Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 27-24 | 1-0 fyrir Fram í einvíginu Stefán Hirst Friðriksson í Safamýrinni skrifar 19. apríl 2012 13:40 Framstúlkur eru komnar með 1-0 forystu gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild kvenna. Fram vann öruggan sigur í fyrsta leiknum í Safamýri í dag. Sigur Fram var öruggari en tölurnar gefa til kynna en Fram-stúlkur slökuðu vel á klónni undir lokin þegar sigurinn var í höfn. Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram fór á kostum í leiknum og skoraði hún tíu mörk. Liðin fóru rólega af stað en Framarar tóku fljótt undirtökin í leiknum. Þær voru komnar með fimm marka forystu, 7-2, þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður. Eyjastúlkur tóku við sér á þeim tímapunkti og svöruðu með góðum sóknarleik næstu mínúturnar. Eyjastúlkur áttu þó ennþá í í erfiðleikum með Framara í varnarleiknum og þá aðallega Ástu Birnu Gunnarsdóttur, en hún fór algjörlega hamförum í fyrri hálfleiknum og skoraði heil níu mörk. Framarar héldu forystunni út hálfleikinn og voru þær fjórum mörkum yfir, 16-12, þegar flautað var til leikhlés. Framstúlkur byrjuðu svo seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu þær fyrstu tvö mörk hálfleiksins, ásamt því að spila gríðarlega sterka vörn. Þær voru svo komnar í sjö marka forystu þegar seinni hálfleikurinn var tæplega hálfnaður, 22-15, með góðu marki frá Stellu Sigurðardóttir. Á næstu mínútum var nokkuð jafnræði með liðunum en sigur Framara var þó í höfn. Kæruleysislegur endasprettur Framara gerði það að verkum að Eyjastúlkum tókst að skora síðustu fimm mörk leiksins. Þær komust þó ekki lengra og þriggja marka sigur Framara, 27-24, staðreynd. Fram-stúlkur spiluðu góða vörn á köflum í leiknum og fengu þær mörg hraðaupphlaupsmörk í kjölfarið af henni. Einnig var sóknarleikurinn góður og voru það Ásta Birna Gunnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Stella Sigurðardóttir sem sáu aðallega um hann fyrir sitt lið. Hjá ÍBV voru Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Ivana Mladenovic ágætar í sóknarleiknum ásamt því að Florentina Stanciu, stóð fyrir sínu að venju í markinu.Einar: Mjög ánægður með liðið „Við vorum komnar með þetta upp í sjö mörk í seinni hálfleiknum og slökuðum við aðeins á í kjölfarið af því. Við spiluðum virkilega vel í tuttugu mínútur í seinni hálfleiknum og vannst sigurinn þar. Ég er mjög ánægður með liðið. Okkur fannst við eiga dálítið inni í hálfleik. Sóknarleikurinn var virkilega góður í öllum leiknum. Við hefðum getað spilað betri vörn í leiknum en hún skilaði sér að lokum," sagði Einar. „Við erum að fara á besta heimavöll landsins á laugardaginn. Það verður örugglega troðfullt hús og brjáluð stemmning og verður þetta mun erfiðari leikur en í dag. Við þurfum að spila mun betur en við gerðum í dag, ef við ætlum að klára þann leik," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram í lok leiks.Ásta: Maður verður bara að skila sínu „Þetta var frekar öruggt hjá okkur í dag. Pínu kæruleysi hjá okkur í lokin og var maður ekki alveg róleg með þetta undir restina. Þetta hófst hjá okkur og erum við sáttar með það. Mér fannst vanta örlitla einbeitingu í varnarleikinn á köflum en sóknarleikurinn var ótrúlega fínn," sagði Ásta Birna. „Þetta voru flottar sendingar fram frá Guðrúnu í markinu og stelpurnar voru að standa sig frábærlega í vörninni. Það einfaldaði þetta fyrir mig að skora öll þessi mörk. Maður verður bara að skila sínu þegar maður fær svona góða aðstoð," bætti Ásta við. „Við eigum núna erfiðan útileik í Eyjum á laugardaginn og við stefnum að sjálfsögðu á sigur þar," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram í lok leiks.Svavar: Þær eru sterkari en við „Þær eru einfaldlega sterkari en við. Þær enduðu fyrir ofan okkur í deildinni og eru með frábært lið og virkilega erfiðar viðureignar. Við töpum hinsvegar 21 bolta í leiknum og fáum á okkur að ég held, ellefu hraðaupphlaupsmörk. Það er því margt sem við getum lagað í okkar leik og verðum við að gera það," sagði Svavar. „Sénsinn okkar liggur aðallega á heimavelli. Ef við vinnum á heimavelli getum við gert þetta að seríu. Við þurfum hinsvegar að gera betur en við gerðum í dag," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Framstúlkur eru komnar með 1-0 forystu gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild kvenna. Fram vann öruggan sigur í fyrsta leiknum í Safamýri í dag. Sigur Fram var öruggari en tölurnar gefa til kynna en Fram-stúlkur slökuðu vel á klónni undir lokin þegar sigurinn var í höfn. Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram fór á kostum í leiknum og skoraði hún tíu mörk. Liðin fóru rólega af stað en Framarar tóku fljótt undirtökin í leiknum. Þær voru komnar með fimm marka forystu, 7-2, þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður. Eyjastúlkur tóku við sér á þeim tímapunkti og svöruðu með góðum sóknarleik næstu mínúturnar. Eyjastúlkur áttu þó ennþá í í erfiðleikum með Framara í varnarleiknum og þá aðallega Ástu Birnu Gunnarsdóttur, en hún fór algjörlega hamförum í fyrri hálfleiknum og skoraði heil níu mörk. Framarar héldu forystunni út hálfleikinn og voru þær fjórum mörkum yfir, 16-12, þegar flautað var til leikhlés. Framstúlkur byrjuðu svo seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu þær fyrstu tvö mörk hálfleiksins, ásamt því að spila gríðarlega sterka vörn. Þær voru svo komnar í sjö marka forystu þegar seinni hálfleikurinn var tæplega hálfnaður, 22-15, með góðu marki frá Stellu Sigurðardóttir. Á næstu mínútum var nokkuð jafnræði með liðunum en sigur Framara var þó í höfn. Kæruleysislegur endasprettur Framara gerði það að verkum að Eyjastúlkum tókst að skora síðustu fimm mörk leiksins. Þær komust þó ekki lengra og þriggja marka sigur Framara, 27-24, staðreynd. Fram-stúlkur spiluðu góða vörn á köflum í leiknum og fengu þær mörg hraðaupphlaupsmörk í kjölfarið af henni. Einnig var sóknarleikurinn góður og voru það Ásta Birna Gunnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Stella Sigurðardóttir sem sáu aðallega um hann fyrir sitt lið. Hjá ÍBV voru Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Ivana Mladenovic ágætar í sóknarleiknum ásamt því að Florentina Stanciu, stóð fyrir sínu að venju í markinu.Einar: Mjög ánægður með liðið „Við vorum komnar með þetta upp í sjö mörk í seinni hálfleiknum og slökuðum við aðeins á í kjölfarið af því. Við spiluðum virkilega vel í tuttugu mínútur í seinni hálfleiknum og vannst sigurinn þar. Ég er mjög ánægður með liðið. Okkur fannst við eiga dálítið inni í hálfleik. Sóknarleikurinn var virkilega góður í öllum leiknum. Við hefðum getað spilað betri vörn í leiknum en hún skilaði sér að lokum," sagði Einar. „Við erum að fara á besta heimavöll landsins á laugardaginn. Það verður örugglega troðfullt hús og brjáluð stemmning og verður þetta mun erfiðari leikur en í dag. Við þurfum að spila mun betur en við gerðum í dag, ef við ætlum að klára þann leik," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram í lok leiks.Ásta: Maður verður bara að skila sínu „Þetta var frekar öruggt hjá okkur í dag. Pínu kæruleysi hjá okkur í lokin og var maður ekki alveg róleg með þetta undir restina. Þetta hófst hjá okkur og erum við sáttar með það. Mér fannst vanta örlitla einbeitingu í varnarleikinn á köflum en sóknarleikurinn var ótrúlega fínn," sagði Ásta Birna. „Þetta voru flottar sendingar fram frá Guðrúnu í markinu og stelpurnar voru að standa sig frábærlega í vörninni. Það einfaldaði þetta fyrir mig að skora öll þessi mörk. Maður verður bara að skila sínu þegar maður fær svona góða aðstoð," bætti Ásta við. „Við eigum núna erfiðan útileik í Eyjum á laugardaginn og við stefnum að sjálfsögðu á sigur þar," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram í lok leiks.Svavar: Þær eru sterkari en við „Þær eru einfaldlega sterkari en við. Þær enduðu fyrir ofan okkur í deildinni og eru með frábært lið og virkilega erfiðar viðureignar. Við töpum hinsvegar 21 bolta í leiknum og fáum á okkur að ég held, ellefu hraðaupphlaupsmörk. Það er því margt sem við getum lagað í okkar leik og verðum við að gera það," sagði Svavar. „Sénsinn okkar liggur aðallega á heimavelli. Ef við vinnum á heimavelli getum við gert þetta að seríu. Við þurfum hinsvegar að gera betur en við gerðum í dag," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni