Gamla Sautján á Laugavegi breytist í hönnunarhús 22. mars 2012 16:00 Ásta Kristjánsdóttir. Mynd/HAG Gamla Sautján húsið að Laugavegi 89 öðlast loks aftur líf um helgina eftir að hafa staðið autt í mörg misseri. Þar hafa 37 íslenskir fata- og skartgripahönnuðir komið upp aðstöðu til að sýna nýjustu framleiðslu sína. Þeir kalla innrás sína í húsið ATMO og er hún hluti af HönnunarMars. Ásta Kristjánsdóttir og Munda-teymið eiga hugmyndina að þessu samstarfi. Ásta segir að ef hönnunarhúsið verði vel sótt um helgina sé kominn möguleiki fyrir áframhaldandi starfsemi. „Við vorum lengi búin að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að minnka rekstrarkostnað og auka sölu á íslenskri hönnun í krafti samstöðu. Það er dýrt fyrir hönnuði sem eru að fóta sig að reka verslun, markaðssetja vöruna og auglýsa. Fyrsti vísir að svona samstarfi var Reykjavík Fashion Week. Gamla Sautján-húsið er tilvalið undir þessa starfsemi og býður upp á mikla möguleika," segir Ásta. Hönnunarhúsið hafa þau nefnt ATMO. „Auk 37 fata- og skartgripahönnuða verður í húsinu ýmis önnur starfsemi. Þar get ég nefnt Rauða kross-búð í kjallaranum sem ætlar að bjóða fatnað sem hefur verið sérvalinn af tveimur stílistum. Þar leynast örugglega gersemar," segir Ásta. „Veitingahúsið Gló með Sollu hráfæðismeistara verður með létta rétti og boost-drykki. Kaldi verður með bar á efstu hæðinni þar sem hægt verður að fá lífrænt ræktaðan bjór. Hugleikur verður með bóksölu á sömu hæð. Barnafatnaður er í boði ekki síður en barnaleikföng. Krumma er með risastóran helli þar sem börnin geta leikið sér og Ígló verður með teiknimyndasamkeppni fyrir börn. Þá er dekur í boði fyrir konur, meðal annars Babyliss-hárbar þar sem hægt er að prófa ýmsar hárgreiðslur. Það verður því upplifun fyrir fólk að koma hingað. Mjög margt að gerast," útskýrir Ásta og bætir því við að það sé von listamannanna að þessi prufukeyrsla á samstarfinu takist vel. „Við viljum endilega fá sem flesta til að styrkja íslenska hönnun." Húsið er opið í dag, á morgun og laugardag frá klukkan 11 til 20 en til klukkan 17 á sunnudag. HönnunarMars Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Gamla Sautján húsið að Laugavegi 89 öðlast loks aftur líf um helgina eftir að hafa staðið autt í mörg misseri. Þar hafa 37 íslenskir fata- og skartgripahönnuðir komið upp aðstöðu til að sýna nýjustu framleiðslu sína. Þeir kalla innrás sína í húsið ATMO og er hún hluti af HönnunarMars. Ásta Kristjánsdóttir og Munda-teymið eiga hugmyndina að þessu samstarfi. Ásta segir að ef hönnunarhúsið verði vel sótt um helgina sé kominn möguleiki fyrir áframhaldandi starfsemi. „Við vorum lengi búin að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að minnka rekstrarkostnað og auka sölu á íslenskri hönnun í krafti samstöðu. Það er dýrt fyrir hönnuði sem eru að fóta sig að reka verslun, markaðssetja vöruna og auglýsa. Fyrsti vísir að svona samstarfi var Reykjavík Fashion Week. Gamla Sautján-húsið er tilvalið undir þessa starfsemi og býður upp á mikla möguleika," segir Ásta. Hönnunarhúsið hafa þau nefnt ATMO. „Auk 37 fata- og skartgripahönnuða verður í húsinu ýmis önnur starfsemi. Þar get ég nefnt Rauða kross-búð í kjallaranum sem ætlar að bjóða fatnað sem hefur verið sérvalinn af tveimur stílistum. Þar leynast örugglega gersemar," segir Ásta. „Veitingahúsið Gló með Sollu hráfæðismeistara verður með létta rétti og boost-drykki. Kaldi verður með bar á efstu hæðinni þar sem hægt verður að fá lífrænt ræktaðan bjór. Hugleikur verður með bóksölu á sömu hæð. Barnafatnaður er í boði ekki síður en barnaleikföng. Krumma er með risastóran helli þar sem börnin geta leikið sér og Ígló verður með teiknimyndasamkeppni fyrir börn. Þá er dekur í boði fyrir konur, meðal annars Babyliss-hárbar þar sem hægt er að prófa ýmsar hárgreiðslur. Það verður því upplifun fyrir fólk að koma hingað. Mjög margt að gerast," útskýrir Ásta og bætir því við að það sé von listamannanna að þessi prufukeyrsla á samstarfinu takist vel. „Við viljum endilega fá sem flesta til að styrkja íslenska hönnun." Húsið er opið í dag, á morgun og laugardag frá klukkan 11 til 20 en til klukkan 17 á sunnudag.
HönnunarMars Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira