Brekkurnar í Bláfjöllum mýktar með grasi úr Reykjavík 12. desember 2012 12:15 Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna. Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður góðar. Magnús Árnason framkvæmdastjóri segir forréttindi að fá að keyra upp í fjöll á hverjum degi í vinnuna. Aðstæður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum hafa verið einstaklega góðar undanfarin ár. Ástæður þess eru ekki bara veðurfarslegar og margt sem kemur til. Mikil landgræðsla hefur átt sér stað undanfarin sumur á svæðinu sem bætir aðstæður enn frekar. „Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót. Þá þarf minni snjó til að gera brekkurnar skíðafærar. Auk þess verður hér miklu fallegra um að litast á sumrin,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins. „Við höfum einnig verið að reisa svokallaðar snjógirðingar sem safna saman snjó sem annars fyki bara burt. Hann er svo notaður til að troða í brekkurnar og munar ótrúlega miklu um þetta.“ Magnús hefur starfað sem framkvæmdastjóri skíðasvæðisins síðan 2007. „Ég var nú ekki ráðinn út af skíðakunnáttunni, enda bara miðlungsskíðamaður. Ég kann hins vegar mjög vel við starfið sem er virkilega fjölbreytt og krefjandi. Suma daga er ég allan daginn á skrifstofunni en aðra er ég kominn út í kuldagalla að splæsa víra eða græja einhverja hluti. Það eru auðvitað forréttindi að fá að keyra í vinnuna upp í fjöll á hverjum degi og njóta þeirrar fegurðar sem hér er.“ Á skíðasvæðinu starfa fimm starfsmenn allt árið en á háannatímum eru þeir um 23. „Ef það er lokað þá er verið sinna viðhaldi sem ekki er hægt að sinna þegar lyftur eru í gangi og allt fullt af fólki.“Töfrateppi fyrir börnin Um þessar mundir er unnið að uppsetningu á svokölluðu töfrateppi sem er færiband sem flytur fólk upp brekkurnar og er tilvalið fyrir byrjendur og börn allt niður í tveggja ára. „Við erum að leggja lokahönd á 72 metra langt töfrateppi sem er nýjasta viðbótin í Bláfjöllum. Í kringum töfrateppið munum við svo leggja áherslu á frekari uppbyggingu sérstaks fjölskyldusvæðis. Skíðaiðkun er nefnilega mjög ódýr og fjölskylduvæn íþrótt. Hingað koma heilu fjölskyldurnar saman, þótt þær skíði ekkert endilega saman allan tímann þá hittast þær í skálanum og fá sér kakó og allir fara sælir og glaðir heim.“Allar upplýsingar um opnun, rútuferðir og aðstæður hverju sinni má fá á skidasvaedi.is, í síma 5303000 og á Facebook-síðu undir Skíðasvæðin Bláfjöll/Skálafell. Skíðasvæði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður góðar. Magnús Árnason framkvæmdastjóri segir forréttindi að fá að keyra upp í fjöll á hverjum degi í vinnuna. Aðstæður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum hafa verið einstaklega góðar undanfarin ár. Ástæður þess eru ekki bara veðurfarslegar og margt sem kemur til. Mikil landgræðsla hefur átt sér stað undanfarin sumur á svæðinu sem bætir aðstæður enn frekar. „Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót. Þá þarf minni snjó til að gera brekkurnar skíðafærar. Auk þess verður hér miklu fallegra um að litast á sumrin,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins. „Við höfum einnig verið að reisa svokallaðar snjógirðingar sem safna saman snjó sem annars fyki bara burt. Hann er svo notaður til að troða í brekkurnar og munar ótrúlega miklu um þetta.“ Magnús hefur starfað sem framkvæmdastjóri skíðasvæðisins síðan 2007. „Ég var nú ekki ráðinn út af skíðakunnáttunni, enda bara miðlungsskíðamaður. Ég kann hins vegar mjög vel við starfið sem er virkilega fjölbreytt og krefjandi. Suma daga er ég allan daginn á skrifstofunni en aðra er ég kominn út í kuldagalla að splæsa víra eða græja einhverja hluti. Það eru auðvitað forréttindi að fá að keyra í vinnuna upp í fjöll á hverjum degi og njóta þeirrar fegurðar sem hér er.“ Á skíðasvæðinu starfa fimm starfsmenn allt árið en á háannatímum eru þeir um 23. „Ef það er lokað þá er verið sinna viðhaldi sem ekki er hægt að sinna þegar lyftur eru í gangi og allt fullt af fólki.“Töfrateppi fyrir börnin Um þessar mundir er unnið að uppsetningu á svokölluðu töfrateppi sem er færiband sem flytur fólk upp brekkurnar og er tilvalið fyrir byrjendur og börn allt niður í tveggja ára. „Við erum að leggja lokahönd á 72 metra langt töfrateppi sem er nýjasta viðbótin í Bláfjöllum. Í kringum töfrateppið munum við svo leggja áherslu á frekari uppbyggingu sérstaks fjölskyldusvæðis. Skíðaiðkun er nefnilega mjög ódýr og fjölskylduvæn íþrótt. Hingað koma heilu fjölskyldurnar saman, þótt þær skíði ekkert endilega saman allan tímann þá hittast þær í skálanum og fá sér kakó og allir fara sælir og glaðir heim.“Allar upplýsingar um opnun, rútuferðir og aðstæður hverju sinni má fá á skidasvaedi.is, í síma 5303000 og á Facebook-síðu undir Skíðasvæðin Bláfjöll/Skálafell.
Skíðasvæði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira