Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 24-25 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mosfellsbæ skrifar 25. október 2012 19:15 Logi Geirsson snýr aftur á handboltavöllinn í kvöld. FH vann eins marks sigur á Aftureldingu 25-24 að Varmá í kvöld í N1 deild karla í handabolta. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn jafna og spennandi en Afturelding missti boltann þegar tíu sekúndur voru eftir og misstu af tækifæri til að ná jafntefli. FH byrjaði leikinn betur og voru heimamenn þó nokkurn tíma að átta sig á að það þyrfti að gang út í skyttur FH. Ólafur Gústafsson, Andri Berg og Ragnar Jóhannsson röðuðu inn mörkum í upphafi og FH náði þriggja marka forystu 3-6 eftir átta mínútur. Þegar Mosfellingar vöknuðu í vörninni komst baráttuglatt lið Aftureldingar inn í leikinn og komst yfir 13-12 þegar skammt var til hálfleiks en FH jafnaði fyrir hálfleik og þar við sat, 13-13. Bæði lið áttu í vandræðum með sóknarleikinn fyrstu mínútur seinni hálfleiks en FH-ingar náðu fyrr áttum og komust mest fimm mörkum yfir 22-17 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Eins og svo oft áður þá gafst lið Aftureldingar ekki upp. Með fínum varnarleik og mikilli baráttu náði liðið minnka muninn í eitt mark þegar tíu mínútur voru eftir 22-21. FH komst aftur tveimur mörkum yfir og í hvert skipti sem Afturelding náði að minnka muninn í ett mark svöruðu gestirnir úr Hafnarfirði og tryggðu sér sigurinn í lokin þegar annars góður Sverrir Hermannsson kastaði boltanum í hendur FH-inga. Logi Geirsson mætti til leiks á ný og átti hann síðasta skot leiksins úr hraðaupphlaupi en það fór beint í fínan markvörð Aftureldingar, Davíð Svansson. Logi skoraði tvö mörk í leiknum en á greinilega nokkuð í land með leikæfingu en hann er mikill fengur fyrir lið FH sem á mikið inni. Daníel Freyr Andrésson lék vel í marki FH en markaskorun dreifðist vel á þá sex leikmenn liðsins sem skoruðu í leiknum. Sverrir Hermannsson og Jóhann Jóhannsson skoruðu mest fyrir Aftureldingu en þurfti báðir mörg skot til þess en nái lið Aftureldingar að bæta sóknarleik sinn á liðið mikið inni þó það sitji sem fastast á botninum. Logi: Ég á helling inni„Ég er helvíti snöggur en ég hefði átt að gera betur í dag. Ég gerði það sem þurfti. Ég fæ það hlutverk í liðinu að stýra því og koma með nýja hluti inná. Það tekur tíma að ná því enda er ég rétt að komast inn í kerfin en við verðum sterkir gegn Haukum í næstu leik, ég lofa því," sagði hress Logi Geirsson í leikslok en hann virkaði óneitanlega ryðgaður eftir að hafa verið lengi frá handboltavellinum.. „Það er ekki sama að vera á æfingum og spila leiki en ég á helling inni. Ég þarf að koma rólega af stað, þetta er langt tímabil. Þetta er fyrsta skipti í langan tíma sem ég er verkjalaus í öxlinni og nú get ég leikið mér aðeins, svo ætla ég að vinna mig í skyttuna smám saman, byrja á miðjunni. „Þeir komu mér frekar mikið á óvart, ég vissi ekki að þeir væru svona sterkir. Við gerðum allt og mikið af vitleysum, þetta er of stíft hjá okkur. Við höfum 15 daga í Haukana og við ætlum að vinna þann leik þó þeir séu með sterkt lið. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Það vantar að spila okkur alla saman fyrir utan. við erum fimm sem erum að rúlla. Mér finnst við eiga mikið inni með þessa útilínu. Við þurfum að virkja þetta betur. „Þetta var allt of erfitt í dag. Við vorum komnir með þetta í fimm mörk og þetta var þægilegt en svo gerast hlutir sem eiga ekki að gerast," sagði Logi að lokum. Davíð: Slakur sóknarleikur fór með þetta„Þetta verður ekki mikið súrara en þetta, það verður að segjast eins og er," sagði Davíð Svansson markvörður Aftureldingar um að tapa með einu marki á heimavelli. „Við erum allt of slakir sóknarlega í fyrri hálfleik. Staðan var 13-13 í hálfleik en erum bara komnir í 15 mörk þegar 13 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Það útaf fyrir sig er ekki næstum því nógu mikið. „Það var of mikið að missa þá í fimm mörk. Það er oft erfitt og þá sérstaklega að vinna upp forskotið og missa þá aftur í þrjú mörk. „Við erum ekki lélegt lið en við verðum að vera duglegri að sækja okkur stig. Við erum bara með tvö stig í sex leikjum, það er ekki nógu gott. „Við höldum áfram að berjast. Það er frábært að Rothöggið sé mætt, það er yndislegt að spila fyrir framan þá en við þurfum að fá stig til að halda þeim á pöllunum," sagði Davíð en Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldinga, mætti á pallana í kvöld og lét vel í sér heyra en nú þarf sveitin að mæta aftur næst þó enginn Logi Geirsson verði í heimsókn. Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
FH vann eins marks sigur á Aftureldingu 25-24 að Varmá í kvöld í N1 deild karla í handabolta. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn jafna og spennandi en Afturelding missti boltann þegar tíu sekúndur voru eftir og misstu af tækifæri til að ná jafntefli. FH byrjaði leikinn betur og voru heimamenn þó nokkurn tíma að átta sig á að það þyrfti að gang út í skyttur FH. Ólafur Gústafsson, Andri Berg og Ragnar Jóhannsson röðuðu inn mörkum í upphafi og FH náði þriggja marka forystu 3-6 eftir átta mínútur. Þegar Mosfellingar vöknuðu í vörninni komst baráttuglatt lið Aftureldingar inn í leikinn og komst yfir 13-12 þegar skammt var til hálfleiks en FH jafnaði fyrir hálfleik og þar við sat, 13-13. Bæði lið áttu í vandræðum með sóknarleikinn fyrstu mínútur seinni hálfleiks en FH-ingar náðu fyrr áttum og komust mest fimm mörkum yfir 22-17 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Eins og svo oft áður þá gafst lið Aftureldingar ekki upp. Með fínum varnarleik og mikilli baráttu náði liðið minnka muninn í eitt mark þegar tíu mínútur voru eftir 22-21. FH komst aftur tveimur mörkum yfir og í hvert skipti sem Afturelding náði að minnka muninn í ett mark svöruðu gestirnir úr Hafnarfirði og tryggðu sér sigurinn í lokin þegar annars góður Sverrir Hermannsson kastaði boltanum í hendur FH-inga. Logi Geirsson mætti til leiks á ný og átti hann síðasta skot leiksins úr hraðaupphlaupi en það fór beint í fínan markvörð Aftureldingar, Davíð Svansson. Logi skoraði tvö mörk í leiknum en á greinilega nokkuð í land með leikæfingu en hann er mikill fengur fyrir lið FH sem á mikið inni. Daníel Freyr Andrésson lék vel í marki FH en markaskorun dreifðist vel á þá sex leikmenn liðsins sem skoruðu í leiknum. Sverrir Hermannsson og Jóhann Jóhannsson skoruðu mest fyrir Aftureldingu en þurfti báðir mörg skot til þess en nái lið Aftureldingar að bæta sóknarleik sinn á liðið mikið inni þó það sitji sem fastast á botninum. Logi: Ég á helling inni„Ég er helvíti snöggur en ég hefði átt að gera betur í dag. Ég gerði það sem þurfti. Ég fæ það hlutverk í liðinu að stýra því og koma með nýja hluti inná. Það tekur tíma að ná því enda er ég rétt að komast inn í kerfin en við verðum sterkir gegn Haukum í næstu leik, ég lofa því," sagði hress Logi Geirsson í leikslok en hann virkaði óneitanlega ryðgaður eftir að hafa verið lengi frá handboltavellinum.. „Það er ekki sama að vera á æfingum og spila leiki en ég á helling inni. Ég þarf að koma rólega af stað, þetta er langt tímabil. Þetta er fyrsta skipti í langan tíma sem ég er verkjalaus í öxlinni og nú get ég leikið mér aðeins, svo ætla ég að vinna mig í skyttuna smám saman, byrja á miðjunni. „Þeir komu mér frekar mikið á óvart, ég vissi ekki að þeir væru svona sterkir. Við gerðum allt og mikið af vitleysum, þetta er of stíft hjá okkur. Við höfum 15 daga í Haukana og við ætlum að vinna þann leik þó þeir séu með sterkt lið. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Það vantar að spila okkur alla saman fyrir utan. við erum fimm sem erum að rúlla. Mér finnst við eiga mikið inni með þessa útilínu. Við þurfum að virkja þetta betur. „Þetta var allt of erfitt í dag. Við vorum komnir með þetta í fimm mörk og þetta var þægilegt en svo gerast hlutir sem eiga ekki að gerast," sagði Logi að lokum. Davíð: Slakur sóknarleikur fór með þetta„Þetta verður ekki mikið súrara en þetta, það verður að segjast eins og er," sagði Davíð Svansson markvörður Aftureldingar um að tapa með einu marki á heimavelli. „Við erum allt of slakir sóknarlega í fyrri hálfleik. Staðan var 13-13 í hálfleik en erum bara komnir í 15 mörk þegar 13 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Það útaf fyrir sig er ekki næstum því nógu mikið. „Það var of mikið að missa þá í fimm mörk. Það er oft erfitt og þá sérstaklega að vinna upp forskotið og missa þá aftur í þrjú mörk. „Við erum ekki lélegt lið en við verðum að vera duglegri að sækja okkur stig. Við erum bara með tvö stig í sex leikjum, það er ekki nógu gott. „Við höldum áfram að berjast. Það er frábært að Rothöggið sé mætt, það er yndislegt að spila fyrir framan þá en við þurfum að fá stig til að halda þeim á pöllunum," sagði Davíð en Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldinga, mætti á pallana í kvöld og lét vel í sér heyra en nú þarf sveitin að mæta aftur næst þó enginn Logi Geirsson verði í heimsókn.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira