Hvers vegna Þóra? Inga Hrönn Stefánsdóttir skrifar 8. maí 2012 13:30 Það eru forsetakosningar í nánd sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Vorið er komið og margir mjög frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. En hvers vegna eru þeir að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta sem hefur átt farsælt starf? Getur verið að þjóðin vilji breytingar? Getur verið að þegar sitjandi forseti er kominn á eftirlaunaaldur sé kominn tími á breytingar? Getur líka verið að sú yfirlýsing forseta, að e.t.v. muni hann vilja losna undan embættinu eftir tvö ár, sé ástæða þess að ekki sé svo eftirsóknarvert að kjósa hann? Eða viljum við nýjar kosningar aftur þá og ætlum svo að kvarta yfir því hvað það sé dýrt að halda kosningar? Þessar spurningar leita á mig og urðu kveikja þess að ég sting niður penna. Ég kaus Ólaf Ragnar á sínum tíma og kann honum bestu þakkir fyrir störf sín í mína þágu. En í sumar vil ég sjá breytingar og ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Hvers vegna? Jú það er kominn tími á breytingar og ekki bara breytinganna vegna. Ég vil sjá forseta sem er tilbúinn í slaginn til lengri tíma. Ekki bara í 2 ár eða hámark næstu 4 ár. Ég vil sjá forseta sem er ópólítískur svo embættið fari ekki að snúast um flokkapólítik og við séum í eilífri sundrung. Ég vil sjá forseta sem nær til ólíkra aldurshópa og getur sameinað þessa þjóð sem á í vandræðum eftir „hrunið". „Hvernig ætlar Þóra að sameina þjóðina" spyr fólk gjarnan. Ég treysti henni til að stappa stálinu í fólk, fá okkur til þess að horfa fram á við, breyta bölmóð í baráttu, svo við áttum okkur á því að það er hægt að halda áfram ef við vinnum öll að þessu markmiði í sameiningu. Hugarfarinu þarf að breyta. Þóra gerir það ekki fyrir okkur en hún getur hvatt okkur til þess. Sannur fyrirliði er alltaf einn af hlekkjunum í keðjunni en hann er samt sá sem fer fyrir sínu liði, heilsar upp á hitt liðið og býður það velkomið til leiks. Þóra hefur tekið á móti fólki í þáttum Kastljóssins um langa hríð, hún er sú sem er send á vettvang til að ræða við erlenda gesti úr öllum þjóðfélagshópum. Þóra hefur gert það með miklum sóma og því treysti ég henni til að koma fram fyrir hönd þjóðar okkar og gera það vel. Talað er um „veislustjóraembættið" á Bessastöðum. Ég veit ekki betur en að það sé hörkuvinna að vera veislustjóri, geta komið vel fram, verið vel inni í innlendum sem erlendum þjóðfélagsmálum. Við sem þjóð viljum alltaf líta sem best út í augum útlendinga. Við ættum þá að vera ánægð með glæsilegan frambjóðanda sem er tilbúinn að taka það að sér. Ég efast ekki um að Þóra myndi vinna það vel af hendi. Einnig er talað um barneignir Þóru, þ.e. hvað í ósköpunum hún sé að hugsa að ætla sér í kosningabaráttu með ungabarn í fanginu. Sérstaklega hef ég heyrt þessa umræðu frá yngri konum. Ég veit ekki betur en að þau séu tvö foreldrarnir sem bjuggu til barnið og koma tvö til með að sinna því. Konur hafa alltaf unnið mikið á Íslandi og ekki þurft að velja á milli þess að vera heimavinnandi eða skapa sér starfsframa, þær hafa gert hvoru tveggja því á Íslandi hafa þær val. Er ekki einmitt bara fínt að fá konu úr okkar röðum sem þekkir brauðstritið, uppeldið, hraðann í þjóðfélaginu og veit upp á hár hvað þessi venjulegi Íslendingur er að glíma við bæði fyrir og eftir hrun og bleiuskipti? Ef Þóra treystir sér persónulega í slaginn hvers vegna truflar það þá aðrar konur? Ég hugsa að hún fái frekar meiri tíma með barninu ef eitthvað, komist hún á Bessastaði - ekki síst með eiginmann sem hefur alið upp 5 börn þá hlýt ég að treysta því að hann kunni að hita pela! Ungur aldur Þóru er einnig umræðuefni. Gæti hún mögulega verið of ung? Of ung til hvers spyr ég. Er hún of ung til að tala fjölda tungumála sem hún kann reiprennandi nú þegar? Er hún of ung til að kynna land og þjóð sem hún hefur nú þegar gert sem leiðsögumaður?. Er hún of ung til að taka á móti þjóðhöfðingjum annarra landa eða of ung til að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim? Væri betra ef hún væri 43ja eða 52ja? Ef aldur er það sem flækist fyrir fólki þá bendi ég á að það er líka hægt að verða of gamall í embætti. Við megum ekki vera hrædd við breytingar því það eina sem kemur okkur út úr erfiðleikunum eru einmitt breytingar. Látum ekki hræðsluáróður villa okkur sýn, að þjóðin geti ekki verið án forseta sem þarf alltaf að passa okkur fyrir okkur sjálfum. Hættum að vera föst á sama stað og treystum okkur til að taka réttar ákvarðanir. Við þurfum einmitt nýjan forseta sem við trúum að geti breytt hugarfari þjóðar; forseta sem öll þjóðin getur fylkt sér að baki. Þess vegna fær Þóra Arnórsdóttir mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það eru forsetakosningar í nánd sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Vorið er komið og margir mjög frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. En hvers vegna eru þeir að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta sem hefur átt farsælt starf? Getur verið að þjóðin vilji breytingar? Getur verið að þegar sitjandi forseti er kominn á eftirlaunaaldur sé kominn tími á breytingar? Getur líka verið að sú yfirlýsing forseta, að e.t.v. muni hann vilja losna undan embættinu eftir tvö ár, sé ástæða þess að ekki sé svo eftirsóknarvert að kjósa hann? Eða viljum við nýjar kosningar aftur þá og ætlum svo að kvarta yfir því hvað það sé dýrt að halda kosningar? Þessar spurningar leita á mig og urðu kveikja þess að ég sting niður penna. Ég kaus Ólaf Ragnar á sínum tíma og kann honum bestu þakkir fyrir störf sín í mína þágu. En í sumar vil ég sjá breytingar og ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Hvers vegna? Jú það er kominn tími á breytingar og ekki bara breytinganna vegna. Ég vil sjá forseta sem er tilbúinn í slaginn til lengri tíma. Ekki bara í 2 ár eða hámark næstu 4 ár. Ég vil sjá forseta sem er ópólítískur svo embættið fari ekki að snúast um flokkapólítik og við séum í eilífri sundrung. Ég vil sjá forseta sem nær til ólíkra aldurshópa og getur sameinað þessa þjóð sem á í vandræðum eftir „hrunið". „Hvernig ætlar Þóra að sameina þjóðina" spyr fólk gjarnan. Ég treysti henni til að stappa stálinu í fólk, fá okkur til þess að horfa fram á við, breyta bölmóð í baráttu, svo við áttum okkur á því að það er hægt að halda áfram ef við vinnum öll að þessu markmiði í sameiningu. Hugarfarinu þarf að breyta. Þóra gerir það ekki fyrir okkur en hún getur hvatt okkur til þess. Sannur fyrirliði er alltaf einn af hlekkjunum í keðjunni en hann er samt sá sem fer fyrir sínu liði, heilsar upp á hitt liðið og býður það velkomið til leiks. Þóra hefur tekið á móti fólki í þáttum Kastljóssins um langa hríð, hún er sú sem er send á vettvang til að ræða við erlenda gesti úr öllum þjóðfélagshópum. Þóra hefur gert það með miklum sóma og því treysti ég henni til að koma fram fyrir hönd þjóðar okkar og gera það vel. Talað er um „veislustjóraembættið" á Bessastöðum. Ég veit ekki betur en að það sé hörkuvinna að vera veislustjóri, geta komið vel fram, verið vel inni í innlendum sem erlendum þjóðfélagsmálum. Við sem þjóð viljum alltaf líta sem best út í augum útlendinga. Við ættum þá að vera ánægð með glæsilegan frambjóðanda sem er tilbúinn að taka það að sér. Ég efast ekki um að Þóra myndi vinna það vel af hendi. Einnig er talað um barneignir Þóru, þ.e. hvað í ósköpunum hún sé að hugsa að ætla sér í kosningabaráttu með ungabarn í fanginu. Sérstaklega hef ég heyrt þessa umræðu frá yngri konum. Ég veit ekki betur en að þau séu tvö foreldrarnir sem bjuggu til barnið og koma tvö til með að sinna því. Konur hafa alltaf unnið mikið á Íslandi og ekki þurft að velja á milli þess að vera heimavinnandi eða skapa sér starfsframa, þær hafa gert hvoru tveggja því á Íslandi hafa þær val. Er ekki einmitt bara fínt að fá konu úr okkar röðum sem þekkir brauðstritið, uppeldið, hraðann í þjóðfélaginu og veit upp á hár hvað þessi venjulegi Íslendingur er að glíma við bæði fyrir og eftir hrun og bleiuskipti? Ef Þóra treystir sér persónulega í slaginn hvers vegna truflar það þá aðrar konur? Ég hugsa að hún fái frekar meiri tíma með barninu ef eitthvað, komist hún á Bessastaði - ekki síst með eiginmann sem hefur alið upp 5 börn þá hlýt ég að treysta því að hann kunni að hita pela! Ungur aldur Þóru er einnig umræðuefni. Gæti hún mögulega verið of ung? Of ung til hvers spyr ég. Er hún of ung til að tala fjölda tungumála sem hún kann reiprennandi nú þegar? Er hún of ung til að kynna land og þjóð sem hún hefur nú þegar gert sem leiðsögumaður?. Er hún of ung til að taka á móti þjóðhöfðingjum annarra landa eða of ung til að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim? Væri betra ef hún væri 43ja eða 52ja? Ef aldur er það sem flækist fyrir fólki þá bendi ég á að það er líka hægt að verða of gamall í embætti. Við megum ekki vera hrædd við breytingar því það eina sem kemur okkur út úr erfiðleikunum eru einmitt breytingar. Látum ekki hræðsluáróður villa okkur sýn, að þjóðin geti ekki verið án forseta sem þarf alltaf að passa okkur fyrir okkur sjálfum. Hættum að vera föst á sama stað og treystum okkur til að taka réttar ákvarðanir. Við þurfum einmitt nýjan forseta sem við trúum að geti breytt hugarfari þjóðar; forseta sem öll þjóðin getur fylkt sér að baki. Þess vegna fær Þóra Arnórsdóttir mitt atkvæði.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun