsefni: „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hún þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð. Eftirfarandi tafla sem fengin er frá Umferðar- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sýnir sniðtalningar sl. 10 ára þ.e. umferðarmagn (metin sólarhringsumferð, allir straumar í gatnamótum) á stærstu umferðarljósagatnamótum borgarinnar: Af töflunni má ráða að umferðarþungi á götum Reykjavíkur er þyngstur einmitt næst þeim stað sem valinn hefur verið fyrir hinn Nýja Landspítala við Hringbraut. Þessar tölur koma samt ekki á óvart þar sem öllum sem leið eiga um Miklubraut/Hringbraut og Bústaðaveg er kunnugt um hvernig umferðin mjakast áfram um þessar götur á flestum tímum dagsins. Aðkoman að Nýjum Landspítala við Hringbraut (sem vonandi mun aldrei verða byggður þar) er þannig skelfileg jafnt fyrir sjúklinga, heimsóknargesti, starfsfólk og síðast en ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Ástandið á eftir að versna, bílafjöldi eykst og umferð mun aukast t.d. með tilkomu Háskólans í Reykjavík, nýrra stúdentagarða, Hörpunnar og fjölgun ferðamanna. Fyrirhugað er að reisa 250 rúma hótel við hlið Hörpunnar, sótt hefur verið um leyfi til byggingar 300 rúma hótels við rætur Öskjuhlíðar, við Keiluhöllina. Þrengslin á götunum umhverfis Vatnsmýrina munu aukast ár frá ári. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að meiri háttar gatnagerð sé ekki á framkvæmdaáætlun næstu 10-15 árin. Var þeim sem tóku ákvörðun um staðarval hins Nýja Landspítala við Hringbraut kunnugt um umferðarþungann sem ofangreind tafla sýnir? Það verður að draga í efa. Var leitað álits sjúkraflutningamanna? Það eru jú þeir sem betur en aðrir þekkja þessa mestu farartálma Reykjavíkur og hve sjúkraflutningar um ofangreindar umferðaræðar geta verið tímafrekir og erfiðir á öllum tímum sólarhrings. Flutningstími bráðveikra eða slasaðra sjúklinga frá heimili eða slysstað að bráðamóttöku sjúkrahúss getur oft skipt höfuðmáli varðandi það hvernig sjúklingnum reiðir af. Flestum er kunnugt um að hver mínúta sem líður áður en sjúklingur með bráðan kransæðasjúkdóm kemst á sjúkrahús getur verið afdrifarík. Mestu máli skiptir að flutningstíminn sé sem allra stystur. Verði Landspítalinn byggður við Hringbraut er hverjum manni ljóst að sjúkraflutningar munu verða tímafrekari innan þessa þrengsta og umferðarþyngsta hluta höfuðborgarinnar, heldur en þar sem umferðaræðar eru greiðari og aðgengi betra eins og t.d. að Vífilsstöðum eða Keldnaholti eða þess vegna í Fossvoginum. Í þessu samhengi er höfð í huga áætluð framtíðarsýn á íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu sem og umferðarþungi eftir stofnbrautum. Tökum dæmi: Bráðveikan sjúkling eða illa slasaðan þarf að flytja frá vettvangi í Grafarvogi, Breiðholti, Mosfellsbæ, Akranesi eða Selfossi. Það tekur tímann X að flytja sjúklinginn að Vífilsstöðum, en að minnsta kosti 10 mínútum lengur, eða tímann X+10 mínútur að Hringbrautinni, vegna meiri vegalengdar og hins mikla umferðarþunga á leiðinni eftir Miklubraut/Hringbraut. Þessi viðbótartími, 10 mínútur, getur skipt sköpum varðandi lífslíkur eða batahorfur sjúklingsins í sjúkrabílnum. Hver vill taka ábyrgð á mannslífi eða heilsutjóni sem af slíkri töf á sjúkraflutningi getur leitt? Stjórnendur Landspítalans? Velferðarráðherra? Alþingi? Greinarhöfundar hafa fyrr fært ítarlegar og vel rökstuddar ástæður fyrir því hvers vegna nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Það er versta staðsetningin af öllum þeim sem nefndar hafa verið. En svo virðist sem þeir sem tóku ákvörðun um staðarvalið hafi verið með svipað hugarfar og Snæfríður Íslandssól þegar velja skyldi henni mannsefni: „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hún þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar