Pistill: Óskiljanlegar ákvarðanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2012 17:00 Mynd/Stefán Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30. Handbolti Pistillinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Ólíklegt er að hornamaðurinn Þórir Ólafsson hafi jafnað sig á því að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir Ólympíuleikana í handbolta. Skyldi engan undra. Þegar landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson skar 19 manna æfingahóp niður um fimm leikmenn, svo eftir stóðu fjórtán ólympíufarar Íslands, áttu flestir von á því að eini eiginlegi hægri hornamaðurinn ætti þar víst sæti. Ekki aðeins þar sem hann var einn um stöðuna heldur hefur frammistaða hans í íslenska landsliðsbúningnum sjaldnast valdið vonbrigðum. Guðmundur er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og valdi þrjá línumenn. Auk varnartröllsins Vignis Svavarssonar voru Kári Kristján Kristjánsson og Róbert Gunnarsson á leiðinni til London. „Þeir eru svo ólíkar týpur. Róbert er oft mjög góður gegn framliggjandi vörnum. Snöggur og góður að skjóta sér í eyður. Kári er miklu þyngri línumaður sem nær að halda hindrun lengur og getur nýst enn betur gegn hávaxnari og þyngri varnarmönnum," sagði Guðmundur þegar undirritaður spurði hann út í ákvörðunina að taka tvo sóknarlínumenn til London og engan hægri hornamann. Hægri skytturnar Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu standa vaktina í hægra horninu og vafalítið gera það með ágætum. Hvorugur þeirra er þó jafnlíklegur til að skora úr þeim þröngu færum sem hornamenn eru vanir og Þórir Ólafsson sem hefur það að atvinnu. Á sjö árum í starfi landsliðsþjálfara hefur ýmislegt vakið athygli við val Guðmundar á lokahópum. Lítið hefur þó verið um gagnrýni að mótunum loknum enda árangurinn oftar en ekki framar vonum. Réttara sagt hefur árangurinn verið einstakur og rétt að bíða og sjá hvort Guðmundur hafi ekki í enn eitt skiptið hitt naglann á höfuðið. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í fyrrmálið gegn Argentínu. Flautað verður til leiks klukkan 8:30.
Handbolti Pistillinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti