Hamilton lang fjótastur á föstudagsæfingum Birgir Þór Harðarson skrifar 23. mars 2012 16:00 Hamilton var lang fljótastur í Malasíu í nótt á McLaren bíl sínum. nordicphotos/afp Lewis Hamilton var fljótastur allra á báðum föstudagsæfingunum fyrir kappaksturinn í Malasíu sem fram fer um helgina. Red Bull menn voru ekki langt undan á fyrri æfingunni en mistu af lestinni í þeirri seinni. Mercedes bíll þeirra Nico Rosberg og Michael Schumacher virðist vera gríðarlega fljótur á Sepang brautinni og voru þeir báðir í efstu fjórum sætunum á æfingunum tveimur. Jenson Button, sem sigraði ástralska kappaksturinn um siðastliðna helgi, var ekki langt undan liðsfélaga sínum Hamilton á seinni æfingunni. Vandamál komu í veg fyrir að hann æki fleiri en 15 hringi á fyrri æfingunni. Búist var við að rigning myndi setja strik í reikninginn á fyrri æfingunni og hafa þar af leiðandi áhrif á þá síðari. Liðin kepptust því við að fullkomna bíla sína fyrir kappaksturinn snemma morguns í Malasíu. Af rigningunni varð þó ekki. Lotus liðið tilkynnti á Twitter eftir seinni æfinguna að það þyrfti að skipta um gírkassa í bíl Kimi Raikkönen. Hann mun því missa fimm sæti á ráslínunni á sunnudaginn. Kamui Kobayashi á Sauber var fjórtándi á báðum æfingunum. Hann hefur væntanlega ekki sofið neitt rosalega vel því á twitter greindi hann frá skrítnum draum sem hann átti þá um nóttina. Kamui er eini ökumaðurinn sem fær að tvíta í friði frá vinnuveitendum sínum. Aðrir ökumenn fylgja einhverjum leiðinlegum PR reglum liðanna. Færslan hans Kamui var svohljóðandi: "@kamui_kobayashi Góðan dag. Átti furðulegan draum þar sem ég var í stríði með hagglabyssu sem ég skaut úr óvart. Það var óhuggulegt en mjög spennandi draumur." Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur allra á báðum föstudagsæfingunum fyrir kappaksturinn í Malasíu sem fram fer um helgina. Red Bull menn voru ekki langt undan á fyrri æfingunni en mistu af lestinni í þeirri seinni. Mercedes bíll þeirra Nico Rosberg og Michael Schumacher virðist vera gríðarlega fljótur á Sepang brautinni og voru þeir báðir í efstu fjórum sætunum á æfingunum tveimur. Jenson Button, sem sigraði ástralska kappaksturinn um siðastliðna helgi, var ekki langt undan liðsfélaga sínum Hamilton á seinni æfingunni. Vandamál komu í veg fyrir að hann æki fleiri en 15 hringi á fyrri æfingunni. Búist var við að rigning myndi setja strik í reikninginn á fyrri æfingunni og hafa þar af leiðandi áhrif á þá síðari. Liðin kepptust því við að fullkomna bíla sína fyrir kappaksturinn snemma morguns í Malasíu. Af rigningunni varð þó ekki. Lotus liðið tilkynnti á Twitter eftir seinni æfinguna að það þyrfti að skipta um gírkassa í bíl Kimi Raikkönen. Hann mun því missa fimm sæti á ráslínunni á sunnudaginn. Kamui Kobayashi á Sauber var fjórtándi á báðum æfingunum. Hann hefur væntanlega ekki sofið neitt rosalega vel því á twitter greindi hann frá skrítnum draum sem hann átti þá um nóttina. Kamui er eini ökumaðurinn sem fær að tvíta í friði frá vinnuveitendum sínum. Aðrir ökumenn fylgja einhverjum leiðinlegum PR reglum liðanna. Færslan hans Kamui var svohljóðandi: "@kamui_kobayashi Góðan dag. Átti furðulegan draum þar sem ég var í stríði með hagglabyssu sem ég skaut úr óvart. Það var óhuggulegt en mjög spennandi draumur."
Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira