Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 20-23 Kristinn Páll Teitsson í Digranesi skrifar 31. janúar 2012 18:21 Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK. Mynd/Vilhelm Fram fengu í kvöld tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni úr baráttuleik við HK í N1-deild kvenna í handbolta en leiknum í Digranesi lauk með 23-20 sigri gestanna. Fyrir leikinn voru þessi lið í 2. og 3. sæti N1 deildar kvenna og því mikið í húfi. Með sigri gátu HK jafnað Fram að stigum en á sama tíma þurftu Fram stigin 2 til að halda í við Valsstúlkur á toppi deildarinnar. Eina tap Framstúlkna á tímabilinu kom einmitt gegn HK í fyrstu umferðinni þegar HK unnu 28-22 í Safamýrinni. Framstúlkur komu grimmar til leiks í fyrri hálfleik og virtust staðráðnar að tapa ekki aftur, vörnin var að virka vel og eftir 11. mínútur var staðan 6-2 fyrir Fram. Þá tók leikur þeirra hinsvegar að hiksta og HK unnu sig smátt og smátt aftur inn í leikinn það sem eftir var af fyrri hálfleiknum og náðu forystunni rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 12-11. Seinni hálfleikur var í járnum og skiptust liðin á mörkum allt fram að síðustu mínútum leiksins. Þá tóku Fram aftur við sér og skoruðu 6 af síðustu 7 mörkum leiksins og tryggðu sér að lokum 3 marka sigur. Með þessu náðu Fram að jafna Valsstúlkur á toppi deildarinnar og um leið aðgreina sig aðeins frá næstu liðum. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Fram með 9 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Í liði HK var Brynja Magnúsdóttir markahæst með 5 en næst var Elín Anna Baldursdóttir með 4 mörk. Stella: Hafðist með miklum erfiðleikum„Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur ef við ætlum okkur að vinna deildina, við töpuðum fyrir þeim heima í fyrstu umferð og það var gott upp þau töpuðu stig," sagði Stella Sigurðardóttir. „Þetta hafðist með miklum erfiðleikum, mér fannst við ekki vakna fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við byrjuðum á að komast þremur mörkum yfir en eftir það fannst mér við á hælunum." „Það er hinsvegar gott að klára þennan leik, vörnin var ekki nógu þétt og sóknin var léleg á köflum. Það var mjög gott að klára þetta og fá stigin tvö, að þurfa ekki að sætta sig við eitt eða tvö stig." „Með þessu erum við búnar að skilja svolítið hin liðin sem er auðvitað gott. Það verður mjög mikilvægt að klára leikina sem við eigum eftir og skapa úrslitaleik um deildina við Val í lokin, það væri gaman fyrir deildina," sagði Stella. Brynja: Mjög sárt tap„Að fá svona vondan kafla rétt undir lokin þar sem þær skora og skora án þess að við svörum, það gerir þetta tap mjög sárt," sagði Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik, við vissum að við gætum það en 5. mínútna kafli tók það frá okkur." „Við byrjuðum hægt, unnum okkur svo vel inn í leikinn en töpum þessu á lokamínútunum. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessum leik, vörnin hélt Fram í aðeins 23 mörkum, það er mjög gott." „Það er hinsvegar ekki gott að skora bara 20 mörk, það er ekki nóg. Vörnin okkar hefur verið góð á köflum en við þurfum að fá stöðugleika í allan leik okkar," sagði Brynja. Elísabet: Áttum harma að hefna„Við áttum harma að hefna frá því í síðast og við vorum staðráðnar að gera betur hér í dag. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í dag hérna í dag en við unnum, það segir töluvert um liðið okkar," sagði Elísbet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er ýmislegt sem má laga hjá okkur, við þurfum að fara að setja í annan gír og laga leik okkar. Þetta var ekki nógu gott á köflum hérna í kvöld." „Þetta var mikilvægur sigur, tvö stig í titilbaráttunni. Við byrjuðum mjög vel, þetta leit vel út fyrstu mínúturnar og ég vonaðist til að við myndum bara keyra yfir þær." „Þetta leit ekkert vel út á köflum, leikurinn í Safamýrinni þróaðist líka svona og þá unnu þær. Við kláruðum þetta sem betur fer með góðum kafla hérna í dag, þegar Ásta skoraði og kom okkur þremur mörkum yfir hérna undir lokin vissi ég að þetta væri komið," sagði Elísabet. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Fram fengu í kvöld tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni úr baráttuleik við HK í N1-deild kvenna í handbolta en leiknum í Digranesi lauk með 23-20 sigri gestanna. Fyrir leikinn voru þessi lið í 2. og 3. sæti N1 deildar kvenna og því mikið í húfi. Með sigri gátu HK jafnað Fram að stigum en á sama tíma þurftu Fram stigin 2 til að halda í við Valsstúlkur á toppi deildarinnar. Eina tap Framstúlkna á tímabilinu kom einmitt gegn HK í fyrstu umferðinni þegar HK unnu 28-22 í Safamýrinni. Framstúlkur komu grimmar til leiks í fyrri hálfleik og virtust staðráðnar að tapa ekki aftur, vörnin var að virka vel og eftir 11. mínútur var staðan 6-2 fyrir Fram. Þá tók leikur þeirra hinsvegar að hiksta og HK unnu sig smátt og smátt aftur inn í leikinn það sem eftir var af fyrri hálfleiknum og náðu forystunni rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 12-11. Seinni hálfleikur var í járnum og skiptust liðin á mörkum allt fram að síðustu mínútum leiksins. Þá tóku Fram aftur við sér og skoruðu 6 af síðustu 7 mörkum leiksins og tryggðu sér að lokum 3 marka sigur. Með þessu náðu Fram að jafna Valsstúlkur á toppi deildarinnar og um leið aðgreina sig aðeins frá næstu liðum. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Fram með 9 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Í liði HK var Brynja Magnúsdóttir markahæst með 5 en næst var Elín Anna Baldursdóttir með 4 mörk. Stella: Hafðist með miklum erfiðleikum„Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur ef við ætlum okkur að vinna deildina, við töpuðum fyrir þeim heima í fyrstu umferð og það var gott upp þau töpuðu stig," sagði Stella Sigurðardóttir. „Þetta hafðist með miklum erfiðleikum, mér fannst við ekki vakna fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við byrjuðum á að komast þremur mörkum yfir en eftir það fannst mér við á hælunum." „Það er hinsvegar gott að klára þennan leik, vörnin var ekki nógu þétt og sóknin var léleg á köflum. Það var mjög gott að klára þetta og fá stigin tvö, að þurfa ekki að sætta sig við eitt eða tvö stig." „Með þessu erum við búnar að skilja svolítið hin liðin sem er auðvitað gott. Það verður mjög mikilvægt að klára leikina sem við eigum eftir og skapa úrslitaleik um deildina við Val í lokin, það væri gaman fyrir deildina," sagði Stella. Brynja: Mjög sárt tap„Að fá svona vondan kafla rétt undir lokin þar sem þær skora og skora án þess að við svörum, það gerir þetta tap mjög sárt," sagði Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik, við vissum að við gætum það en 5. mínútna kafli tók það frá okkur." „Við byrjuðum hægt, unnum okkur svo vel inn í leikinn en töpum þessu á lokamínútunum. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessum leik, vörnin hélt Fram í aðeins 23 mörkum, það er mjög gott." „Það er hinsvegar ekki gott að skora bara 20 mörk, það er ekki nóg. Vörnin okkar hefur verið góð á köflum en við þurfum að fá stöðugleika í allan leik okkar," sagði Brynja. Elísabet: Áttum harma að hefna„Við áttum harma að hefna frá því í síðast og við vorum staðráðnar að gera betur hér í dag. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í dag hérna í dag en við unnum, það segir töluvert um liðið okkar," sagði Elísbet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er ýmislegt sem má laga hjá okkur, við þurfum að fara að setja í annan gír og laga leik okkar. Þetta var ekki nógu gott á köflum hérna í kvöld." „Þetta var mikilvægur sigur, tvö stig í titilbaráttunni. Við byrjuðum mjög vel, þetta leit vel út fyrstu mínúturnar og ég vonaðist til að við myndum bara keyra yfir þær." „Þetta leit ekkert vel út á köflum, leikurinn í Safamýrinni þróaðist líka svona og þá unnu þær. Við kláruðum þetta sem betur fer með góðum kafla hérna í dag, þegar Ásta skoraði og kom okkur þremur mörkum yfir hérna undir lokin vissi ég að þetta væri komið," sagði Elísabet.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni