Velferð barna í forsjárdeilum Ögmundur Jónasson skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar grein í Fréttablaðið 7. febrúar þar sem hann spyr mig í fyrirsögn hvort ég telji mig vita betur en aðrir hvað varðar leiðir til að leysa úr forsjárdeilum. Karvel Aðalsteinn vill að dómarar fái ákvörðunarvald til að fyrirskipa sameiginlega forsjá og bendir á að víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sé sá háttur hafður á og séu hvergi uppi áform um að fella niður slíka heimild dómara. Staðreyndin er sú að reynslan af þessu fyrirkomulagi er ekki einhlít, langt í frá, og hef ég lesið skýrslur og reyndar einnig fylgst með meðferð einstakra mála sem vekja miklar efasemdir í mínum huga um að þetta sé rétt fyrirkomulag. Að sjálfsögðu vil ég að meginreglan sé sú að forsjá barna sé sameiginleg hjá báðum foreldrum, eins og fyrirkomulagið er nú. Barn á rétt á því að njóta beggja foreldra sinna. Vandi verður hins vegar á höndum þegar svo harðar deilur rísa með foreldrum eftir að þau eru skilin að skiptum að utanaðkomandi aðilar verða að koma að málinu. Samkvæmt því frumvarpi sem ég hef lagt fram yrðu það aðilar sem hafa sérhæft sig í sáttameðferð og málefnum barna. Lögð yrði lagaleg skylda á herðar foreldra sem deila um forsjá og umgengni að fara í gegnum skipulegt ferli, sem yrði sniðið að því að ná samkomulagi. Ég tel þessa leið miklu betri fyrir barn, að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins foreldrisins frammi fyrir dómara. Reynslan kennir að það er einmitt það sem gerist frammi fyrir dómara. Er mér minnisstæð saga af foreldrum í öðru landi sem deildu afar harkalega um forsjá barns og fundu hvort öðru allt til foráttu. Þegar þau voru beðin hvort í sínu lagi að segja eitthvað jákvætt um hitt, þá töldu þau bæði hinu til tekna að það væri gott foreldri! Það sjónarmið hafði ekki komið fram í löngum deilum frammi fyrir dómara. Ekki óbreytt ástandÉg ætla mér ekki þá dul að vita betur en aðrir í þessu máli en ég ætla dómurum ekki að gera það heldur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku í kjölfar setningar laga, sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá, hafa um 28% foreldra, sem hafa verið dæmd til að fara saman með forsjá barns síns, alls ekkert samband sín á milli og 43% þeirra ræða ekki saman um málefni sem tengjast daglegum foreldraskyldum – sem hlýtur að vekja spurningar um líðan barns í slíkri stöðu. Það er mitt mat eftir ítarlega athugun á þessu viðkvæma máli að foreldrum sem annt er um velferð barna sinna farnist best með því að fara þá leið sem lögð er til í nýjum barnalögum. Þar er ekki talað um óbreytt ástand heldur nýja leið til að tryggja velferð barna í deilum þar sem foreldrarnir deila um forsjá þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar grein í Fréttablaðið 7. febrúar þar sem hann spyr mig í fyrirsögn hvort ég telji mig vita betur en aðrir hvað varðar leiðir til að leysa úr forsjárdeilum. Karvel Aðalsteinn vill að dómarar fái ákvörðunarvald til að fyrirskipa sameiginlega forsjá og bendir á að víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sé sá háttur hafður á og séu hvergi uppi áform um að fella niður slíka heimild dómara. Staðreyndin er sú að reynslan af þessu fyrirkomulagi er ekki einhlít, langt í frá, og hef ég lesið skýrslur og reyndar einnig fylgst með meðferð einstakra mála sem vekja miklar efasemdir í mínum huga um að þetta sé rétt fyrirkomulag. Að sjálfsögðu vil ég að meginreglan sé sú að forsjá barna sé sameiginleg hjá báðum foreldrum, eins og fyrirkomulagið er nú. Barn á rétt á því að njóta beggja foreldra sinna. Vandi verður hins vegar á höndum þegar svo harðar deilur rísa með foreldrum eftir að þau eru skilin að skiptum að utanaðkomandi aðilar verða að koma að málinu. Samkvæmt því frumvarpi sem ég hef lagt fram yrðu það aðilar sem hafa sérhæft sig í sáttameðferð og málefnum barna. Lögð yrði lagaleg skylda á herðar foreldra sem deila um forsjá og umgengni að fara í gegnum skipulegt ferli, sem yrði sniðið að því að ná samkomulagi. Ég tel þessa leið miklu betri fyrir barn, að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins foreldrisins frammi fyrir dómara. Reynslan kennir að það er einmitt það sem gerist frammi fyrir dómara. Er mér minnisstæð saga af foreldrum í öðru landi sem deildu afar harkalega um forsjá barns og fundu hvort öðru allt til foráttu. Þegar þau voru beðin hvort í sínu lagi að segja eitthvað jákvætt um hitt, þá töldu þau bæði hinu til tekna að það væri gott foreldri! Það sjónarmið hafði ekki komið fram í löngum deilum frammi fyrir dómara. Ekki óbreytt ástandÉg ætla mér ekki þá dul að vita betur en aðrir í þessu máli en ég ætla dómurum ekki að gera það heldur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku í kjölfar setningar laga, sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá, hafa um 28% foreldra, sem hafa verið dæmd til að fara saman með forsjá barns síns, alls ekkert samband sín á milli og 43% þeirra ræða ekki saman um málefni sem tengjast daglegum foreldraskyldum – sem hlýtur að vekja spurningar um líðan barns í slíkri stöðu. Það er mitt mat eftir ítarlega athugun á þessu viðkvæma máli að foreldrum sem annt er um velferð barna sinna farnist best með því að fara þá leið sem lögð er til í nýjum barnalögum. Þar er ekki talað um óbreytt ástand heldur nýja leið til að tryggja velferð barna í deilum þar sem foreldrarnir deila um forsjá þeirra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar