Massa fær fimm sæta refsingu á ráslínu Birgir Þór Harðarson skrifar 18. nóvember 2012 18:17 Þeir hjá Ferrari eru sniðugir og beita öllum brögðum til að koma sínum mönnum áfram - eða afturá bak. Felipe Massa, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem hefst nú eftir tæpan klukkutíma. Alonso færist því úr áttunda sæti í það sjöunda og yfir á hreinni hluta brautarinnar. Þetta er taktísk ákvörðun fyrir Ferrari-liðið fyrir báða ökumenn sína. Refsingin er framkölluð með því að brjóta innsigli á gírkassa Ferrari-bíls Massa. Massa og Alonso áttu að ræsa vinstra megin á brautinni, sem er mun skítugari og sleipari en hægra megin. "Þetta er sleipara en í rigningunni," sagði Massa eftir tímatökurnar í gær þegar hann var spurður út í stöðu sína á brautinni. Lewis Hamilton, ökuþór McLaren, sagðist jafnframt hafa meiri áhyggjur af því að rástaður hans í öðru sæti væri vinstra megin, og á sleipari hluta brautarinnar, en að hann kæmist klakklaust í gegnum fyrstu beygju. Massa ræsir því ellefti í kappakstrinum og Fernando Alonso í sjöunda sæti. Lewis Hamilton og McLaren-liðið ætlar ekki að bregðast við eins og Ferrari og Red Bull-liðið segist ekki hafa áhyggjur af þessu. Vildi láta hreinsa brautinaHamilton vildi í raun láta hreinsa brautina þar sem hann ræsir. "Ég talaði við Charlie Whiting, dómarana, mótstjórann og meira að segja eiganda brautarinnar," sagði Hamilton. "Vonandi hefur einhver farið út með kúst." Margir ökumenn hafa kvartað yfir því að ræsa hægra megin. Allir telja sig vera í mun verri stöðu en þeir hægra megin og fyrir aftan þá. Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Felipe Massa, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem hefst nú eftir tæpan klukkutíma. Alonso færist því úr áttunda sæti í það sjöunda og yfir á hreinni hluta brautarinnar. Þetta er taktísk ákvörðun fyrir Ferrari-liðið fyrir báða ökumenn sína. Refsingin er framkölluð með því að brjóta innsigli á gírkassa Ferrari-bíls Massa. Massa og Alonso áttu að ræsa vinstra megin á brautinni, sem er mun skítugari og sleipari en hægra megin. "Þetta er sleipara en í rigningunni," sagði Massa eftir tímatökurnar í gær þegar hann var spurður út í stöðu sína á brautinni. Lewis Hamilton, ökuþór McLaren, sagðist jafnframt hafa meiri áhyggjur af því að rástaður hans í öðru sæti væri vinstra megin, og á sleipari hluta brautarinnar, en að hann kæmist klakklaust í gegnum fyrstu beygju. Massa ræsir því ellefti í kappakstrinum og Fernando Alonso í sjöunda sæti. Lewis Hamilton og McLaren-liðið ætlar ekki að bregðast við eins og Ferrari og Red Bull-liðið segist ekki hafa áhyggjur af þessu. Vildi láta hreinsa brautinaHamilton vildi í raun láta hreinsa brautina þar sem hann ræsir. "Ég talaði við Charlie Whiting, dómarana, mótstjórann og meira að segja eiganda brautarinnar," sagði Hamilton. "Vonandi hefur einhver farið út með kúst." Margir ökumenn hafa kvartað yfir því að ræsa hægra megin. Allir telja sig vera í mun verri stöðu en þeir hægra megin og fyrir aftan þá.
Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira