Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 26-25 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 17. apríl 2012 18:30 FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur. FH-ingar voru miklu sterkari til að byrja með og stjórnuðu algjörlega leiknum. Sóknarleikur þeirra var markviss og vel framkvæmdur á meðan Akureyringar voru með flugþreytu og lítið sem ekkert gekk upp hjá norðanmönnum. Fljótlega voru FH komnir með fimm marka forystu 10-5 og Akureyringar tóku þá leikhlé. Eftir að Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, hafði messað yfir sínum mönnum kom allt annað lið til baka. Akureyri fór að spila sem lið og varnarleikur þeirra varð sterkari. Hægt og rólega minnkuðu þeir muninn og að lokum var staðan orðin jöfn 12-12 í hálfleik. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn betur rétt eins og í fyrri og komust fljótlega þremur mörkum yfir. Akureyringar gefast aldrei upp og héldu áfram að berjast. Það leið ekki að löngu þangað til að þeir höfðu jafnað. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en þegar stutt var eftir var staðan 21-18 fyrir FH og þeir með pálmann í höndunum. Akureyringar neituðu að gefast upp og spiluðu gríðarlega skynsamlega á lokasprettinum. Gestirnir náðu að jafna metin 22-22 þegar tíu sekúndur voru eftir. Því þurfti að framlengja leikinn. FH var skrefinu á undan í framlengingunni og unnu að lokum frábæran sigur 26-25. Leikurinn í kvöld er vonandi forsmekkurinn sem koma skal í þessu einvígi en hann hafði allt sem góður handboltaleikur þar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næsti leikur fer fyrir norðan en Akureyringar mega ekki missa Íslandsmeistarana í 2-0 í einvíginu, líkt og gerðist fyrir ári síðan þegar þessi lið mættust í úrslitum . Atli: Áttum fínan möguleika í framlengingunniMynd/Óskar Andri„Ég er bara hundsvekktur," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tapið í kvöld. „Þetta var bara jafn leikur og verður án efa frábært einvígi. Við lendum fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum og ég var rosalega ánægður með hvað strákarnir komu snöggt til baka". „Við áttum fínan séns í framlengingunni þegar við vorum einum fleiri en náðum að klúðra því. Ég er ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfumst aldrei upp í kvöld." Einar Andri: Frábær auglýsing fyrir handboltannMynd/Óskar Andri„Þetta var frábær handboltaleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast og góð auglýsing fyrir íþróttina," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, einnig er ég gríðarlega ánægður með stemmninguna í húsinu. Leikurinn var sveiflukenndur en við komust oft yfir en þeir komu alltaf til baka, þetta var bara stál í stál á tímabili." „Bæði lið þurftu að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum og menn börðust gríðarlega. Þetta er samt rétt að byrja og langt frá því að vera komið hjá okkur. Við ætlum okkur líka að vinna næst leik og komast í lykilstöðu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan. Örn Ingi: Þetta eru skemmtilegustu sigrarnirMynd/Óskar Andri„Þetta var gífurlega gaman," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Það gefur manni mikið sjálfstraust að vinna svona leik eftir framlengingu og gott veganesti í næsta leik." „Við byrjuðum gífurlega vel og vorum í hörkustuði lengst framan af en síðan komast þeir einhvernvegin á sporið og ná að saxa á okkur með hraðaupphlaupum. Við hleyptum þeim aldrei framúr okkur og héldum bara í okkar leik, að lokum uppskárum við sigur." „Þetta er bara rétt að byrja en það væri frábært að komast í 2-0 í einvíginu eftir næsta leik og það er það sem við ætlum að gera."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að smella hér. Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur. FH-ingar voru miklu sterkari til að byrja með og stjórnuðu algjörlega leiknum. Sóknarleikur þeirra var markviss og vel framkvæmdur á meðan Akureyringar voru með flugþreytu og lítið sem ekkert gekk upp hjá norðanmönnum. Fljótlega voru FH komnir með fimm marka forystu 10-5 og Akureyringar tóku þá leikhlé. Eftir að Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, hafði messað yfir sínum mönnum kom allt annað lið til baka. Akureyri fór að spila sem lið og varnarleikur þeirra varð sterkari. Hægt og rólega minnkuðu þeir muninn og að lokum var staðan orðin jöfn 12-12 í hálfleik. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn betur rétt eins og í fyrri og komust fljótlega þremur mörkum yfir. Akureyringar gefast aldrei upp og héldu áfram að berjast. Það leið ekki að löngu þangað til að þeir höfðu jafnað. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en þegar stutt var eftir var staðan 21-18 fyrir FH og þeir með pálmann í höndunum. Akureyringar neituðu að gefast upp og spiluðu gríðarlega skynsamlega á lokasprettinum. Gestirnir náðu að jafna metin 22-22 þegar tíu sekúndur voru eftir. Því þurfti að framlengja leikinn. FH var skrefinu á undan í framlengingunni og unnu að lokum frábæran sigur 26-25. Leikurinn í kvöld er vonandi forsmekkurinn sem koma skal í þessu einvígi en hann hafði allt sem góður handboltaleikur þar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næsti leikur fer fyrir norðan en Akureyringar mega ekki missa Íslandsmeistarana í 2-0 í einvíginu, líkt og gerðist fyrir ári síðan þegar þessi lið mættust í úrslitum . Atli: Áttum fínan möguleika í framlengingunniMynd/Óskar Andri„Ég er bara hundsvekktur," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tapið í kvöld. „Þetta var bara jafn leikur og verður án efa frábært einvígi. Við lendum fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum og ég var rosalega ánægður með hvað strákarnir komu snöggt til baka". „Við áttum fínan séns í framlengingunni þegar við vorum einum fleiri en náðum að klúðra því. Ég er ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfumst aldrei upp í kvöld." Einar Andri: Frábær auglýsing fyrir handboltannMynd/Óskar Andri„Þetta var frábær handboltaleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast og góð auglýsing fyrir íþróttina," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með sigurinn, einnig er ég gríðarlega ánægður með stemmninguna í húsinu. Leikurinn var sveiflukenndur en við komust oft yfir en þeir komu alltaf til baka, þetta var bara stál í stál á tímabili." „Bæði lið þurftu að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum og menn börðust gríðarlega. Þetta er samt rétt að byrja og langt frá því að vera komið hjá okkur. Við ætlum okkur líka að vinna næst leik og komast í lykilstöðu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan. Örn Ingi: Þetta eru skemmtilegustu sigrarnirMynd/Óskar Andri„Þetta var gífurlega gaman," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Það gefur manni mikið sjálfstraust að vinna svona leik eftir framlengingu og gott veganesti í næsta leik." „Við byrjuðum gífurlega vel og vorum í hörkustuði lengst framan af en síðan komast þeir einhvernvegin á sporið og ná að saxa á okkur með hraðaupphlaupum. Við hleyptum þeim aldrei framúr okkur og héldum bara í okkar leik, að lokum uppskárum við sigur." „Þetta er bara rétt að byrja en það væri frábært að komast í 2-0 í einvíginu eftir næsta leik og það er það sem við ætlum að gera."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að smella hér.
Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira