Leggur mikla áherslu á auðmannaskattinn 26. janúar 2012 01:00 Slær ekki af Barack Obama forseti varði verk sín á kjörtímabilinu og boðaði sérstakan auðmannaskatt sem kenndur er við Warren Buffet. Fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta. Laun auðmanna í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli upp á síðkastið eftir að í ljós kom að forsetaframbjóðandinn vellauðugi Mitt Romney hafi greitt innan við fimmtán prósent í skatt, enda falla hans tekjur undir lög um fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri en tekjuskattur sem er jafnan um 35 prósent. Þessi áætlun Obama er kennd við Warren Buffet, einn allra ríkasta mann heims, sem hefur kallað eftir því að fá að greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt. Þykir honum enda skjóta skökku við að ritarinn hans greiði hærra hlutfall en hann gerir sjálfur. Þá sló sjálfur Bill Gates á sömu strengi í viðtali við BBC í gær þar sem hann sagði að í núverandi ástandi þyrftu skattar að hækka til að hægt verði að loka fjárlagagatinu. Þeir ættu frekar að hækka hjá ríku fólki. Það væri réttlæti fólgið í því að allir færðu fórnir til að laga ástandið. Viðbúið er að málið muni mæta harðri andstöðu repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Annars þótti ræða forsetans bera þess keim að forsetakosningar verða haldnar næsta haust og Obama lagði mikla áherslu á það sem hafði afrekast í sinni valdatíð og að ástandið væri á uppleið. - þj Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta. Laun auðmanna í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli upp á síðkastið eftir að í ljós kom að forsetaframbjóðandinn vellauðugi Mitt Romney hafi greitt innan við fimmtán prósent í skatt, enda falla hans tekjur undir lög um fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri en tekjuskattur sem er jafnan um 35 prósent. Þessi áætlun Obama er kennd við Warren Buffet, einn allra ríkasta mann heims, sem hefur kallað eftir því að fá að greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt. Þykir honum enda skjóta skökku við að ritarinn hans greiði hærra hlutfall en hann gerir sjálfur. Þá sló sjálfur Bill Gates á sömu strengi í viðtali við BBC í gær þar sem hann sagði að í núverandi ástandi þyrftu skattar að hækka til að hægt verði að loka fjárlagagatinu. Þeir ættu frekar að hækka hjá ríku fólki. Það væri réttlæti fólgið í því að allir færðu fórnir til að laga ástandið. Viðbúið er að málið muni mæta harðri andstöðu repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Annars þótti ræða forsetans bera þess keim að forsetakosningar verða haldnar næsta haust og Obama lagði mikla áherslu á það sem hafði afrekast í sinni valdatíð og að ástandið væri á uppleið. - þj
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira