Mismunun unga fólksins 26. janúar 2012 06:00 Á góðærisárunum fram til 2008 var ungt fólk hvatt til að kaupa sér húsnæði í stað þess að taka það á leigu. Bankar og aðrar fjármálastofnanir börðust um hylli fólks og buðu ungu fólki, sem var að kaupa sína fyrstu eign, lán sem í mörgum tilvikum dugðu fyrir öllum kaupunum. Fólki var sagt að það væri ekkert áhyggjuefni þó að fjármögnunin væri 100% lánsfé því að fasteignin stæði alltaf undir lánunum. Hins vegar velta ýmsir því fyrir sér um þessar mundir hvort 90 til 100% lán til íbúðarkaupa sé ein af ástæðunum fyrir þeim vanda sem margt ungt fólk stendur nú frammi fyrir vegna íbúðakaupa. Þessu erum við ekki sammála því að flest ungt fólk hefur alltaf þurft að taka 90 til 100% lán til fyrstu íbúðarkaupa. Það hefur bara verið spurning hvort það hafi fengið allt lánið á einum stað og hvort það hefur mátt veðsetja viðkomandi eign sem því nemur. Hér áður fyrr fór fólk, sem var að kaupa sína fyrstu eign, milli lánastofnana og kríaði út það sem hægt var á hverjum stað, jafnvel út á nafn foreldra og annarra ættingja. Ef foreldrarnir voru aflögufærir lögðu þeir unga fólkinu lið með lánum eða veðum og síðan var allnokkur hluti fenginn að láni hjá seljandanum til tiltekins árafjölda. Þegar fór að hilla undir lok góðærisins kom upp svipuð staða þegar lánastofnanir vildu ekki lengur lána með allt að 100% veði í fasteigninni sjálfri og unga fólkið þurfti aftur að leita á náðir foreldra og annarra til að brúa bilið með því að fá lánað veð í fasteign þeirra. Ekki leikur nokkur vafi á að lánveitendum var að fullu ljóst að verið væri að lána 90 til 100% af kaupverði tiltekinnar eignar en þeir settu það skilyrði að útvega þyrfti traustara veð en fólst í viðkomandi eign einni saman. 110% reglan.Nú hafa veður skipast í lofti og aðstæður allt aðrar en þegar margir þeirra sem nú eru í vandræðum skuldbundu sig til lífstíðar með kaupum á nýrri íbúð. Íbúðaverð hefur lækkað, eftirstöðvar lána hafa hækkað, bilið milli launa og afborgana breikkað og greiðslubyrðin orðin miklu þyngri en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Fjármálastofnanir hafa brugðist við með því að gefa fólki kost á afskriftum lána niður í 110% af verðmæti eigna. En ekki sitja allir við sama borð því að nú eru þeir, sem stóð til boða að taka 90 til 100% lán með veðsetningu í viðkomandi eign, lánsamari en hinir sem neyddust til að fara gömlu leiðina og fá lánuð veð hjá ættingjum og vinum til að eiga sömu möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Nú er verið að afskrifa lánin á forsendum veðanna sem hvíla á viðkomandi fasteign en ekki út frá forsendum skuldarinnar sem hvílir á viðkomandi lántaka vegna íbúðakaupanna. Skuld unga parsins, sem var sannanlega tekin til íbúðakaupanna og hvílir sem veð á fasteign foreldranna, fæst ekki tekin með í uppgjörið. Hver eru rökin fyrir þessari ósanngjörnu og óskynsamlegu mismunun? Hún er óréttlát og henni þarf að eyða. Þar sem sannanlega er hægt að sýna fram á að lán með veðum hjá foreldrum eða öðrum ættingjum hafi verið notuð til íbúðakaupa á að taka öll lán inn í 110% regluna til að allir sitji við sama borð. Mismununin á enn eftir að aukast.Allar líkur eru á að mismununin eigi eftir að aukast þegar fasteignaverð hækkar. Tökum gróft dæmi til skýringar. Aðili A, sem nýtur góðs af 110% reglunni, á fasteign sem metin er á 20 milljónir króna en á henni hvílir 29 milljóna króna skuld. Hann fær niðurfellingu samkvæmt 110% reglunni að hámarki 7 milljónir en eftir situr skuld sem nemur 22 miljónum króna. Nú hækkar fasteignaverð og hann selur eignina á 25 milljónir króna og á þá þrjár milljónir í vasa. Ef sama dæmi er yfirfært á aðila B, sem þurfti að fá veð að láni er niðurstaðan allt önnur. Hann situr uppi með sömu skuld og áður og ennþá neikvæða eignamyndun. Mismunurinn nemur 8 milljónum króna. Má ekki öllum vera ljóst (líka þeim sem hvöttu lántakendur og komu þeim í þetta klandur) að þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt og þarf að leiðrétta án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á góðærisárunum fram til 2008 var ungt fólk hvatt til að kaupa sér húsnæði í stað þess að taka það á leigu. Bankar og aðrar fjármálastofnanir börðust um hylli fólks og buðu ungu fólki, sem var að kaupa sína fyrstu eign, lán sem í mörgum tilvikum dugðu fyrir öllum kaupunum. Fólki var sagt að það væri ekkert áhyggjuefni þó að fjármögnunin væri 100% lánsfé því að fasteignin stæði alltaf undir lánunum. Hins vegar velta ýmsir því fyrir sér um þessar mundir hvort 90 til 100% lán til íbúðarkaupa sé ein af ástæðunum fyrir þeim vanda sem margt ungt fólk stendur nú frammi fyrir vegna íbúðakaupa. Þessu erum við ekki sammála því að flest ungt fólk hefur alltaf þurft að taka 90 til 100% lán til fyrstu íbúðarkaupa. Það hefur bara verið spurning hvort það hafi fengið allt lánið á einum stað og hvort það hefur mátt veðsetja viðkomandi eign sem því nemur. Hér áður fyrr fór fólk, sem var að kaupa sína fyrstu eign, milli lánastofnana og kríaði út það sem hægt var á hverjum stað, jafnvel út á nafn foreldra og annarra ættingja. Ef foreldrarnir voru aflögufærir lögðu þeir unga fólkinu lið með lánum eða veðum og síðan var allnokkur hluti fenginn að láni hjá seljandanum til tiltekins árafjölda. Þegar fór að hilla undir lok góðærisins kom upp svipuð staða þegar lánastofnanir vildu ekki lengur lána með allt að 100% veði í fasteigninni sjálfri og unga fólkið þurfti aftur að leita á náðir foreldra og annarra til að brúa bilið með því að fá lánað veð í fasteign þeirra. Ekki leikur nokkur vafi á að lánveitendum var að fullu ljóst að verið væri að lána 90 til 100% af kaupverði tiltekinnar eignar en þeir settu það skilyrði að útvega þyrfti traustara veð en fólst í viðkomandi eign einni saman. 110% reglan.Nú hafa veður skipast í lofti og aðstæður allt aðrar en þegar margir þeirra sem nú eru í vandræðum skuldbundu sig til lífstíðar með kaupum á nýrri íbúð. Íbúðaverð hefur lækkað, eftirstöðvar lána hafa hækkað, bilið milli launa og afborgana breikkað og greiðslubyrðin orðin miklu þyngri en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Fjármálastofnanir hafa brugðist við með því að gefa fólki kost á afskriftum lána niður í 110% af verðmæti eigna. En ekki sitja allir við sama borð því að nú eru þeir, sem stóð til boða að taka 90 til 100% lán með veðsetningu í viðkomandi eign, lánsamari en hinir sem neyddust til að fara gömlu leiðina og fá lánuð veð hjá ættingjum og vinum til að eiga sömu möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Nú er verið að afskrifa lánin á forsendum veðanna sem hvíla á viðkomandi fasteign en ekki út frá forsendum skuldarinnar sem hvílir á viðkomandi lántaka vegna íbúðakaupanna. Skuld unga parsins, sem var sannanlega tekin til íbúðakaupanna og hvílir sem veð á fasteign foreldranna, fæst ekki tekin með í uppgjörið. Hver eru rökin fyrir þessari ósanngjörnu og óskynsamlegu mismunun? Hún er óréttlát og henni þarf að eyða. Þar sem sannanlega er hægt að sýna fram á að lán með veðum hjá foreldrum eða öðrum ættingjum hafi verið notuð til íbúðakaupa á að taka öll lán inn í 110% regluna til að allir sitji við sama borð. Mismununin á enn eftir að aukast.Allar líkur eru á að mismununin eigi eftir að aukast þegar fasteignaverð hækkar. Tökum gróft dæmi til skýringar. Aðili A, sem nýtur góðs af 110% reglunni, á fasteign sem metin er á 20 milljónir króna en á henni hvílir 29 milljóna króna skuld. Hann fær niðurfellingu samkvæmt 110% reglunni að hámarki 7 milljónir en eftir situr skuld sem nemur 22 miljónum króna. Nú hækkar fasteignaverð og hann selur eignina á 25 milljónir króna og á þá þrjár milljónir í vasa. Ef sama dæmi er yfirfært á aðila B, sem þurfti að fá veð að láni er niðurstaðan allt önnur. Hann situr uppi með sömu skuld og áður og ennþá neikvæða eignamyndun. Mismunurinn nemur 8 milljónum króna. Má ekki öllum vera ljóst (líka þeim sem hvöttu lántakendur og komu þeim í þetta klandur) að þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt og þarf að leiðrétta án tafar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun