Skulda- eða evrukreppa? Magnús Orri Schram skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Einkenni núverandi heimskreppu er erfið skuldastaða einstakra ríkja. Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum. Þá var þess ekki gætt að halda í samkeppnishæfni í alþjóðavæddum viðskiptaheimi. Þetta þekkja Grikkir, Spánverjar og Ítalir. Kreppan hefur á hinn bóginn sýnt fram á marga kosti myntsamstarfsins. Í fyrsta lagi hefur sameiginleg mynt komið í veg fyrir að einstök ríki bregðist við samdrætti með því að setja upp hindranir eða höft í viðskiptum sín á milli. Í öðru lagi kemur evran í veg fyrir að hægt sé að gengisfella myntir einstakra landa til að styrkja framleiðslu innanlands. Þesslags úrræði hafa í för með sér gríðarlega kjaraskerðingu neytenda, verðbólgu og skuldasöfnun og gengur því þvert gegn hagsmunum almennings til lengri tíma. Í þriðja lagi hefur evran gert sameiginlegar aðgerðir mögulegar, þó að slík samstilling hafi tekið tíma og ekki verið þrautalaus. Þannig hefur evran í raun mildað áhrif alvarlegrar heimskreppu, samhæft aðgerðir og komið í veg fyrir höft, viðskiptahindranir og gengisfellingar. Vissulega hefur kreppan leitt fram galla á evrusamstarfinu. Mikil vinna hefur verið lögð í að taka á þeim vandamálum. Allt eftirlit hefur verið bætt, aukin samvinna er um stjórn fjármála ríkjanna og alþjóðlegt aðhald aukið. Evran er því sterkari eftir kreppu en fyrir kreppu og verður áfram áhugaverður kostur fyrir Íslendinga. Nánara samstarf um stjórn ríkisfjármála er ákjósanlegt fyrir Íslendinga sem hafa góða reynslu af utanaðkomandi aga á ríkisfjármál. Samþykki þjóðin aðild að ESB getur hún strax gengið inn í ERM2 samstarfið og um leið tengt krónu við gengi evru með stuðningi evrópska seðlabankans. Þannig næst jafnvægi í gengið og möguleiki gefst til afnáms hafta. Evran er ákjósanleg fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi sem vilja stöðugleika, minni verðbólgu, lægri vexti og afnám verðtryggingar. Raunverulegar kjarabætur fyrir íslensk heimili felast í upptöku nýrrar myntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Einkenni núverandi heimskreppu er erfið skuldastaða einstakra ríkja. Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum. Þá var þess ekki gætt að halda í samkeppnishæfni í alþjóðavæddum viðskiptaheimi. Þetta þekkja Grikkir, Spánverjar og Ítalir. Kreppan hefur á hinn bóginn sýnt fram á marga kosti myntsamstarfsins. Í fyrsta lagi hefur sameiginleg mynt komið í veg fyrir að einstök ríki bregðist við samdrætti með því að setja upp hindranir eða höft í viðskiptum sín á milli. Í öðru lagi kemur evran í veg fyrir að hægt sé að gengisfella myntir einstakra landa til að styrkja framleiðslu innanlands. Þesslags úrræði hafa í för með sér gríðarlega kjaraskerðingu neytenda, verðbólgu og skuldasöfnun og gengur því þvert gegn hagsmunum almennings til lengri tíma. Í þriðja lagi hefur evran gert sameiginlegar aðgerðir mögulegar, þó að slík samstilling hafi tekið tíma og ekki verið þrautalaus. Þannig hefur evran í raun mildað áhrif alvarlegrar heimskreppu, samhæft aðgerðir og komið í veg fyrir höft, viðskiptahindranir og gengisfellingar. Vissulega hefur kreppan leitt fram galla á evrusamstarfinu. Mikil vinna hefur verið lögð í að taka á þeim vandamálum. Allt eftirlit hefur verið bætt, aukin samvinna er um stjórn fjármála ríkjanna og alþjóðlegt aðhald aukið. Evran er því sterkari eftir kreppu en fyrir kreppu og verður áfram áhugaverður kostur fyrir Íslendinga. Nánara samstarf um stjórn ríkisfjármála er ákjósanlegt fyrir Íslendinga sem hafa góða reynslu af utanaðkomandi aga á ríkisfjármál. Samþykki þjóðin aðild að ESB getur hún strax gengið inn í ERM2 samstarfið og um leið tengt krónu við gengi evru með stuðningi evrópska seðlabankans. Þannig næst jafnvægi í gengið og möguleiki gefst til afnáms hafta. Evran er ákjósanleg fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi sem vilja stöðugleika, minni verðbólgu, lægri vexti og afnám verðtryggingar. Raunverulegar kjarabætur fyrir íslensk heimili felast í upptöku nýrrar myntar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar