Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2012 20:15 Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira