Atli Hilmarsson sleit tvisvar hásin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2012 12:30 Atli Hilmarsson Mynd/Anton Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira