Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa Vilhjálmur Pétursson skrifar 28. júní 2012 15:30 Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun