Eftirlitskerfið brást 1. febrúar 2012 05:00 Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, gagnrýnir velferðarráðherra fyrir að bjóða ekki öllum konum að láta fjarlægja úr sér PIP sílíkonpúðana, þótt þeir séu ekki lekir. Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira