Schumacher hræðir Rosberg ekki Birgir Þór Harðarson skrifar 15. febrúar 2012 20:15 Schumacher er ekki langt undan og mun örugglega gera allt til að sýna Rosberg af hverju hann var sigursæll í gamla daga. nordicphotos/afp Liðsfélagi Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu, þjóðverjinn Nico Rosberg, segir sjöfalda heimsmeistarann ekki hræða sig. Schumacher hefur nú þriðja ár endurkomu sinnar í Formúlu 1. Þeir hafa verið liðsfélagar öll ár endurkomu Schumachers en Rosberg hefur alltaf haft yfirhöndina. En nú er gamli allur að koma til, farinn að læra á ný dekk og gjörbreytta bíla. Markmiðið með endurkomunni var alltaf að gera Mercedes að meistaraliði. Þó það hafi ekki gerst ennþá er of snemt að afskrifa þennan sigursælasta ökumann allra tíma. Rosberg skoraði nánast tvöfalt fleiri stig en Schumi árið 2010 en bilið minnkaði niður í aðeins 13 stig í fyrra. Lærisveinninn er samt sem áður pollrólegur, meðal annars vegna þess að hann slátraði sjöföldum heimsmeistaranum í tímatökum 16-3 í fyrra. "Hann minnkaði forskotið mitt í heimsmeistarakeppninni frá því 2010 í fyrra," sagði Rosberg í viðtali við Car tímaritið. "Tímatökurnar töpuðu vægi sínu árið 2011, en Michael hefur samt bætt sig mikið." Rosberg segir að samband þeirra Schumachers sé nú gott og afslappað. "Í fyrra bar ég mjög mikla virðingu fyrir honum, en það hefur allt jafnað sig. Nú höfum við jafna stöðu og allt er mikið afslappaðra." Þess má geta að árið 1995, þegar Schumacher tilkynnti að hann færi til Ferrari, gaf hann loforð um að hann myndi gera Ferrari aftur að heimsmeisturum á fimm árum. Hann stóð við það og gott betur: Gerði Ferrari að heimsmeistarum bílasmiða sex ár í röð (1999-2004) og sig að heimsmeistara fimm ár í röð (2000-2004). Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Liðsfélagi Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu, þjóðverjinn Nico Rosberg, segir sjöfalda heimsmeistarann ekki hræða sig. Schumacher hefur nú þriðja ár endurkomu sinnar í Formúlu 1. Þeir hafa verið liðsfélagar öll ár endurkomu Schumachers en Rosberg hefur alltaf haft yfirhöndina. En nú er gamli allur að koma til, farinn að læra á ný dekk og gjörbreytta bíla. Markmiðið með endurkomunni var alltaf að gera Mercedes að meistaraliði. Þó það hafi ekki gerst ennþá er of snemt að afskrifa þennan sigursælasta ökumann allra tíma. Rosberg skoraði nánast tvöfalt fleiri stig en Schumi árið 2010 en bilið minnkaði niður í aðeins 13 stig í fyrra. Lærisveinninn er samt sem áður pollrólegur, meðal annars vegna þess að hann slátraði sjöföldum heimsmeistaranum í tímatökum 16-3 í fyrra. "Hann minnkaði forskotið mitt í heimsmeistarakeppninni frá því 2010 í fyrra," sagði Rosberg í viðtali við Car tímaritið. "Tímatökurnar töpuðu vægi sínu árið 2011, en Michael hefur samt bætt sig mikið." Rosberg segir að samband þeirra Schumachers sé nú gott og afslappað. "Í fyrra bar ég mjög mikla virðingu fyrir honum, en það hefur allt jafnað sig. Nú höfum við jafna stöðu og allt er mikið afslappaðra." Þess má geta að árið 1995, þegar Schumacher tilkynnti að hann færi til Ferrari, gaf hann loforð um að hann myndi gera Ferrari aftur að heimsmeisturum á fimm árum. Hann stóð við það og gott betur: Gerði Ferrari að heimsmeistarum bílasmiða sex ár í röð (1999-2004) og sig að heimsmeistara fimm ár í röð (2000-2004).
Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira