Segir Glitni hafa verið betur tryggðan eftir viðskiptin Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2012 17:52 Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ákærður fyrir aðild að Aurum málinu. Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar. Aurum Holding málið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar.
Aurum Holding málið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira