Ónóg vernd gegn mismunun Baldur Kristjánsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu". Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær. Þá er gagnrýnt að Íslendingar hafi ekki staðfest Félagsmálasáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamning um vernd Þjóðernisminnihlutahópa, Evrópusáttmálann um tungumál minnihlutahópa og sáttmála um réttindi farandverkamanna. Þessa sáttmála hafa „nýju" ríkin í Evrópu óðum verið að staðfesta og skríða þannig fram úr okkur í mannréttindalegu tilliti. Í skýrslunni er verulegu hornauga litið hvernig Íslendingar hafa dregið það í 12 ár að veita múslímum leyfi til að byggja mosku. Dregið er fram að á einni sjónvarpsstöð og vefsíðum tíðkist fjandsamleg ummæli í garð múslíma. Þá er gagnrýnt að Ísland hafi ekki komið á fót sjálfstæðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum. Áhyggjum er lýst af því að Fjölmenningarsetrið á Íslandi sé ekki í alfaraleið (Ísafirði) en áður hefur ECRI hrósað mjög starfsemi þess. Þá eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir það að tíunda þjóðerni grunaðra oftar en ástæða er til og ýti þannig undir fordóma. Þrjú megintilmæli ECRI til íslenskra stjórnvalda ganga út á það að virða 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og veita samfélagi múslíma á Íslandi leyfi til að byggja moskur. Þá hvetur ECRI stjórnvöld til þess að leggja fram hið fyrsta lagafrumvarp um bann við mismunun til þess að sporna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti. Þá ítrekar ECRI fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI mun fylgja sérstaklega eftir þessum þremur tilmælum þegar tvö ár eru liðin. ECRI hefur ekkert tilskipunarvald yfir aðildarlöndum, sem eru 47, frekar en Evrópuráðið sjálft. Aðeins áhrifavald og leiðbeiningarvald. Og skýrslur eins og þessar hafa hlotið blessun ráðherraráðs Evrópuráðsins sem er skipað utanríkisráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra. Í tilviki Íslands er það Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu". Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær. Þá er gagnrýnt að Íslendingar hafi ekki staðfest Félagsmálasáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamning um vernd Þjóðernisminnihlutahópa, Evrópusáttmálann um tungumál minnihlutahópa og sáttmála um réttindi farandverkamanna. Þessa sáttmála hafa „nýju" ríkin í Evrópu óðum verið að staðfesta og skríða þannig fram úr okkur í mannréttindalegu tilliti. Í skýrslunni er verulegu hornauga litið hvernig Íslendingar hafa dregið það í 12 ár að veita múslímum leyfi til að byggja mosku. Dregið er fram að á einni sjónvarpsstöð og vefsíðum tíðkist fjandsamleg ummæli í garð múslíma. Þá er gagnrýnt að Ísland hafi ekki komið á fót sjálfstæðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum. Áhyggjum er lýst af því að Fjölmenningarsetrið á Íslandi sé ekki í alfaraleið (Ísafirði) en áður hefur ECRI hrósað mjög starfsemi þess. Þá eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir það að tíunda þjóðerni grunaðra oftar en ástæða er til og ýti þannig undir fordóma. Þrjú megintilmæli ECRI til íslenskra stjórnvalda ganga út á það að virða 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og veita samfélagi múslíma á Íslandi leyfi til að byggja moskur. Þá hvetur ECRI stjórnvöld til þess að leggja fram hið fyrsta lagafrumvarp um bann við mismunun til þess að sporna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti. Þá ítrekar ECRI fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI mun fylgja sérstaklega eftir þessum þremur tilmælum þegar tvö ár eru liðin. ECRI hefur ekkert tilskipunarvald yfir aðildarlöndum, sem eru 47, frekar en Evrópuráðið sjálft. Aðeins áhrifavald og leiðbeiningarvald. Og skýrslur eins og þessar hafa hlotið blessun ráðherraráðs Evrópuráðsins sem er skipað utanríkisráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra. Í tilviki Íslands er það Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar