Þóra Arnórs: Margir lenda í því að slást eftir ball 12. apríl 2012 22:49 Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir. mynd/fréttablaðið Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, segir Svavar að hann hafi lent í slagsmálum eftir ball þegar hann var tuttugu og tveggja ára. „Það upphófst mikið rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Það hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu," segir Svavar. Leiðr þeirra lágu saman nokkrum árum síðar og þeir settust niður og ræddu málin. „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni." Svavar segir að þeir eigi marga sameiginlega vini og í gegnum þá hafi hann frétt af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. „Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu," segir Svavar í Fréttatímanum. Þóra segir um þetta mál að það sé allt í lagi að tala um það á meðan það er sagt satt og rétt frá. „Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir maninn minn... Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt," segir Þóra. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, segir Svavar að hann hafi lent í slagsmálum eftir ball þegar hann var tuttugu og tveggja ára. „Það upphófst mikið rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Það hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu," segir Svavar. Leiðr þeirra lágu saman nokkrum árum síðar og þeir settust niður og ræddu málin. „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni." Svavar segir að þeir eigi marga sameiginlega vini og í gegnum þá hafi hann frétt af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. „Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu," segir Svavar í Fréttatímanum. Þóra segir um þetta mál að það sé allt í lagi að tala um það á meðan það er sagt satt og rétt frá. „Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir maninn minn... Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt," segir Þóra.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira