Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Hans Steinar Bjarnason skrifar 15. febrúar 2011 12:45 Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. Eins og kunnugt er unnu Valsmenn sigur í framlengdum undanúrslitaleik gegn Fram í Eimskipsbikar karla á sunnudaginn. Framarar hafa nú kært úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Vals, Markús Máni Michaelsson, hafi tekið þátt í leiknum án þess að vera með gildan leikmannasamning hjá Val. Markús er félagsmaður í Val en hafði lagt skóna á hilluna. Gerður var við hann svkallaður B-leikmannasamningur á síðustu stundu og tilkynning um það send á rafrænu formi til HSÍ á sunnudaginn, klukkutíma fyrir leik. Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á þessari kæru Framara og segir Valsmenn ekki hafa gert neitt rangt. „Samningurinn barst HSÍ í tæka tíð og um það er ekki deilt," sagði Sveinn. „Málið snýst um að þegar stjórnarmaður Fram mætir niður í HSÍ liggur vefþjónninn niðri. Þeir gátu því ekki fengið staðfest klukkan níu á mánudagsmorgun að faxið hafði borist." „Að hluta til er kæra Fram er byggð á misskilningi - hvort sem það er viljandi eða óviljandi. En ég óttast pínulítið máttleysi HSÍ í þessu máli. Auðvitað getur það leitt til þess að leiknum verði frestað. Þeir geta ekki stoppað svona mál þegar í ljós er komið að það er ekkert mál á borðinu." „Ég óttast auðvitað líka mikið tengsl Fram inn í HSÍ. Starfsmenn HSÍ eru búnir að staðfesta við okkur og við Fram að samningurinn hafi borist í tæka tíð. Hvað er þá málið?" Þetta segir formaður handknattleiksdeildar Vals sem vísaði þarna til manna sem eiga sæti í stjórn HSÍ og starfsmanna sambandsins. Reynir Stefánsson varaformaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að félagið vilji láta reyna á reglugerð um leikmannasamninga. Hann segir ákvörðun verða tekna á stjórnarfundi nú í hádeginu um hvort kærunni verði haldið til streitu. Úrslitaleikurinn á að fara fram laugardaginn 26. febrúar. Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. Eins og kunnugt er unnu Valsmenn sigur í framlengdum undanúrslitaleik gegn Fram í Eimskipsbikar karla á sunnudaginn. Framarar hafa nú kært úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Vals, Markús Máni Michaelsson, hafi tekið þátt í leiknum án þess að vera með gildan leikmannasamning hjá Val. Markús er félagsmaður í Val en hafði lagt skóna á hilluna. Gerður var við hann svkallaður B-leikmannasamningur á síðustu stundu og tilkynning um það send á rafrænu formi til HSÍ á sunnudaginn, klukkutíma fyrir leik. Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á þessari kæru Framara og segir Valsmenn ekki hafa gert neitt rangt. „Samningurinn barst HSÍ í tæka tíð og um það er ekki deilt," sagði Sveinn. „Málið snýst um að þegar stjórnarmaður Fram mætir niður í HSÍ liggur vefþjónninn niðri. Þeir gátu því ekki fengið staðfest klukkan níu á mánudagsmorgun að faxið hafði borist." „Að hluta til er kæra Fram er byggð á misskilningi - hvort sem það er viljandi eða óviljandi. En ég óttast pínulítið máttleysi HSÍ í þessu máli. Auðvitað getur það leitt til þess að leiknum verði frestað. Þeir geta ekki stoppað svona mál þegar í ljós er komið að það er ekkert mál á borðinu." „Ég óttast auðvitað líka mikið tengsl Fram inn í HSÍ. Starfsmenn HSÍ eru búnir að staðfesta við okkur og við Fram að samningurinn hafi borist í tæka tíð. Hvað er þá málið?" Þetta segir formaður handknattleiksdeildar Vals sem vísaði þarna til manna sem eiga sæti í stjórn HSÍ og starfsmanna sambandsins. Reynir Stefánsson varaformaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að félagið vilji láta reyna á reglugerð um leikmannasamninga. Hann segir ákvörðun verða tekna á stjórnarfundi nú í hádeginu um hvort kærunni verði haldið til streitu. Úrslitaleikurinn á að fara fram laugardaginn 26. febrúar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira