Forseti sem þorir Eirún Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2012 13:00 Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga. Og núna árið 2012 er möguleiki á fyrstu karlkyns „forsetafrúnni“ á Íslandi, sem verður auk þess í feðraorlofi til þess að byrja með - sem mun sannarlega vekja alþjóðlega athygli á þeirri sérstöðu sem íslenskir karlar njóta og við ættum að geta verið raunverulega stolt af sem jafnréttissinar. Við fáum nú tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sjálfstæður og um leið, ásamt maka sínum, ein af táknmyndum þess sem nútíma jafnréttissamfélag getur boðið uppá; frelsi einstaklinga óháð kyni. En fyrst og fremst fáum við samt tækifæri til þess að kjósa í embættið vel menntaðan reynslubolta í alþjóðlegum stjórnmálum og fjölmiðlum sem kann að greina hismið frá kjarnanum í flóknum málum og að tala vafningalaust og skýrt til almennings. Þann 30. júní næstkomandi fáum við sem sagt tækifæri til þess að kjósa nýjan forseta. Þakka þeim fyrri fyrir vel unnin störf á 16 ára ferli sínum og leyfa nýjum straumum og þekkingu að komast að. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að skipta um starfsvettvang á hinum sífelldu umbreytingatímum sem lífið er og takast á við ný og krefjandi verkefni. Við fáum tækifæri til þess að kjósa forseta sem þorir að vera mótandi jákvætt afl í samfélaginu. Forseta sem þorir að leggja áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu frekar en það sem sundrar því. Forseta sem þorir að lýsa yfir hlutleysi í málefnum sem kljúfa þjóðina svo að um embættið ríki friður á ófriðartímum. Forseta sem þorir að vera raunverulegur friðarsinni. Við fáum jafnframt fækifæri til þess að kjósa forseta sem treystir öðrum þjóðkjörnum fulltrúum á hverjum tíma til þeirra starfa sem þeir voru kosnir til af fólkinu í landinu. Forseta sem hefur engu að síður dómgreind og kjark til þess að bregðast við á ögurstundu. Við fáum einnig tækifæri til þess að kjósa forseta sem er sérlega alþýðlegur og hefur reynslu og þekkingu af því að setja sig inn í margslungin mál og ræða við fólk úr ólíkum áttum, jafnt Dalai Lama sem bóndann á Miðskeri. Við fáum tækfæri til þess að kjósa forseta sem hefur færni til þess að greina aðstæður í þjóðfélaginu og hlutverk sitt í þeim. Forseta sem hefur getu til þess að átta sig á raunverulegum styrkleika fólksins í landinu og leggja áherslu á þá getu sem innistæða er fyrir. Þann 30. júní fáum við einstakt tækifæri til þess að kjósa forseta sem býr yfir krafti, mýkt og skynsemi til þess að takast á við nýja tíma. Það væri súrt ef við misstum af því einstaka tækifæri.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun