Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 19:19 Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira