McLaren: Áhætta að ráða Perez Birgir Þór Harðarson skrifar 8. nóvember 2012 17:29 Perez og Button, liðsfélagar á nýju ári. nordicphotos/afp Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum. Formúla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum.
Formúla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira