Stuðningsgrein: Kjósandi góður Pétur Pétursson skrifar 28. júní 2012 18:00 Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem virðir hefðbundna túlkun á stjórnarskránni og er reiðubúinn að gangast undir siðareglur, sem jafnvel aðrir en hann sjálfur fá að setja embættinu? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem ekki er saurgaður af óhaminni framgöngu sinni í pólitískum hráskinnaleik og leðjuslag fyrr og nú? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem líklegur er til að veita réttkjörnum stjórnvöldum komandi ára eðlilegan vinnufrið og starfsaðstæður? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti orðið tákn um bættan og siðlegri hugsunarhátt hrunþjóðarinnar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta með svo hriflujónasarlegt sjálfsálit að hann telji sér heimilt að tækifæristúlka stjórnarskrána og sniðganga viðteknar, óskráðar siðareglur og telji sig einan færan um að bjarga þjóð sinni úr þrengingum? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem getur skipt um hugsjónir og vopnabræður líkt og nærföt? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú að forsetinn nýti embætti sitt til að ganga erinda og ryðja braut óvönduðum fjárglæframönnum og vera klappstýra þeirra? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem beitir lýðskrumi til að draga úr óvinsældum flekkaðs ferils síns með því að oftúlka mikilvægi einstakra ágreiningsefna? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem hlotið hefur áfellisdóm í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir það að hafa fullur þjóðernishroka beitt blekkingum í þágu braskara? Ef svo er sittu þá heima á kjördag og reyndu að skammast þín. Vilt þú taka þátt í að skapa nýtt Ísland og hreinsa burt leifar þess spillta karlaveldis, er olli og tók þátt í hruninu, og yngja þannig upp ásjónu þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Annars eyðirðu atkvæðinu þínu til einskis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem virðir hefðbundna túlkun á stjórnarskránni og er reiðubúinn að gangast undir siðareglur, sem jafnvel aðrir en hann sjálfur fá að setja embættinu? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem ekki er saurgaður af óhaminni framgöngu sinni í pólitískum hráskinnaleik og leðjuslag fyrr og nú? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem líklegur er til að veita réttkjörnum stjórnvöldum komandi ára eðlilegan vinnufrið og starfsaðstæður? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti orðið tákn um bættan og siðlegri hugsunarhátt hrunþjóðarinnar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta með svo hriflujónasarlegt sjálfsálit að hann telji sér heimilt að tækifæristúlka stjórnarskrána og sniðganga viðteknar, óskráðar siðareglur og telji sig einan færan um að bjarga þjóð sinni úr þrengingum? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem getur skipt um hugsjónir og vopnabræður líkt og nærföt? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú að forsetinn nýti embætti sitt til að ganga erinda og ryðja braut óvönduðum fjárglæframönnum og vera klappstýra þeirra? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem beitir lýðskrumi til að draga úr óvinsældum flekkaðs ferils síns með því að oftúlka mikilvægi einstakra ágreiningsefna? Ef svo er sittu þá heima á kjördag. Vilt þú forseta, sem hlotið hefur áfellisdóm í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir það að hafa fullur þjóðernishroka beitt blekkingum í þágu braskara? Ef svo er sittu þá heima á kjördag og reyndu að skammast þín. Vilt þú taka þátt í að skapa nýtt Ísland og hreinsa burt leifar þess spillta karlaveldis, er olli og tók þátt í hruninu, og yngja þannig upp ásjónu þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Annars eyðirðu atkvæðinu þínu til einskis.