Íhuga að tryggja konum skoðanir og greiða fyrir aðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2012 18:40 Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. mynd/ pjetur. Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira