Coca Cola á Spáni eignast Vífilfell Þorbjörn Þórðarson. skrifar 15. janúar 2011 18:45 Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu. Vífilfell hf. og tvö félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, Sólstafir og Stuðlaháls ehf. skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 eru skuldirnar gefnar upp í evrum og sagðar 72,9 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Hins vegar var skuldunum breytt í íslenskar krónur í febrúar 2008, samkvæmt heimildum fréttastofu, og stendur upphæðin núna í um tíu milljörðum króna.Hluti af allsherjaruppgjöri Þorsteins Að undanförnu hefur fyrirtækið verið í söluferli en Þorsteinn M. Jónsson hefur leitað að heppilegum kaupanda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölu á fyrirtækinu og hverfur Þorsteinn úr hluthafahópi þess, en salan á Vífilfelli er hluti af allsherjaruppgjöri á skuldum Þorsteins og félögum í hans í eigu. Upphaflega var stefnt að því að tilkynna starfsmönnum Vífilfells um söluna á mánudag, en síðan var tekin ákvörðun um að fresta því og verður það gert um miðja næstu viku. Kaupandinn er Coca Cola á Spáni, þ.e það félag sem hefur átöppunarleyfi fyrir vörur Coca Cola þar í landi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 býst Arion banki við því að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans, en leiða má að því líkum að bankinn fái þá a.m.k tíu milljarða króna út úr viðskiptunum. Kaupverðið á Vífilfelli hefur hins vegar ekki fengist staðfest.Hlutur í Refresco undanskilinn kaupunum Vífilfell á 5 prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco sem metinn er á 21 milljón evra, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er eignarhluturinn í Refresco undanskilinn sölunni á Vífilfelli. Arion banki er hins vegar með veð í hlutnum, eins og í öðrum eignum Vífilfells. Rekstur Vífilfells er góður og var EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, rúmlega einn milljarður króna, á síðsta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Arion banki segir í svari við fyrirspurn að unnið hafi verið að lausn á málum sem varði Þorstein og félög hans um nokkuð skeið vegna skulda þeirra við bankann og að niðurstöður eigi að liggja fyrir á næstu dögum, en fulltrúar bankans vildu ekki tjá sig efnislega að öðru leyti. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar og varð ekki við ósk um viðtal. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu. Vífilfell hf. og tvö félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, Sólstafir og Stuðlaháls ehf. skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 eru skuldirnar gefnar upp í evrum og sagðar 72,9 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Hins vegar var skuldunum breytt í íslenskar krónur í febrúar 2008, samkvæmt heimildum fréttastofu, og stendur upphæðin núna í um tíu milljörðum króna.Hluti af allsherjaruppgjöri Þorsteins Að undanförnu hefur fyrirtækið verið í söluferli en Þorsteinn M. Jónsson hefur leitað að heppilegum kaupanda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölu á fyrirtækinu og hverfur Þorsteinn úr hluthafahópi þess, en salan á Vífilfelli er hluti af allsherjaruppgjöri á skuldum Þorsteins og félögum í hans í eigu. Upphaflega var stefnt að því að tilkynna starfsmönnum Vífilfells um söluna á mánudag, en síðan var tekin ákvörðun um að fresta því og verður það gert um miðja næstu viku. Kaupandinn er Coca Cola á Spáni, þ.e það félag sem hefur átöppunarleyfi fyrir vörur Coca Cola þar í landi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 býst Arion banki við því að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans, en leiða má að því líkum að bankinn fái þá a.m.k tíu milljarða króna út úr viðskiptunum. Kaupverðið á Vífilfelli hefur hins vegar ekki fengist staðfest.Hlutur í Refresco undanskilinn kaupunum Vífilfell á 5 prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco sem metinn er á 21 milljón evra, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er eignarhluturinn í Refresco undanskilinn sölunni á Vífilfelli. Arion banki er hins vegar með veð í hlutnum, eins og í öðrum eignum Vífilfells. Rekstur Vífilfells er góður og var EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, rúmlega einn milljarður króna, á síðsta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Arion banki segir í svari við fyrirspurn að unnið hafi verið að lausn á málum sem varði Þorstein og félög hans um nokkuð skeið vegna skulda þeirra við bankann og að niðurstöður eigi að liggja fyrir á næstu dögum, en fulltrúar bankans vildu ekki tjá sig efnislega að öðru leyti. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar og varð ekki við ósk um viðtal. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira