Of langt gengið 23. janúar 2012 06:00 Kallað er eftir bættum samgöngum í öllum landsfjórðungum. Ákveðið var 2009 að taka Vaðlaheiðargöng sérstaklega út úr röðinni, þótt þau væru ekki í röð brýnustu framkvæmda, enda myndi umferðin kosta framkvæmdina að fullu. Nú liggur fyrir að ríkissjóður mun bera kostnaðinn og óvíst er um endurgreiðslur. Samt er ætlun stjórnvalda að hraða jarðgangagerðinni. Nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá júní 2010 skýrir stöðuna í knöppu máli. Fjárhagsstaða ríkissjóðs er afar þröng og því verður ekki hægt að ráðast í ýmis brýn og ábatasöm verkefni í næstu framtíð. Stjórnvöld geta ekki tekið á sig frekari skuldbindingar. Forsenda Vaðlaheiðarganga er að það gangi eftir. Fyrrverandi samgönguráðherra sagði ítrekað í viðtali við Rás 2 þann 2. nóvember 2011, að alltaf hefði verið miðað við að ekki kæmi króna frá ríkinu til verksins og að það tefði ekki aðrar framkvæmdir. En skýrsla IFS sýnir annað. Ætlunin er að ríkissjóður leggi út fyrir öllum framkvæmdunum og fjármagnskostnaði. Þegar göngin hafa verið í rekstri í þrjú ár verður látið á það reyna hvort fyrirtækið um göngin geti aflað sér lánsfjár til þess að endurgreiða ríkinu. Ríkið tekur áhættuna af umframkostnaði, verðbólgu, umferð og veitir félaginu auk þess ábyrgð fyrir láninu. Þetta er orðið að venjulegri ríkisframkvæmd. Ástæða viðsnúningsins er einföld. Umferðin mun ekki standa undir stofnkostnaði nema að hluta til. Það átti ekki að koma neinum á óvart. Vorið 2008 samþykkti Alþingi, að tillögu Kristjáns L. Möllers, að ráðist yrði í Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd og að ríkið myndi fjármagna þau að hálfu. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi þann 17. apríl að hann hefði reiknað út að göngin ættu að geta séð um 45-60% af kostnaðinum. Fullyrðingar ári síðar um að ríkið þyrfti ekkert að greiða voru alltaf reistar á sandi. Það er of langt gengið að knýja fram Vaðlaheiðargöng, á röngum forsendum, en eiga ekki fyrir Vestmannaeyjaferju sem hæfir nýrri höfn og fresta Dýrafjarðargöngum um átta ár. Það þarf öruggar heilsárssamgöngur alls staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Kallað er eftir bættum samgöngum í öllum landsfjórðungum. Ákveðið var 2009 að taka Vaðlaheiðargöng sérstaklega út úr röðinni, þótt þau væru ekki í röð brýnustu framkvæmda, enda myndi umferðin kosta framkvæmdina að fullu. Nú liggur fyrir að ríkissjóður mun bera kostnaðinn og óvíst er um endurgreiðslur. Samt er ætlun stjórnvalda að hraða jarðgangagerðinni. Nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá júní 2010 skýrir stöðuna í knöppu máli. Fjárhagsstaða ríkissjóðs er afar þröng og því verður ekki hægt að ráðast í ýmis brýn og ábatasöm verkefni í næstu framtíð. Stjórnvöld geta ekki tekið á sig frekari skuldbindingar. Forsenda Vaðlaheiðarganga er að það gangi eftir. Fyrrverandi samgönguráðherra sagði ítrekað í viðtali við Rás 2 þann 2. nóvember 2011, að alltaf hefði verið miðað við að ekki kæmi króna frá ríkinu til verksins og að það tefði ekki aðrar framkvæmdir. En skýrsla IFS sýnir annað. Ætlunin er að ríkissjóður leggi út fyrir öllum framkvæmdunum og fjármagnskostnaði. Þegar göngin hafa verið í rekstri í þrjú ár verður látið á það reyna hvort fyrirtækið um göngin geti aflað sér lánsfjár til þess að endurgreiða ríkinu. Ríkið tekur áhættuna af umframkostnaði, verðbólgu, umferð og veitir félaginu auk þess ábyrgð fyrir láninu. Þetta er orðið að venjulegri ríkisframkvæmd. Ástæða viðsnúningsins er einföld. Umferðin mun ekki standa undir stofnkostnaði nema að hluta til. Það átti ekki að koma neinum á óvart. Vorið 2008 samþykkti Alþingi, að tillögu Kristjáns L. Möllers, að ráðist yrði í Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd og að ríkið myndi fjármagna þau að hálfu. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi þann 17. apríl að hann hefði reiknað út að göngin ættu að geta séð um 45-60% af kostnaðinum. Fullyrðingar ári síðar um að ríkið þyrfti ekkert að greiða voru alltaf reistar á sandi. Það er of langt gengið að knýja fram Vaðlaheiðargöng, á röngum forsendum, en eiga ekki fyrir Vestmannaeyjaferju sem hæfir nýrri höfn og fresta Dýrafjarðargöngum um átta ár. Það þarf öruggar heilsárssamgöngur alls staðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar